Færsluflokkur: Bílar og akstur
Í Morgunútgáfunni á Rás eitt ræddi Óðinn Jónsson við Gísla Gíslason, einn frumkvöðla rafbílavæðingarinnar á Íslandi. Viðtalið er birt með leyfi Óðins.
Bílar og akstur | 1.9.2017 | 09:56 (breytt kl. 10:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.
Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.
Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.
Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.
Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.
Bílar og akstur | 31.1.2012 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum förum við Elín með sjálfrennireiðina Rebba á bílaþvottastöðina Löður. Mig hefur lengi langað til að hljóðrita atganginn og lét verða af því í kvöld.
Mikill munur er á styrk hljóðanna. Upphafið er mjög hljóðlágt og því eru hlustendur beðnir að missa ekki þolinmæðina. Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hvorki er tekin ábyrgð á heyrn fólks né hljómtækjum.
Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðómshljóðnemi.
Hljóðin eru skemmtilegri en óloftið.
IN ENGLISH
Sometimes I and Elín bring our car to an automatic car wash. I recorded the process this afternoon as I have long desired.
The beginning is very low so please be patient before switching off.
ÐI used Nagra Ares BB+ and recorded on 24 bits, 44,1 kHz. The Microphone was a Shure VP88.
This recording is best enjoyed with good headphones. The recordist takes no responsibility on hearing damages or destroyed laudspeakers.
The sound is better than the smell.
Bílar og akstur | 11.10.2011 | 20:28 (breytt 22.7.2012 kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meðfylgjandi hljóðrit var gert kl. 09:40 í morgun og upp úr kl. 12:30. Fyrri vagninn er tvinnvagn. Hljóðritinn, Olympus LS-11, var stilltur á sama hljóðritunarstyrk í bæði skiptin. Skorið var af 100 riðum.
Forvitnilegt væri að fá athugasemdir frá hlustendum um leiðsögnina. Heyrið þið orðaskil?
Hvar nam tvinnvagninn staðar áður en dregið var niður í hljóðritinu?
Bílar og akstur | 4.5.2011 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.
Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.
Bílar og akstur | 4.4.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag fór ég fjórar ferðir með strætisvagni og í síðasta vagninum, Leið 11, sem ók út á Seltjarnarnes, var leiðsögnin ásættanleg. Vasahljóðriti var með í för og því fylgir hljóðsýni með þessari færslu.
Bílar og akstur | 29.3.2011 | 22:50 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanfarið hafa ýmsir bílar setið fastir í snjó og sumir spólað allt hvað af tekur. Hljóðneminn nam athubðarás þá sem hér heyrist. Með samstilltu átaki tókst að koma bifreiðinni af stað.
Þeir sem hafa gaman af bifreiðahljóðum og spóli ættu að fá hér eitthvað við sitt hæfi.
Bílar og akstur | 16.3.2011 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun, 25. febrúar, tók ég leið 11 austur á Hlemm. Kom vagninn þangað um kl. 09:45. Samkvæmt ábendingu settist ég fremst í vagninn, aftan við bílstjórabúrið, en þar á leiðsögnin að vega greinilegust. Ég greindi nokkurn veginn orðaskil. Fátt ar í vagninum en bílstjórinn hafði útvarpið sæmilega hátt stillt svo að sennilega hefur popptónlistin borist víða um vagninn. Í þessum vagni er leiðsögnin stillt með því hæsta sem gerist. Hún er væntanlega gagnslaus heyrnarskertu fólki og þegar farþegar masa sín á milli.
Þetta hljóðblogg var fyrst og fremst hugsað mönnnum til fræðslu og fróðleiks en ekki itl sem baráttutæki. En lífið er barátta, sagði Mao formaður og því ber að virkja hvað sem er sem getur orðið góðum málstað að liði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.
Bílar og akstur | 25.2.2011 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://gislihelgason.blog.is
Í gær og í dag hef ég verið á ferðinni með strætó, alls 7 sinnum. Einungis í eitt skipti mátti greina hvað sagt var.
Ég býð hlustendum að athuga hvort þeir greini orðaskil í meðfylgjandi hljóðritum. Athugasemdir verða vel þegnar.
Bílar og akstur | 23.2.2011 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mig vantaði minnistæki um daginn og ákvað eftir nokkra íhuugun að kaupa Olympus. Leist mér þar einna best á LS11. Ég áttaði mig fljótlega á því að tækið er búið ýmsum kostum og getur framleitt hágæða hljóðrit, jafnvel þótt eingöngu séu notaðir innbyggðir hljóðnemar.
Olympus LS11 er um margt sambærilegt Nagra Ares-M að öðru leyti en því að hægt er að hljóðrita á 96 kílóriðum, en Nagra Ares-M fer hæst í 48 kílórið. Þá er ég ekki frá því að hljóðgæði hljóðnemanna sem hægt er að festa á Nagra séu heldur meiri en Olympus-hljóðnemanna.
En hvað um það. Olympus-tækið gefur ástríðufólki tækifæri til að hljóðrita það sem fyrir augu og eyru ber. Þótt ágætir svampar séu yfir hljóðnemunum truflar vindurinn hljóðritanirnar og verður því einatt að nota afskurð sem hægt er að stilla á tækinu.
Hljóðnynd dagsins er þríþætt.
Fyrst er beðið við biðskýlið skammt austan við mót Laugavegar og Hátúns. Þá er dokað við vestan við miðstöðina á Hlemmi, en þar var fremur dauft yfir mannlífinu um kl. 16:30. Þó er greinilegt að Reykjavík er orðin að fjöltungnaborg.
Ég vek sérstaka athygli á hljóðritinu u.þ.b. þegar 7 mínútur eru liðnar. Þá kemur strætisvagn inn á stæðið vestan við hlemm og menn geta heyrt þegar fólk hraðar sér í báðar áttir. Lokið augunum og sjáið þetta fyrir ykkur. Jafnvel ég sé skuggana af vegfarendunum.
Að lokum er skrölt áleiðis með leið 11 vestur í bæ. Öflugir blásarar voru í gangi og lítið heyrðist í leiðsögninni.
Full ástæða er til að hljóðrita vetrarhljóð höfuðborgarsvæðisins. Ef til vill væri ekki úr vegi að sækja um styrk til slíks verkefnis og nýta þá hágæðabúnað til verksins.
Bílar og akstur | 19.1.2011 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar