Færsluflokkur: Umhverfishljóð

Smeykir fuglar - Nervous birds

Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.

Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.

Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

 

In english

 

In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.

I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 o‘clock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.

Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.

Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljómkviða fyrir raflínur, bassa, vind og fugla

Enn eitt meistaraverkið er nú komið úr hljóðsmiðju Magnúsar Bergssonar. Að þessu sinni varð hann vitni að náttúrutónverki,  eða réttar sagt hljómkviðu, sem raflínur, vindur, bassi og fuglar skópu vestur í Krossholti á Barðaströnd. Mælt er með því að fólk hlusti á hljómkviðuna með góðum heyrnartækjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á færsluna.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 

In English

 

Yet another masterpiece has come from the great recordist, Magnús Bergsson. At this time he recorded a composition made by someone playing music loudly in the distance, powerlines, the wind and various kinds of birds. Good headphones are recommended.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 


Unaðsstund í elliðaárhólmum

 

Á annan í hvítasunnu, skömmu fyrir hádegi, héldum við Elín hjólandi út í elliðaárhólma. Þar námum við staðar, þar sem okkur þótti vænlegt að hljóðrita fugla. Við komum Nagra-tækinu fyrir ásamt Røde NT-2A og NT-55 í Ms-uppsetningu og héldum síðan á brott.

Að eyrum okkar barst ys og þys borgarinnar, en fuglarnir létu minna heyra í sér. Þarna voru þó skógarþrestir ásamt maríuerlu og músarrindli, sem fóru aldrei svo nærri að þeir yfirgnæfðu hljóðið frá ánni. Einnig heyrðist í mávi.

Þótt hljóðmyndin sé fremur kyrr, er hún samt seiðandi og færir hlustandanum ró. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

On Monday May 28, I and my wife, Elín, took our tandem and rode it to the deltas at elliðaárhólmi in the eastern part of Reykjavik, where there is a nice park with lanes and a tiny forrest. We found a clearing space where we put the Nafra Ares BB+ together with Røde NT-2A and an NT-55 in an MS-Setup and left it there for 30 minutes.

 

The sound from the city is heard as well as the water flowing some 40-50 metres away. Redwings, Waggtails and Wrens are also heard, but their sounds are quite low. Even though this recording is rather still and little happens, it is relaxing for one‘s mind. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund á golfvelli, 2. hluti - Morning at the golf course, part 2

 

Þetta hljóðrit er framhald þess sem hljóðritað var á golfvellinum í Suðurnesi árla morguns 4. maí.

Ég var að hugsa um að hætta hljóðritunum um hálfsex-leytið, en þá færðist líf í tuskurnar og hófst ég því handa á nýjan leik. Þetta hljóðrit hófst um kl. 05:45. Ekki var fuglamergðin jafnnærri og í fyrra hljóðritinu, en betur heyrist í margæsinni. Takið einkum eftir upphafinu og þegar um 12 mínútur eru liðnar af hljóðritinu. Sem fyrr er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

This is the second part of the recording from the morning of  May 4, made at the golf course of Seltjarnarnes, Iceland. Just after 05:30, I decided to stop the recording. But then things started happening.

 

This recording, which started around 05:45 is characterised by more distant sounds of birds. But in the start and around 12 minutes from the beginning the Brant goose is much bette heard than in the first recording.

 

As before a Nagra Ares BB+ was used and two Røde NT-2A microphones in an A-B stereo setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næturstund á Golfvelli Seltjarnarness

 

Veðurspáin fyrir aðfaranótt 4. maí 2012 var hagstæð. Spáð var logni og því tilvalið að huga að fuglahljóðritunum.

Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á hvers konar mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.

Ég hélt út á golfvöll um kl. 3 eftir miðnætti og kom mér fyrst fyrir norðan við golfskálann. Golan var heldur hvassari en ég hafði búist við. Um 5-leytið flutti ég mig um set og færði mig sunnar. En um það leyti snerist vindurinn meira til suðvesturs. Allan tímann var meiri gola en ég hafði átt von á og markast hljóðritið af henni. Lolhlífarnar dugðu ekki nægilega til þess að einangra vindinn frá Røde NT-2A hljóðnemum, sem ég kom fyrir í A-B-uppsetningu með 43 cm millibili. Þá heyrðist nokkuð í leiðslunum þegar golan rjálaði við þær.

Fuglalífið var auðugt. Heyra mátti í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs, sem var ekki fjarri með skvaldur sitt. Þrátt fyrir ýmsa annmarka verður þetta hljóðrit birt hér á vefnum. Hljóðritið hófst um kl. 05:11.

Eindregið er mælt með því að hlustað sé með heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

The weather forecast for the night befor May 4 2012 was nice, calm and therefore quite suitable for recording birds.

The golf course at Seltjarnarnes at the western outskirrts

of the Reykjavik Area, is a home to many speces of birds, as Plowers, Sea pies, Redshanks, Wagtails, Wrens and other small birds, Ducks and graylags, Blackedbacked gulls, Peewits  as well as Brant goose which is there in big flocks  with their mumbling sound.

The wind was a little stronger than I expected and that affected the recording as the dead chicken couldn‘t isolate the two Røde NT-2A microphones from the wind which played a little with the cables.

The microphones were set up in A-B stereo with 43 cm spacing. Sounds from flags fluttering in the wind are also heard. The recording started around 05:11 in the morning.

Headphones are recommended for listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grunsamlegur hljóðritari á Kastrup - A Suspicious passenger on Kastrup

 

Þegar menn bíða þess á flugvöllum, að þeimm verði hleypt um borð í þá vél, sem þeir ætla með, er það fangaráð margra að fylgjast með mannlífinu.

Sunnudaginn 1. apríl vorum við hjónin á leiðinni til Beijing. Ég hafði með mér Nagra Ares BB+ hljóðrita og tvo Senheiser ME-62 hljóðnema. Auðvitað var tækifærið notað og hljóðumhverfið á einum veitingastaðanna fangað, en við sátum við útjaðar hans.

Einatt virðast menn torgryggnarií garð þeirra, sem hljóðrita en þeirra, sem kvikmynda eða taka ljósmyndir, eins og heyrist á þessu hljóðriti. Hvernig skyldi standa á því?

 

IN ENGLISH

 

While passengers are waiting at airports many of them enjoy looking around and listening to the continuous stream of people.

On April 1, I and my wife were on our way to Beijing. While waiting for the plane to be boarded, I used the opportunity and recorded the sounds nearby one of the restaurants. I used Nagra Ares BB+ and 2 Senheiser ME-62 omnies.

I have noticed that many people find those, who are recording sounds, more suspicious than those, filming or taking pictures. Why is that? This time there was no exception. A gentleman aske what I were doing with the microphones. I replied by stating that I were making recording for the Icelandic radio.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Slaghörpusafnið á Gulanyu (Trumbuey)

Steinwey-flygill frá 1881 

Á Gulan-ey (Trumbuey), sem er örskammt undan strönd Xiamen-borgar í Suðaustur-Kína, ríkir sérkennileg kyrrð þrátt fyrir mergð ferðamanna, sem eru aðallega kínverskir. Menn njóta unaðar í þægilegu umhverfi, undur fögru, og mild hafgolan stýkur um vanga og hár.

Í hljóðritinu, sem fylgir þessari færslu, njóta menn mannlífsins, skoða hið fræga slaghörpusafn þar sem er að finna hvers konar slaghörpur (þá elstu frá árinu 1788) og heyra útskýringar leiðsögumannsins, ungrar konu, sem er prýðilegur slaghörpuleikari. Því miður var hljóðritari þessarar síðu of óþolinmóður við Olympus LS-11-tækið til þess að leikur hennar næðist. Í staðinn heyrum við í sjálfspilandi slaghörpu og rammfölskum lýrukassa frá Bretlandi.

Flygillinn á myndinni er af gerðinni Steinway, smíðaður 1881.

 

The Piano Museum on Gulan Island

 

Gulan Island, located 700 meters from the harbour of Xiamen in southeast-China, is a peacefule place inspite of the numerous tourists, mainly from China, visiting the island. The atmosphere is relaxing ant the gentle breeze from the ocean makes the climate confortable and enjoyable.

 

In the attached recording, we walk around, enjoying the sounds of the environment. Then we enter the famous Piano Museum, consisting of 89 pianos, the oldest one from 1788. We hear some explanations from the local guide who is an excellent pianoplayer. As I was a little too impatient with the Olympus LS-11 recorder, her pianoplaying was not captured. Instead we listen to a self-playing piano and an english hurdy-gurdy (made in 1936), which is out of tune.

The grand-piano on the photo is a Steinway from 1881.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haglél í Garðabæ

 

Hver árstíð á sín sérstöku hljóð. Nú birtast vetrarhljóðin hvert af öðru.

Að kvöldi laugardagsins 20. nóvember 2011 skall á haglél um kl. 19:30, þar sem ég beið í rennireið okkar hjóna við stórmarkað í Garðabæ. Litla Olympustækið LS-11 var í vasanum og því sjálfsagt að hljóðrita það sem fyrir eyrun bar. Ekkert hefur verið átt við hljóðritið.

 

IN ENGLISH

 

Every season of the year has it‘s own sounds. Now the winter sounds appear one by one.

 

In the evening of November 20, 2011, there was a short hailstorm in Garðabær, one of the subburbs south of Reykjavík. I was waiting in our car infront of a supermarket and my Olympus LS-11 in the right pocket. The sound was therefore recorded. No changes have been made to the recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Starrar og nokkrir skógarþrestir í Fossvoginum

 

Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.

Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.

 

Redwings and starlings

 

I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.

Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of it‘s lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.

The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2011

 

Aldrei hafa fleiri skráð sig í Maraþon og hálf-Maraþon Íslandsbanka en í gær, 20. ágúst. Hið sama átti við um 10 km hlaupið.

http://mbl.is/mm/greinilegur/frett/1588519/

Nokkrum sinnum hefur undirritaður reynt að hljóðrita skemmtiskokkið og eru hljóðrit frá árinu 1998 og 2010 á þessum síðum. Í gær, laugardaginn 20. ágúst, viðraði einstaklega vel. Fyrstu Maraþonhlaupararnir fóru vestur Nesveginn við Tjarnarból 14 um kl. 08:50. Komið var fyrir Røøde NT-2A og NT-55 hljóðnemum í vindhlíf. Notuð var MS-uppsetning. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

 

Óvænt truflun

 

skemmtiskokkið var einnig hljóðritað. Rétt áður en það hófst hljómaði lagið Austrið er rautt í farsímanum, en ég hafði gleymt að slökkva á honum. Glöggum hlustendum, sem hlusta á hljóðritið með heyrnartólum, skal bent á að vel heyrist að ég sat fyrir aftan hljóðnemana. Hlustendur eru hvattir til að láta ekki hávaða vélknúinna ökutækja fæla sig frá því að hlusta á hljóðritið.

 

In English

 

The day of Reykjavik is 18. August. The first Satureday after 18. August is called „Cultural night" probably because when it was first celebrated the main emphasis was on evening and night activities. But now the festival takes place during the day.

http://menningarnott.is/

 

Before the start of the cultural activitees there are some sport events organized by the Bank of Iceland - Marathon, Half-Marathon and 10 km run. On August 20 this year 684 people took part in the Marathon, 1852 in half-Marathon and 4.431 in the 10 km run.

First the Marathon and Half-Marathon runners passed by my house at around 08:30 (the first recording) and at around 09:40 both the Marathon runners as well as 10 km runners starting flowing from east to west.

 

Unexpected Disturbance

 

Just after the second recording was started my mobile phone began playing The East is Red as I had forgotten to turn it off. Those, who listen to the recording with stereo headphones, will notice that I was sitting behind the microphones.

I used the same setup as in previous recordings.

Do not let the noise from passing cars disturbing you from enjoying the recording and the atmosphere.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband