Færsluflokkur: Umhverfishljóð

Að sögn Elínar Árnadóttur, eiginkonu minnar og hjálparhellu í hvívetna, er einn fegursti staður landsins við Fossá í innanverðum Berufirði og nemum við þar gjarnan staðar á ferðum okkar.
Þegar við fórum þar um 8. júlí síðastliðinn tók Elín eftir því að vegur lá upp með ánni að bænum Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Frá bílastæðinu á brekkubrúninni er fögur útsýn yfir Berufjörð og skammt að fossunum.
Fossá rennur úr Líkárvatni og nefnist í fyrstu Líká. Áin fellur í 25 fossum til sjávar í Berufirði innarlega.
Við stóðumst ekki mátið og litum dýrð Fossárfoss. Hljómþungi fossins var mikill og reyndi ég að fanga hann með Røde NT-1A og NT55 í MS-uppsetningu. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðninni og er hljóðritið birt hér í 44,1 kílóriðum og 16 bita upplausn. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Á meðan ég setti upp búnaðinn bar að hóp þýskra og franskra ferðamanna í hópferðabifreið. Þegar þeir höfðu notið dýrðar fossins og tekið nægju sína af myndum af mér og fossinum biðu þeir í bílnum á meðan ég lauk mér af. Eru þeim færðar einlægar þakkir.
In English
My wife, Elín Árnadóttir, who is my helping hand in so many ways, has always stated that the river, Fossá in Berufjörður, East Iceland, is one of the most beautiful spots in our country. When we stopped there on July 8, 2011, she saw that a gravel road went along the river.
Up on the hill is a magnificient view and nearby is the waterfalls with the heavy and turbulent sound which no one can resist.
While I was setting up my equipment a bus came along with some French and German tourists. After taking some photoes of me and the waterfalls, they waited patiently in their bus until I had finished the recording.
The recording is published here in 44,1 kHz and 16 bits.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT55 in an MS-setup.
For more details please have a look at the links above.
Umhverfishljóð | 2.8.2011 | 00:41 (breytt 28.7.2012 kl. 21:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Eyjan Grótta er eins konar griðastaður vestast í útjaðri Reykjavíkursvæðisins, yst á Seltjarnarnesi. Þar er fræðasetur sem opnað var árið 2000.
Grandi tengir eyjuna við land og fer hann á kaf þegar flæðir að. Í Gróttu og við eyjuna er mikið fuglalíf og er eyjan og nánasta umhverfi eftirsótt til ljósmyndunar.
Miðvikudaginn 20. júlí 2011 var yndislegt veður. Um kl. 13:30 hljóðum við tækjum og tólum á Orminn bláa og hjóluðum út að Gróttufjöru. Við stilltum hljóðnemum í MS-uppsetningu í fjöruborðið og námu þeir hljóð fugla, manna og flugvéla auk hins þunga niðar sem er orðinn stöðugur á Reykjavíkursvæðinu.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Þá heyrast ýmis aukahljóð sem mannseyrað greinir vart, svo sem smellir í kuðungum og sitthvað fleira.
Glöggir hlustendur geta kannað hvort þeir þekki sjálfa sig, fugla- og flugvélategundir sem við eyru ber. Þá geta þeir látið hugann reika til fyrri tíðar samanber meðfylgjandi efni:
Umhverfishljóð | 25.7.2011 | 23:56 (breytt 28.7.2012 kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn hefur Magnús Bergsson sent frá sér hljóðlistaverk sem heldur mönnum föngnum á meðan hlustað er.
Magnús var fyrir nokkrum dögum við hljóðritanir í fuglafriðlandinu í Flóa. Sumt fór öðruvísi en ætlað var, en hann lét ekki aðstæðurnar buga sig heldur greip til eigin ráða. Betri lýsing á veðrinu föstudaginn 24. júní finnst vart.
http://fieldrecording.net/2011/07/09/sudvestan-kaldi-a-sumarsolstodum/
Umhverfishljóð | 10.7.2011 | 22:30 (breytt 28.7.2012 kl. 21:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suðaustur-land er griðastaður fjölmargra farfugla enda koma margir þeirra fyrst að landi þar. Þótt við Elín leituðum ekki í fuglafriðlandið nutum við samt návistar fuglanna við Edduhótelið í Nesjaskóla. Var þar einkar fróðleg hljóðmynd þar sem flettast saman ýmsar fuglategundir og hljóð sem fylgja manninum.
Í hljóðritinu má greina spóa, lóu, álftir, maríuerlu, jaðrakan, hundgá heyrist, jarmur og ýmislegt sýsl mannanna. Hljóðritun hófst upp úr kl. 22 og lauk um kl. 22:30 fimmtudaginn 7. júlí 2011. Einungis brot hljóðritsins er birt.
Hljóðritað var með Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum.
IN ENGLISH
The southeastern part of Iceland is known for its many species of birds which stay there during the summertime. We enjoyed the singing of many birds close to the Hotel Edda at Nesjaskóli quite close to Höfn in Hornafjordur.
In the recording sonds from whimbrels, plovers, snipes, godwits, wagtails, swans and other birds can be heard as well as sounds from sheep and a barking dog. Manmade sounds are also there.
The recording started on July 7 2011 at aroun 22:10.
A Nagra Ares BB+ recorder was used with Rode NT2A and NT-55 microphones in an MS-setup.
The recording will be best enjoyed in good headphones.
Umhverfishljóð | 9.7.2011 | 17:47 (breytt 28.7.2012 kl. 21:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagsmorguninn 24. júní hafði ég verið við suðurbakka Hvaleyrarvatns og hljóðritað frá því kl. 05:20. Elín beið í bílnum nokkru fjær. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 7 ákvað ég að færa mig yfir í móana fjær vatninu og reyna að fanga þar hrossagauka í meiri nánd. Hringdi ég í Elínu, en símasambandið var svo slæmt að síminn hringdi einungis. Hún skildi hfyrr en skall í tönnum og kom von bráðar.
Á meðan við færðum okkur úr stað ropaði rjúpa nokkrum sinnum og alveg þar til við höfðum numið staðar.
Meðfylgjandi hljóðrit er frá því kl. 07:05. Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT-55. Mest ber á hrossagauknum í hljóðritinu. Ýmis smáflygildi koma einnig við sögu og geta hlustendur skemmt sér við að greina þau. Sérstök athygli er vakin á hreyfingunni í hljóðritinu og ítrekað að hljóðritið nýtur sín best í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum.
IN ENGLISH
In the morning of June 24 I had been recording the sounds on the southern bank of the lake Hvaleyrarvatn. At 06:40 I wanted to move to another location and try to catch the sounds of the snipes. I phoned my wife who was waiting in the car some distance away. The communication was so poor that she could not hear my voice but understood that I neede her assistance so she came.
In this recording I used Røde Microphones NT-2A and NT-55 in an MS-stereo setup. They were kept in a Blimp windscreen.
The snipes are heard and sometimes quite close to the microphones as well as other birds which listeners can try to recognize. Please note the movements of the birds. This recording is best enjoyed by listening through good headphones or reasonable loudspeakers.
Umhverfishljóð | 26.6.2011 | 11:33 (breytt 28.7.2012 kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á 12. mínútu, u.þ.b. 11,50 mínútu, varð einhver árekstur milli svartþrastar og skógarþrastar. Nokkuð bar á loftræstingu, sennilega frá Laugardalshöllinni, en hún er hluti umhverfisins.
Seinna hljóðritið er gert skammt austan við kaffihúsið Flóru. Þar var svartþröstur nærri göngustígnum, en hann færði sig um set þegar ég birtist og hélt sig fjærri, flutti sig reyndar yfir gangstíginn. Í þessu hljóðriti ber mest á skógar- og svartþröstum, hani galar í fjarska og nokkrir smáfuglar koma við sögu auk vegfarenda. Hlustendur geta spreytt sig á að greina fuglategundirnar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.
Umhverfishljóð | 13.6.2011 | 17:53 (breytt 28.7.2012 kl. 21:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég ber þær gyllivonir í brjósti að árla morguns mætti hljóðrita fugla af svölunum á Tjarnarbóli 14, en þetta vorið hafa þeir haldið sig fjarri. Það leynist þó ýmislegt í kyrrðinni.
Hljóðneminn greinir ýmislegt sem mannseyrað verður varla vart við. Ætli þyturinn, sem heyrist og virðist grunnur hljóðritsins, sé ekki í vatnskerfi íbúðarhússins? Rétt fyrir kl. 6 í morgun átti geitungur leið framhjá hljóðnemunum. Þá bar að göngugarp og í fjarska mátti heyra í nokkrum fuglum.
Skömmu áður heyrðist í fjarska hvar kona nokkur hélt til vinnu sinnar og síðan heyrðist fólk kallast á. Ekki heyrði ég betur en að um árrisula Taílendinga væri að ræða. Hljóðin berast langt í morgunkyrrðinni.
Hljóðritað var með Røde NT-1A sem stiltur var á áttu og Sennheiser ME-64.
Notaður var Nagra Ares BB+ og SD-302 formagnari.
sér leið
Umhverfishljóð | 12.5.2011 | 07:42 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Bergsson hefur fengist við neðansjávarhljóðritanir að undanförnu og uppgötvað ýmislegt bæði skemmtilegt og merkilegt.
Leggið eyrun við þessu hljóðriti. Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
http://fieldrecording.net/2011/05/10/fuglar-i-aetisleit/
Umhverfishljóð | 11.5.2011 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorið 2007 útvarpaði ég þremur pistlum um refinn í þættinum Vítt og breitt.
Í fyrsta þættinum fjallaði Indriði Aðalsteinsson, fjárbóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal um afleiðingar stofnunar friðlandsins á Ströndum.
Viku síðar greindi Páll Hersteinsson, prófessor, frá rannsóknum sínum á íslenska refnum og gat um sitthvað sem snertir lífsafkomu refsins.
Þriðji pistillinn fjallaði um tilraunir manna til þess að útrýma refnum, þar á meðal með eftirhermum.
Umhverfishljóð | 20.4.2011 | 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.
Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.
Umhverfishljóð | 4.4.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar