Færsluflokkur: Aðventan
Eiginkona mín á sér leyndan stað austur í Berufirði þar sem hún leitar fjársjóða úr steinasafni því sem sjórinn hefur mótað.
Föstudaginn 6. júlí sl. Fórum við þangað. Á meðan hún var í fjársjóðsleitinni hljóðritaði ég sjávargjálfrið sem lét ljúflega í eyrum.
Hljóðritin voru tvö. Þau voru tengd saman þegar 9:35 mín. Voru liðnar.
Hljóðritað var með Zoom H66 og notaður áfestur kúluhljóðnemi.
Njótið og slakið á.
In English
My wife has a hidden place in Berufjörður in East Iceland. There she looks for stones which the sea has shaped into several forms.
On July 6 we visited the place. While she looked for stones I recorded the small waves kissing the sand.
A Zoom H6 recorder was used with attached microphone.
Enjoy the relaxing sounds.
Aðventan | 26.7.2018 | 18:41 (breytt kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar
9. desember síðastliðinn flutti Ragnar Ingi Aðalsteinsson kvæði sitt Aðventuljóð.
Þar minnist hann á ýmis gildi sem fólk ætti að hafa í heiðri um jólin og mættu menn taka boðskap hans til rækilegrar umhugsunar.
Aðventan | 20.12.2016 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.
Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.
Á aðventunni
Á aðventu er segin saga
sem mig ávallt pirrar mjög,
í eyrum glymja alla daga
óþolandi jólalög.
Í desember ég fer á fætur
fjörlítill sem síld í dós.
Eyðir svefni allar nætur
óþolandi jólaljós.
Út og suður allir hlaupa.
Ærið marga þjakar stress.
Eiginkonur ýmsar kaupa
óþolandi jóladress.
Í ótal magni æ má heyra
auglýsingar fyrir jól.
Losar merginn oft úr eyra
óþolandi barnagól.
Húsmæðurnar hreinsa og sópa,
húsið skreyta og strauja dúk.
Íslensk þjóð er upp til hópa
óþolandi kaupasjúk.
Fennir úti, frostið stígur,
faðmar að sér dautt og kvikt.
Upp í nasir einnig smýgur
óþolandi skötulykt.
Margir finna fyrir streitu
og fá að launum hjartaslag.
Yfirbuguð er af þreytu
íslensk þjóð á jóladag.
Aðventan | 20.12.2015 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er hreinasta firra að tröll séu útdauð á Íslandi eins og Herdís Egilsdóttir, rithöfundur, hefur margsannað með bókum sínum.
Skessan í hellinum á heima í Grófinni í Reykjanesbæ. Þar eignaðist hún heimili árið 2008 og eyðir tímanum mestmegnis við að dorma í eldhúsinu sínu. Hrýtur hún hástöfum og öðru hverju leysir hún vind og ropar.
Haldið var í heimsókn til hennar 23. Júní 2015 og lítill hljóðriti hafður með. Hljóðritið lýsir áhuga tveggja yngis-sveina og ömmu þeirra. Njótið heil.
Notaður var Olympus LS-11. Hljóðritið ber þess glögg merki að hljóðritarinn var hræddur við skessuna.
In English
Many foreigners believe that giantesses are now extinct in Iceland, which is of course not true, as the writer of many childrenbooks, Herdis Egilsdottir, has proofed many times. In Reykjanesbær is a recently built cave which is a home of rather a friendly giantess. She has mostly been sleeping since she moved into the cave in 2008, snoring, and now and then farting and burping. Children like to visit her.
The recording was made on an Olympus LS-11, not very professionally as the recordist is afraid of giantesses.
Aðventan | 24.6.2015 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.
hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.
Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik
The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as thelast 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.
walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.
Binaural microphones from Sound Professionals were used togetherwith A Nagra Ares BB+.
Headphones are recommended.Aðventan | 24.12.2012 | 11:19 (breytt 30.12.2012 kl. 22:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um þetta leyti árs leitar hugurinn til liðinna stunda. Að morgni aðfangadags söfnuðust ættingjar saman á heimili móður minnar og fengu hjá henni triffli. Þá voru sagðar sögur. Sigtryggur Helgason, sem var næstelstur okkar bræðra, sagði þá gjarnan söguna af því þegar Helgi Helgason VE 343 fór með á 7. tug farþega til Vestmannaeyja á Þorláksmessukvöld. Veðrið var afleitt og tók siglingin 22 tíma.
Sigtryggur birti þessa sögu í jólablaði Fylkis fyrir nokkrum árum. Gunnþóra Gunnarsdóttir las frásögnina í útvarpsþætti árið 2000.
Ég óska hlustendum Hljóðbloggsins gleðilegrar hátíðar og þakka viðtökurnar á undanförnum árum.
Aðventan | 21.12.2012 | 19:15 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumar athafnir eru í svo föstum skorðum að fátt breytist nema ræðumenn og þeir sem kynna eða skemmta.
Því hefur verið haldið fram að jólin séu fyrst og fremst hátíð barnanna og um leið aðventan. Í dag, fyrsta sunnudag í aðventu var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, sem er gjöf Óslóborgar til Reykjavíkur og á þessi hefð sér rúmlega 6 áratuga sögu.
Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika jólalög um kl. 15:30. Það spillti nokkuð hljómi sveitarinnar að hann var magnaður upp með hátölurum. Um það bil 5 mínútur yfir 4 síðdegis hófust ræðuhöld: kynnir, norski sendiherrann, gestur frá Ósló og Jón gunnar Kristinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Loksins um kl. 16:20 var kveikt á jólatrénu og lustu þá viðstaddir upp fagnaðarópi.
Um kl. 4 fór að fjölga mjög á Austurvelli og voru þar foreldrar, afar og ömmur með börn og barnabörn. Mestur hluti fólksins þyrptist umhverfis tréð og beið þar óþreyjufullur, en þangað heyrðust hvorki kórsöngur né ræðuhöld.
Hér fylgir örstutt hljóðdæmi. Fyrst leikur Lúðrasveit Reykjavíkur hið undurfagra lag Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein. Síðan bregðum við okkur að jólatrénu, reynum að greina lokaorð Jóns Gunnars og síðan upphafið af Heims um ból.
Mælt er með því að borgarstjórn endurskoði þessa hátíð og geri hana skemmtilegri fyrir börnin. Flest þeirra virtust á heileið þegar jólasveinana bar að garði. Ræðuhöldin duga í Ráðhúsinu.
Notast var við Olympus LS-11. Mælt er með góðum heyrnartækjum.
The Christmas Tree of Central Reykjavik
The city of Oslo donates a big christmas tree to Reykjavik City every year and has done so since 1951. On the first sunday of advent lights are turned on the tree. Then at least 3, if not 4 speeches are held and the children must wait until the lights are turned on.
today people started to gather around at Austurvöllur in Reykjavik where the Reykjavik Brass Band began to play some christmas songs at 15:30. At around 16:00 the crowd moved towards the christmas tree to be closer to it. Then the speeches started and noone seemed to listen as nothing could be heard.
This compacted recording depicts the atmosphere during the ceremony. First the brass band playing a christmas song by Sigvaldi Kaldalóns, then the last words of the mayor-s speech, he counting down until the lights are turned on and at that time a quire starts singing Wholy night. Afterwards the Icelandic christmas boys came to amuse the children, but most of them had got enough and were leaving.
Good headphones recommended.
Aðventan | 2.12.2012 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Martina Brogmus fluttist hingað til lands frá Þýskalandi árið 1981 ásamt Sigurjóni Eyjólfssyni, manni sínum. Hún rifjaði upp fyrir mér æskujólin. Pistlinum var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 27. desember 2007, en frásögnin er sígild. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnema, en hann var hannaður um svipað leyti og hún fæddist.
i
Aðventan | 28.12.2011 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.
Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.
Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.
Apinn sem keypti grænmeti og aura.
Aðventan | 21.12.2011 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 8. desember 2006 fræddi hann fundargesti um uppruna orðanna hátíð og tíð. Þá söng hann gamlan sálm sem fluttur var að kvöldi aðfangadags jóla.
Þessu efni var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 21. desember 2006. Smári veitti góðfúslega leyfi sitt til birtingar efnisins á Hljóðblogginu.
Aðventan | 19.12.2011 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar