Færsluflokkur: Birds

Þrestirnir í Varmahlíð - The Redwings in Varmahlíð

Garðurinn í Varmahlíð á Stöðvarfirði er griðastaður fjölda fugla.Hjónin Sveinn Jónsson og Þórunn Pétursdóttir í Varmahlíð á Stöðvarfirði hafa fóðrað fugla í garðinum hjá sér undanfarin ár. Garðurinn iðar af lífi allt árið um kring.
Í bígerð var að hljóðrita fugla í byrjun mars, en þá skall á slíkt illviðri að ófært varð um allt land.
Að morgni þriðjudagsins 9. apríl 2013 heimsóttum við Hrafn Baldursson þau heiðurshjón og settum upp Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Hér eru birt tvö sýni úr tveggja klst hljóðriti. Hið fyrra hófst kl. 09:30 en það síðara kl. 10:30.
Mest ber á skógarþröstum sem heyja harða baráttu um fæðið. Þótt nokkrir snjótittlingar væru innan um og saman við bar ekkert á þeim.
Í síðara hljóðritinu heyrist fyrst í snjótittlingum og undir lokin tyllir einn þeirra sér á hljóðnemahlífina. Skvaldur fýla og hænsna heyrist einnig.
Notaður var Nagra Ares bb+ hljóðriti.
Myndina tók Hrafn Baldursson síðdegis 12. apríl.
Mælt er með að hlustað sé með heyrnartólum.

IN ENGLISH

Sveinn Jónsson and Þórunn Pétursdóttir, who live in the house of Varmahlíð at Stöðvarfjörður, East Iceland, have fead birds in their garden for many years. Their garden is known for many speeces which come there all the year around.
I went there together with my friend, Hrafn Baldursson on April 9 2013 and placed a Rode NT-2A and NT-55 there in an MS-setup. The recording lasted for 2 hours.
The first sample started ad 09:30 and the second an hour later. Redwings were most eye-catching, but there were also some Snow Buntings around and they can be heard in the second sample. One of them took a short rest on the top of the Blimp.
A Nagra Ares BB+ was used.
The photo is by Hrafn Baldursson and was taken in the afternoon on April 12.
Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ritan og vorverkin - The Sea Swallow and the spring activities

KRiturnar í Illa bás. Ljósmynd: ToggiKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.

INENGLISH

The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Víðar tekist á en á Alþingi

 

Þegar gengið er meðfram Reykjavíkurtjörn virðist oftast nær allt með kyrrum kjörum. En þar er háð skefjalaus barátta um lífsins gæði.

Mánudaginn 2. júlí vorum við Elín þar á ferð ásamt barnabarni okkar, Birgi Þór Árnasyni, 7 ára. Skammt frá Ráðhúsinu var ákveðið að gefa fuglunum brauð og voru ýmsir um hituna: stokkendur, mávar, mávategundir og svanir.

Í bakgrunni heyrist maður safna saman tómum flöskum og fleira ber fyrir eyru. Í lokin verður nokkur hamagangur þegar svanur bítur í væng eins andarsteggsins sem hringsnýst og reynir að losa sig. Það er víðar barist hér á landi en á Alþingi.

 

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

 

IN ENGLISH

 

While walking along the shore of the Lake of Reykjavik, which is located in the center of town, everything seems mostly calm. But things can change rapidly.

 

On July 2 this year I and Elin were walking along with our 7 years old grandson and it was decided to feed the birds with som bread, even though they stay in „The largest bread soup of Iceland". We were on the east bank not far from the City hall.

 

There were ducks, several kinds of seaguls and swans struggling to get their share. At the end a swan bit one of the ducs in the wing and held her for a while, but the duck struggled to get itself free.

 

The recording was made with a Olympus LS-11 in 16 bits, 44,1 kHz.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tvíhljóða hrafn - ástarsöngur að hausti

 

Þegar við hjónin gengum meðfram KR-vellinum síðdegis í gal í allhvassri austangolunni, varð á vegi okkar hrafn, sennilega unglingur, sem sat efst á ljósastaur. Hann krunkaði ákaft, en lækkaði róminn um leið og við námum staðar og ég rétti að honum hljóðnema. Sumir hald því fram að þessi hljóð heyrist fyrst og fremst þegar hrafnar undirbúa hreiðurgerð, en sú virðist ekki raunin.

Eftir að hljóðritun lauk hófst hann handa að nýju, en vegna ákefðar missti ég af seinnihluta sönglistar hans. Örlítið heyrist í jakka vegfaranda sem stóð nærri.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritað var á 16 bitum, 44,1 riðum.

 

A raven with two sounds

 

When I and my wife were walking on the pedestrian road nearby the KR-sports stadium in western Reykjavik today we heard a raven, probably a youngster, croaking loudly. It hat placed itself on the top of a lamppost, but lovered his voice when we stopped and pointed the mics towards it. I have been told that these sounds are only heard when the ravens are preparing their nesting, but obviously this is not the case.

The wind disturbed a little and a little sound came from the jacket of a nearby person.

An Olympus LS-11 was used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngur nokkurra sílamáva við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

 

Í morgun hélt ég ásamt Emeline Eudes, ungri konu frá París, sem vinnur við rannsóknir á ýmsum þáttum sjálfbærs samfélags, út á Seltjarnarnes að hljóðrita. Vorum við komin út að morgun upp úr kl. 5. Veðrið var undurblítt, hlýtt í veðri og stillilogn.

Ég hljóðritaði sitthvað og hún tók kvikmyndir. Upp úr kl. 6 Vaknaði borgin og hávaði tók að berast til okkar.

Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 7 hófst samsöngur nokkurra sílamáva.

 

The concert of some Lesserback gulls

 

this morning I went with Emeline Eudes To the southwestern part of Seltjarnarnes in Iceland. I recorded some sounds and she filmed.

We arrived there close to the Island of Grótta at 5 in the morning. The wind was almost still, it was warm and the brightness as beautiful as it can be early in the morning.

At around 6 o‘clock the city woke up and some noise was brought to us. At around 06:50 some lesser-back gulls started a concert.

 

Recorded in MS-stereo with Rode NT-1A and NT-55. The recorder was Nagra Ares BB+, recording in 24 bits, 44,1 kHz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kríuungar á golfvelli Seltjarnarness

Kría 

Við hjónin hjóluðum út í suðurnes í kkvöld og gengum umhverfis golfvöllinn. Sá þá elín og heyrði ég hvar kríuungar voru innanum fullorðnu kríurnar. Fyrst hélt ég að um gamlar og hjáróma kríur væri að ræða, en svo var ekki. Haft var samband við Jóhann Óla Hilmarsson, ljósmyndara og fuglafræðing. Staðfesti hann að varpið hefði gengið mun betur í sumar en undanfarin ár.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 16 bitum, 44,1 kílóriðum og voru hljóðnemarnir klæddir í Røde-vindhlíf. Skorið var af 100 riðum.

 

chicks of the Arctic Tern at the golff corse in Seltjarnarnes, Iceland.

 

 

When I was walking with my wife along the golf corse nearby our hometown, Seltjarnarnes in Iceland, she saw and I heard that some chicks were among the Arctic Terns, which stay on the corse during the summer. the photographer, Jóhann Óli Hilmarsson, a known specialist on birds, confirmed that the kast of the terns was more successful than in last years.

There have hardly been any chicks of the Terns in the past 6-8 years due to the lack of Sandlaunce.

The recording was made with an Olympus LS-11, on 16 bits, 44,1 khz, and the mics covered with a dead chicken from Røde.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarnóttin umhverfis sumarbústaðinn

Dagana 6.-13. júlí vorum við hjónin í sumarbústað skammt frá Háskólanum að Bifröst í Borgarfirði. Var þá ýmislegt hljóðritað og margvíslegar tilraunir gerðar.

Aðfaranótt fimmtudagsins 12. júlí setti ég tvo Røde NT-1A út á pallinn, sem er umhverfis húsið. Voru þeir í AB-uppsetningu með u.þ.b. 45 cm millibili.

Fuglasöngurinn var fjarlægur, en þessir næmu hljóðnemar námu hann ásamt braki í pallinum, vatnsrennsli í hitakerfi hússins. Sitthvað fleira námu hljóðnemarnir í sumarnóttinni, sem er aldrei hljóð, ef grannt er eftir hlustað.

Hljóðritið hófst þegar klukkan var 12 mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Um klukkustund síðar höfðu fuglarnir hætt sér nær, en þá brugðust hljóðnemarnir vegna raka eins og lýst er í síðustu færslu.

 

The summernight around the summerhouse

 

I and my wife rented a summerhouse in Borgarfjörður, Iceland, quite close to the University of Birföst. during our stay there from July 6-13, I made some experiments with different setups of microphones.

 

the night before July 12 I placed 2 Røde NT-1A on the veranda around the house facing to the south. They were about 8 m from the wooden house. I took my Nagra Ares BB+ outside at around 1:30 am. The temperature was around 5° and the dead cats, covering the mics, a little cold, but dry. The birds were quite distant, but at around 03:30 they came closer. Then the mics had stopped working normally due to the dew, as explained in my last blog.

 

The recording, which is attached to the blog, started at around 02:12. Some redwings and probably wagtails and wrens are heard as well as some other birds. In the beginning the special sound of the ptarmigan is quite clear.

 

The veranda and the wooden house is clattering and the running water of the central heating is also heard as well as other sounds, which are not explained. The summernight is not quiet, but mysterious.

    
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Smeykir fuglar - Nervous birds

Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.

Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.

Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

 

In english

 

In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.

I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 o‘clock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.

Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.

Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næturstund á Golfvelli Seltjarnarness

 

Veðurspáin fyrir aðfaranótt 4. maí 2012 var hagstæð. Spáð var logni og því tilvalið að huga að fuglahljóðritunum.

Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á hvers konar mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.

Ég hélt út á golfvöll um kl. 3 eftir miðnætti og kom mér fyrst fyrir norðan við golfskálann. Golan var heldur hvassari en ég hafði búist við. Um 5-leytið flutti ég mig um set og færði mig sunnar. En um það leyti snerist vindurinn meira til suðvesturs. Allan tímann var meiri gola en ég hafði átt von á og markast hljóðritið af henni. Lolhlífarnar dugðu ekki nægilega til þess að einangra vindinn frá Røde NT-2A hljóðnemum, sem ég kom fyrir í A-B-uppsetningu með 43 cm millibili. Þá heyrðist nokkuð í leiðslunum þegar golan rjálaði við þær.

Fuglalífið var auðugt. Heyra mátti í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs, sem var ekki fjarri með skvaldur sitt. Þrátt fyrir ýmsa annmarka verður þetta hljóðrit birt hér á vefnum. Hljóðritið hófst um kl. 05:11.

Eindregið er mælt með því að hlustað sé með heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

The weather forecast for the night befor May 4 2012 was nice, calm and therefore quite suitable for recording birds.

The golf course at Seltjarnarnes at the western outskirrts

of the Reykjavik Area, is a home to many speces of birds, as Plowers, Sea pies, Redshanks, Wagtails, Wrens and other small birds, Ducks and graylags, Blackedbacked gulls, Peewits  as well as Brant goose which is there in big flocks  with their mumbling sound.

The wind was a little stronger than I expected and that affected the recording as the dead chicken couldn‘t isolate the two Røde NT-2A microphones from the wind which played a little with the cables.

The microphones were set up in A-B stereo with 43 cm spacing. Sounds from flags fluttering in the wind are also heard. The recording started around 05:11 in the morning.

Headphones are recommended for listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband