Færsluflokkur: Birds

Starrar og nokkrir skógarþrestir í Fossvoginum

 

Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.

Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.

 

Redwings and starlings

 

I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.

Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of it‘s lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.

The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sandlóur við Seltjörn

 

 

Hljóðrit dagsins er stutt, einungis ein mínúta og 38 sekúndur.

Við Elín fórum með sonarsynina Birgi Þór og Kolbein Tuma í fjöruna við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Þegar okkur bar þar að var hópur af sandlóum í fjöruborðinu. Það tók sinn tíma að setja upp vindhlífina og klæða hana í loðfeld. Stynningsgola var á og umferð talsverð um fjöruna. Þessi rúma mínúta er þó þess virði að á hana sé hlustað.

eins og áður notaði ég Røde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Today I and Elin took our two grandsons to the beech at  Seltjörn in Seltjarnarnes, west of Reykjavik. When we arrived a flock of ringed glovers were on the seashore. While Elin was playing with the boys I set up the Blimp, covered it with a fur and started recording. Due to the wind which was a little more than a moderate breaze and a lot of people on the beech, the recording is only 1,38 minutes long. It is still worth the listening.

 

A Nagra Ares BB+ was used and Røde NT-1A and NT-45 in a MS setup

 

http://travelingluck.com/Europe/Iceland/(IC15)/_3425321_Seltj%C3%B6rn.html#local_map


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarsólstöður 24. júní 2011

 

Enn hefur Magnús Bergsson sent frá sér hljóðlistaverk sem heldur mönnum föngnum á meðan hlustað er.

Magnús var fyrir nokkrum dögum við hljóðritanir í fuglafriðlandinu í Flóa. Sumt fór öðruvísi en ætlað var, en hann lét ekki aðstæðurnar buga sig heldur greip til eigin ráða. Betri lýsing á veðrinu föstudaginn 24. júní finnst vart.

http://fieldrecording.net/2011/07/09/sudvestan-kaldi-a-sumarsolstodum/

 


Spóinn og fleiri fuglar við Nesjaskóla í essinu sínu

 

Suðaustur-land er griðastaður fjölmargra farfugla enda koma margir þeirra fyrst að landi þar. Þótt við Elín leituðum ekki í fuglafriðlandið nutum við samt návistar fuglanna við Edduhótelið í Nesjaskóla. Var þar einkar fróðleg hljóðmynd þar sem flettast saman ýmsar fuglategundir og hljóð sem fylgja manninum.

Í hljóðritinu má greina spóa, lóu, álftir, maríuerlu, jaðrakan, hundgá heyrist, jarmur og ýmislegt sýsl mannanna. Hljóðritun hófst upp úr kl. 22 og lauk um kl. 22:30 fimmtudaginn 7. júlí 2011. Einungis brot hljóðritsins er birt.

Hljóðritað var með Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum.

 

 

IN ENGLISH

 

The southeastern part of Iceland is known for its many species of birds which stay there during the summertime. We enjoyed the singing of many birds close to the Hotel Edda at Nesjaskóli quite close to Höfn in Hornafjordur.

http://hornafjordur.is/

In the recording sonds from whimbrels, plovers, snipes, godwits, wagtails, swans and other birds can be heard as well as sounds from sheep and a barking dog. Manmade sounds are also there.

The recording started on July 7 2011 at aroun 22:10.

A Nagra Ares BB+ recorder was used with Rode NT2A and NT-55 microphones in an MS-setup.

The recording will be best enjoyed in good headphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvellur hrossagaukur

 

Föstudagsmorguninn 24. júní hafði ég verið við suðurbakka Hvaleyrarvatns og hljóðritað frá því kl. 05:20. Elín beið í bílnum nokkru fjær. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 7 ákvað ég að færa mig yfir í móana fjær vatninu og reyna að fanga þar hrossagauka í meiri nánd. Hringdi ég í Elínu, en símasambandið var svo slæmt að síminn hringdi einungis. Hún skildi hfyrr en skall í tönnum og kom von bráðar.

Á meðan við færðum okkur úr stað ropaði rjúpa nokkrum sinnum og alveg þar til við höfðum numið staðar.

Meðfylgjandi hljóðrit er frá því kl. 07:05. Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT-55. Mest ber á hrossagauknum í hljóðritinu. Ýmis smáflygildi koma einnig við sögu og geta hlustendur skemmt sér við að greina þau. Sérstök athygli er vakin á hreyfingunni í hljóðritinu og ítrekað að hljóðritið nýtur sín best í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

In the morning of June 24 I had been recording the sounds on the southern bank of the lake Hvaleyrarvatn. At 06:40 I wanted to move to another location and try to catch the sounds of the snipes. I phoned my wife who was waiting in the car some distance away. The communication was so poor that she could not hear my voice but understood that I neede her assistance so she came.

In this recording I used Røde Microphones NT-2A and NT-55 in an MS-stereo setup. They were kept in a Blimp windscreen.

The snipes are heard and sometimes quite close to the microphones as well as other birds which listeners can try to recognize. Please note the movements of the birds. This recording is best enjoyed by listening through good headphones or reasonable loudspeakers.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er ofan Hafnarfjarðar. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér aðstæður við vatnið, er bent á fjölmargar færslur á vefnum.

Í morgun, föstudaginn 24. júní, fórum við Elín á fætur kl 4 og héldum áleiðis að Hvaleyrrarvatni. Í farteskinu var Nagra Ares BB+ hljóðnemi, Blimp vindhlíf með Røde NT-2A og NT-55 í MS-stereó-uppsetningu, tveir Røde NT-1A ásamt ýmsum fylgihlutum.

Vindhlífinni varstillt upp rétt við suðurbakka vatnsins og hafist handa við hljóðritanir um kl. 05:20. Hljóðin voru afar lág og í raun gerðist fátt fyrstu hálfu klukkustundina.

Ég ákvað þá að beina hljóðnemunum ögn frá vatninu enda var meira líf í móunum fyrir ofan vatnið. Ég ákvað jafnframt að setja upp tvo NT-1A hljóðnema í NOS-uppsetningu og nota ekki MS-uppsetninguna enda var stafalogn. Árangurinn varð eins og til var stofnað eða næstum því. fjöldi fugla tók þátt í hljóðritinu. Á meðan ég var að bauka við hljóðnemana settust gæsir á vatnið og fleiri fugla dreif að, þar á meðal nokkra máva. Heyra má í hljóðritinu spjall gæsanna, mávagarg, söng auðnutitlinga, fjaðraþyt hrossagauks auk nokkurra annarra fuglategunda.

Vandinn við að hljóðrita íslensk náttúruhljóð er sá að þau eru yfirleitt fjarlæg og lág. Þo getur styrksviðið verið mikið eins og heyra má á 13. mín. hljóðritsins þear gæsirnar hefja sig til flugs.

Hljóðritið er rúmar 30 mínútur, upphaflega hljóðritað á 24 bitum og 44,1 kílóriðum. Það nýtur sín best ígóðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

ENGLISH The lake Hvaleyrarvatn is located south of Hafnarfjordur in Iceland. Some birds are there around. Seaguls, snipes, redwings, blackbirds, plovers, redpollsand many more are to be heard there.

This recording was made on June 24 around 6 o'clock in the morning. Two Røde NT-1A microphones were used and a Nagra Ares BB+. The recording is around 35 minutes. Around min. 13 it is heard when a flock of geeze flies up from the water.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur og umhverfið í Laugardalnum

Um hádegisleytið fórum við Elín í Laugardalinn að njóta návistar við gróður og fugla. Ég hafði með mér Røde NT-2A og NT-55 í blimp vindhlíf, setta upp í MS-uppsetningu. Í norðvestur-hluta Laugardalsins stillti ég ölu saman upp og hófst handa við að hljóðrita þrastasöng. Mest bar á skógarþröstum en svartþrestir héldu sig fjær.

Á 12. mínútu, u.þ.b. 11,50 mínútu, varð einhver árekstur milli svartþrastar og skógarþrastar. Nokkuð bar á loftræstingu, sennilega frá Laugardalshöllinni, en hún er hluti umhverfisins.

Seinna hljóðritið er gert skammt austan við kaffihúsið Flóru. Þar var svartþröstur nærri göngustígnum, en hann færði sig um set þegar ég birtist og hélt sig fjærri, flutti sig reyndar yfir gangstíginn. Í þessu hljóðriti ber mest á skógar- og svartþröstum, hani galar í fjarska og nokkrir smáfuglar koma við sögu auk vegfarenda. Hlustendur geta spreytt sig á að greina fuglategundirnar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband