Færsluflokkur: Water and waterfalls
Á eyjunni Krít, sem er sunnan við meginland Grikklands, eru að meðaltali 300 sólskinsdagar á ári. Þar er mikil gróðursæld og mannlífið sérstakt.
Þegar rignir opnast himnarnir og þeysidögg hvolfist yfir jörðina, svo að vísað sé til Odds Gottskálkssonar.
Þetta hljóðrit er frá borginni Chania 27. september 2018. Skömmu eftir að hljóðritið hefst eykst rigningin að mun. Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
There are about 300 sunny days per year on the Greek island of Crete.
This recording was made in Chania on September 27 2018. Shortly after the beginning it started raining both dogs and cats.
Good headphones recommended.
Water and waterfalls | 30.9.2018 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagurinn 29. júlí var hlýjasti dagur sumarsins á Reykjavíkursvæðinu. Hitinn fór upp í 22 stig.
Spáð var strekkingi síðdegis ásamt skýfalli og þrumuveðri. Hætt var við þrumurnar en skýfallið lét ekki á sér standa.
Rigningin var hljóðrituð frá kl. 16:30 til rúmlega 17 ásamt ýmsum umhverfishljóðum.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
The summer in the Reykjavík area has been very wet this year. Today was the best day of summer with temperature around 22°. The weather forecast was rainy with some thunders in the afternoon, but the thunders were cancelled and it rained dogs and cats.
This recording was made around 16:30 with some sounds from the traffic and environment.
Good headphones recommended.
Water and waterfalls | 29.7.2018 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Láréttir fletir eru ævinlega til vandræða á Íslandi þótt sumir arkitektar tregðist til að viðurkenna það.
Nýlega var athygli mín vakin á leka af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi nokkru. Vatnið seytlar um einhverja sprungu af svölunum fyrir ofan og íbúðareigendur hafa komið fyrir fötu til að taka við því. Ekki verður hafist handa við steypuviðgerðir fyrr en spáð er 5 daga þurrki.
Ég fór á vettvang og hljóðritaði dropatalið.
Auk niðarins frá umferð heyrist í fuglum og í lokin gnauðar vindurinn við húshornið.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Røde NT-4 víðómshljóðnema.
Hljóðskjalið er í fullri upplausn, 24 bitum, 48 kHz og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
IN ENGLISH
Flat surface is always a challenge for the water to drip through especially if it is made of concrete.
My attention was drown to the fact that the dripping through the balkony above an appartment produced a sharp, beeting sound. I went there for a recording.
Recorded on an Olympus LS-11 with a Røde NT-4 microphone.
Good headphones are recommended.
The file is recorded in 24 bits 48 kHz and takes around 10-15 seconds to download.
Water and waterfalls | 20.10.2015 | 10:39 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsagt verður þetta kallað Rigningarsumarið mikla. Víða hafa orðið skemmdir af völdum vatnagangs.
Laugardaginn 5. júlí síðastliðinn brast á með hlýviðri og úrhellis rigningu á Vestfjörðum. Seláin í Skjaldfannardal ærðist og fór hamförum. Allir lækir trylltust og jafnvel bæjarlækurinn varð að stórfljóti.
Hjónin á Skjaldfönn, þau Indriði Aðalsteinsson og Kristbjörg Lóa Árnadóttir, urðu fyrir stórtjóni. Varnargarðar og ýmis mannvirki, sem hafist var handa við fyrir um 60 árum, eru stórskemmd.
Þegar okkur Elínu bar að Skjaldfönn ásamt vinafólki föstudaginn 11.júlí, var bæjarlækurinn en í ham eins og heyra má af meðfylgjandi hljóðriti. Hljóðritaðir voru samtals 2,44 klst af bæjarlæk án nokkurs afskurðar. Hér verða 10 mínútur látnar nægja. Mælt er með góðum heyrnartólum.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.
In English
This summer has been warm and extremely weat in some parts of Iceland. On July 5 it burst on with windy warm weather and the extremely heavy rain on the Westfjords in Iceland. Some creeks turned into big and aggressive rivers. On the farm of Skjaldfönn the river, Selá, destroyed a lot of facilities built during the past 60 years to protect the farmland.
Even the creek, just close to the farmhouse, burst into a noisy river. When we came ther on July 11, it was still bulky and angry as can be heard on this recording. Almost 3 hours of the creek were recorder but in this podcast only 10 minutes must do.
Sennheiser ME-62 in an AB-setup were used and a Nagra Ares BB+.
Good headphones are recommended.
Water and waterfalls | 17.7.2014 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hjónin ferðuðumst um sunnanverða Vestfirði 27.-29. júlí síðastliðinn. Með í för var Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Að morgni 29. júlí hljóðritaði ég bæjarlækinn við Neðri-Rauðsdal. Notaði ég tvo Røde NT-2A hljóðnema í AB-uppsetningu (Omnidirectional).
Eftir það stillti ég hljóðnemana á áttu, þ.e. þeir hljóðrituðu bæði að og frá læknum. Þetta er ekki alls óskylt Blumlein uppsetningu að öðru leyti en því að í Blumlein uppsetningunni er 90° horn milli hljóðnemanna og er annar settur ofan á hinn. Sá efri er látinn snúa að upptökum hljóðsins, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair. Árangurinn var stórkostlegur. Í fyrra hljóðritinu er áttu-uppsetningin notuð, hljóðnemarnir standa hlið við hlið og hljóðrita í báðar áttir. Seinna hljóðritið er AB-uppsetning, báðir hljóðnemarnir eru í víðri uppsetningu (omnidirectional). Í bæði skiptin eru um 40 cm á milli þeirra. Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega dýpt og skvaldur lækjarins. Mælt er með góðum heyrnartólum.
In ENGLISH
I and my wife went to the West Fjords in Iceland and travelled around on July 27-29 with our friend, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. In the morning of July 29 I recorded the bubble and singing of the stream at the farm, Neðri-Rauðsdalur. Two Røde NT-2A were used in an omnidirectional Ab-Stereo setup with 40 cm spacing. Then I changed the configuration to an eight setup, with the same location of the mics. This is a kind of related to the Blumlein Setup except that in Blumlein the mics are close to each other in a 90°setup with one above the other (see http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair).
The difference was shaking. In the first recording the eight configuration is used and the AB-setup in the second one. Please note the deapth of the eight figured sound and how the deep tones of the spring are getting through. A Nagra Ares BB+ was used.
Water and waterfalls | 29.7.2013 | 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammt frá skolpdælustöðunni við eiðisgranda í Reykjavík
liggja þrep frá sjóvarnagarðinum niður í fjöru. Við Elín höfðum tekið eftir því
að þar er sælureitur og nokkurt hlé frá skarkala umferðarinnar. En skarkalinn
er þó yfir og allt um kring. Til samanburðar skal bent á hljóðrit
Magnúsar Bergssonar frá 13. Maí. Laugardaginn 18. Maí var allhvass
austanvindur. Þótt garðurinn veitti nokkurt skjól rifu þó einstaka vindhviður í
hljóðnemana, en öldurnar virtust ekki kippa sér upp við vindinn og gældu við
grjótið. Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar með loðfeldi í
AB-uppsetningu. Bilið á milli þeirra var 40 cm. Skera þurfti af 100 riðum vegna
vindsins. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
In English
The spring has been relatively cold and windy in Iceland. On
May 18 I and my wife went to the cycling path along the beech close to
Seltjarnarnes. There a wall has been built to protect the path and the coast.
We went down to the beech and recorded the small waves playing with the stones.
It was windy which can be heard. For comparison, see Magnus
Bergssons recording from May 13. Two Sennheiser ME-62 were used in an
AB-setup with 40 cm spacing.j the recorder was Nagra Ares BB+.
Water and waterfalls | 18.5.2013 | 23:33 (breytt 19.5.2013 kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.
EAST OLF THE RIVER MOUTH
I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn't dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.
Water and waterfalls | 27.2.2013 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drók eik á flot
of ísabrot
(hratt ég knerrinum á flot um vorið),
segir í Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar, en þar merkir ísabrot vor.
Laugardaginn 23. febrúar 2013 vorum við hjónin á ferð um Austur-Skaftafellssýslu. Við námum staðar við jökullónið á Breiðamerkursandi og hljóðrituðum ósköpin sem á gengu. Stríður straumur var um ósinn og mætti hann yfirgangi Ægis konungs, sem hefur sér það til dundurs að eyða landinu. Virðist hann stefna að því að rjúfa þar hringveginn.
Ekki var dregið úr lágtíðninni og koma því andstæður hljóðanna vel í ljós. Heyra má jakana molna sundur í hamaganginum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ ogb Røde NT-2a hljóðnema ásamt Sennheiser ME-64 í MS-uppsetningu. Inngangsstyrkur síðarnefnda hljóðnemans var lækkaður um 6 db til þess að ná meiri hljóðdreifingu.
Ljósmyndina tók Elín árnadóttir.
The Breiðamerkursandur, Southeast-Iceland, is a magnificient place with the glaciers to the north and the Atlantic Ocean to the south. On February 23 Elin and I recorded the sounds of the streaming water from the lagoon to the sea, with the noise of the ocean to the left and the water with breaking ice infront.
A Nagra Ares BB+ was used together with a Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an MS-setup.
The photographer was my wife, Elín Árnadóttir.
Water and waterfalls | 26.2.2013 | 21:06 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudaginn 9. júlí hófumst við handa við að hljóðrita Glanna í Borgarfirði. Glanni er alls ekki einn af mestu fossum landsins, en hann býr yfir mikilli fegurð. Landslagið er fögur umgjörð umhverfis fossinn og hann hljómar ágætlega. Þrátt fyrir norðan stynningskalda var ekki talin ástæða til að draga úr lágtíðninni, en þá glatast talsvert af mikilfengleika hljóðsins.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kHz og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-50 hljóðnemar í MS-uppsetningu.
The deep sounds of the waterfall Glanni
The waterfall of Glanni in Borgarfjordur, Iceland, is not one of the biggest waterfalls in the country, but known for its charm and beauty. It sounds perfectly well.
In spite of the northern breeze I didnt cut of the lower frequencies. Then I would have lost the deep tones of the waterfall.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT-55.
Water and waterfalls | 8.8.2012 | 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sundlaugar landsins eru einstakir skemmtistaðir. Þar una sér þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir saman.
Laugardaginn 13. ágúst vorum við Elín á ferð um Suðurland ásamt Árna, Elfu og piltunum þremur, Hring, Birgi Þór og Kolbeini Tuma. Að sjálfsögðu var komið við á Selfossi og notið skemmtunar í Sundhöll Selfoss. Hún er í raun skemmtigarður með góðri aðstöðu handa börnum og fullorðnum, vatnsrennibrautum, heitum pottum og öðrum leiktækjum.
Reynt var að fanga andrúmsloftið. Hljóðritað var í námunda við barnasvæðið og þaðan haldið í innisundlaugina. Þar var ekki eins mikið um að vera og hreyfingu þeirra fáu, sem syntu, nnámu hljóðnemarnir ekki sem skyldi. Sennilega hefði ég þurft að færa þá neðar og alveg að sundlaugarbarminum.
Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
The swimming pools in Iceland are very popular. There 3 generations or even 4 can find something for every age: warm pots, waterglides of different sizes and both indoor and outdoor pools.
The Swimming pool at Selfoss, Southern Iceland, is a very popular one and actually an amusement park with an outdoor and indoor pool, childrens pool, 3 waterglides of different sizes and much more. There I and Elin went with our grand children and their parents who had a big fun there while I tried to catch the atmosphere with assistance from elin, who also was the photographer.
The recording was made near the childrens pool and later indoors using Røde NT-2A and NT55 mics in an MS-setup..
Water and waterfalls | 16.8.2011 | 22:03 (breytt 28.7.2012 kl. 20:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar