Færsluflokkur: Cars and engines

Hljóðlátir rafbílar - Quiet ev-cars

Þegar rafbílar tóku að berast hingað til lands fyrir nokkrum árum kvörtuðu ýmsir vegfarendur um að erfitt væri að vara sig á þeim vegna þess hve þeir voru hljóðlátir. Einkum óttaðist blint og sjónskert fólk þá.

Nú eru flestir þeirra komnir með lágvært vélarhljóð sem hverfur þegar þeir eru komnir yfir 30 km hraða, en þá er talið að vegahljóðið dugi. Einnig gefa þeir aðvörunarmerki þegar þeim er "ekið aftur á bak.

Í meðfylgjandi hljóðskrá heyrist þegar Kia Soul 2017 er ekið inn í bílskúr. Mælt er með góðum heyrnartólum.

 Í seinna hljóðritinu heyrist Kia Soul ekið afturábak út úr bílskúrnum. Tvenns konar aðvörunarhljóð heyrast: Bakmyndavél skynjar þann sem hljóðritar og síðan er aðvörunarhljóðið þegar bílnum er ekið afturábak.

IN ENGLISH

When ev-cars were introduced to Iceland some years a go many blind and visually impaired pedestrians found it difficult to spot them. Now things have changed. A low engine-sound is produced when they are driving under 30 km/h. Els the sound of the tyres is supposed to do.

Most o them have also a sound when they are driven backwards.

The attached recording was made when a Kia Soul EV 2017 was taken to the garage. Headphones recommended.

 The second recording is made when the car was leaving the garage. The back camera is also heard as well as the back sound.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Háværar byggingaframkvæmdir - Noisy constructionwork

Í dag var talsvert um að vera hinumegin við Nesveginn fyrir norðvestan húsið hjá okkur. Byggingahljóðin skiluðu sér skemmtilega suðvestan við það.
Notaðu var Zoom H6 með ásettum víðum MS-hljóðnema.
Mælt er með góðum heyrnartólum en ekki of hátt stilltum.

IN ENGLISH

There is a lot going on on the other side of the road, nortwest from our house.
The sounds are quite interesting at the south-western corner.
A Zoom H6 recorder was used with the attached omnidirectional MS-mic.
Good headphones recommended, but do not set the volume too high.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lítil flugvél flýgur yfir Seltjarnarnes - A small aircraft flies across Seltjarnarnes

Á meðan fólk hljóp sem ákafast í 10 km hlaupinu í Reykjavík 20. Ágúst birtist lítil flugvél úr suðaustri og flaug í norðvestur yfir Seltjarnarnes.

Hreyfingin heyrist einkar skemmtilega ef notuð eru góð heyrnartól.

MS-uppsetning: Røde  Nt-2A og NT-55.

 

In English

While people were running in the Reykjavik run on August 20 a small airplane appeared from south-east flying north-west across Seltjarnarnes.

The movement is quite audible if headphones are used.

MS-setup: Røde NT-2A and NT-55.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bletturinn sleginn - Tne lawn mowed

Í dag var grasflötin við Tjarnarból slegin með hávaðasamri sláttuvél. Hljóðið var fangað. Í fjarska var verið að vinna við bílskúrsgólf.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með dauðum kettlingi.

 

In English

Today our lown was mowed with a noisy machine. In a nearby hous the garage was being repaired.

Recorded with an Olympus LS-11 with it‘s mics and a dead kitten.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bílaþvottastöðin Löður

 

Stundum förum við Elín með sjálfrennireiðina Rebba á bílaþvottastöðina Löður. Mig hefur lengi langað til að hljóðrita atganginn og lét verða af því í kvöld.

Mikill munur er á styrk hljóðanna. Upphafið er mjög hljóðlágt og því eru hlustendur beðnir að missa ekki þolinmæðina. Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hvorki er tekin ábyrgð á heyrn fólks né hljómtækjum.

Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðómshljóðnemi.

Hljóðin eru skemmtilegri en óloftið.

 

 

IN ENGLISH

 

Sometimes I and Elín bring our car to an automatic car wash. I recorded the process this afternoon as I have long desired.

The beginning is very low so please be patient before switching off.

ÐI used Nagra Ares BB+ and recorded on 24 bits, 44,1 kHz. The Microphone was a Shure VP88.

This recording is best enjoyed with good headphones. The recordist takes no responsibility on hearing damages or destroyed laudspeakers.

 

The sound is better than the smell.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gamalt æskuhljóð June Munktell

 

Í þeim bátum og skipum, sem Helgi Benediktsson, faðir minn, lét smíða í Vestmannaeyjum og Svíþjóð, voru June Munktell vélar. Ég man enn eftir hljóðinu í vélinni í Skaftfellingi (June Munktell held ég að hafi verið sett í Skafta árið 1948), Gull-Þóri, Hildingi, Frosta og Fjalari, að ógleymdum Hringver. Þetta fann ég á netinu og hoppaði þá heldur í mér hjartað.

http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU

Njótið myndskeiðsins og setjið á ykkur góð heyrnartól.

Ef einhver veit um gangfæra June Munktell vél væri gaman að fá að hljóðrita ganginn.

 

arnthor.helgason@simnet.is

 

In English

 

My father‘s fishing boats were equipped with June Munktell machines. My heart jumped when I found this on Youtube

http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU

If anyone knows about recordings of old June Munktell machines, please inform.

arnthor.helgason@simnet.is

 


Heyi blásið í hlöðu

Vélarnar eru afkastamiklar, en ekki rómantískar. 

„Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti," kvað Sigurður Ágústsson forðum daga eins og þeir vita sem kunna og syngja Kötukvæði.

Sunnudaginn 7. ágúst lögðum við hjónin leið okkar austur í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Þegar okkur hjónin bar að Skaftholti stóð heyskapur sem hæst. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, flutti heyið að. Það var sett af heyvagninum á færiband og blásið í hlöðu. Því fylgdi talsverður fyrirgangur og hávaði.

Þegar leið á hljóðritið var afstöðu hljóðnemans breytt örlítið og heyrist það greinilega. Logi Pálsson greindi að lokum frá því hvað menn höfðust að þennan dag.

Gríðarlegur styrkmunur er á hljóðritinu innbyrðis og hefur ekki verið reynt að takmarka hann með styrkjafnara. Þeir, sem eru hugfangnir að tækninni, geta leikið sér að því að bæta þar úr.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Ljósmyndari og staðarvalsmaður hljóðnema var Elín Árnadóttir.

 

In English

 

Many Icelandic poems from the 20th century tell about the romantic times when people were making hayy in August, while the dusk covered something which should be hidden.

Today the machinery has taken over with all its noise. When I and Elin visited Skaftholt in Skeiða- and Gnúpverjarheppur in Southern Iceland (see liknks above) the farmer and his assistants were flowing the hay from a conveyor belt into the barn. The process was recorded using Nagra Ares BB+ with Røde NT-2A and NT-55 in a MS Stereo setup. There is much difference between the low and high peaks of the recording which is best enjoyed in good headphones.

At the end of the recording Logi Pálsson tells the listeners what they are doing.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sláttuvélin í Rjóðri á Stöðvarfirði

Hvað róar hugann meira en ánægjulegt mal sláttuvélarinnar á góðum sumardegi? Ljósmund: Elín Árnadóttir 

Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.

Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.

Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Certain sounds belong to a distinguished  part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.

Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.

A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.

 

The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband