Færsluflokkur: China

Slaghörpusafnið á Gulanyu (Trumbuey)

Steinwey-flygill frá 1881 

Á Gulan-ey (Trumbuey), sem er örskammt undan strönd Xiamen-borgar í Suðaustur-Kína, ríkir sérkennileg kyrrð þrátt fyrir mergð ferðamanna, sem eru aðallega kínverskir. Menn njóta unaðar í þægilegu umhverfi, undur fögru, og mild hafgolan stýkur um vanga og hár.

Í hljóðritinu, sem fylgir þessari færslu, njóta menn mannlífsins, skoða hið fræga slaghörpusafn þar sem er að finna hvers konar slaghörpur (þá elstu frá árinu 1788) og heyra útskýringar leiðsögumannsins, ungrar konu, sem er prýðilegur slaghörpuleikari. Því miður var hljóðritari þessarar síðu of óþolinmóður við Olympus LS-11-tækið til þess að leikur hennar næðist. Í staðinn heyrum við í sjálfspilandi slaghörpu og rammfölskum lýrukassa frá Bretlandi.

Flygillinn á myndinni er af gerðinni Steinway, smíðaður 1881.

 

The Piano Museum on Gulan Island

 

Gulan Island, located 700 meters from the harbour of Xiamen in southeast-China, is a peacefule place inspite of the numerous tourists, mainly from China, visiting the island. The atmosphere is relaxing ant the gentle breeze from the ocean makes the climate confortable and enjoyable.

 

In the attached recording, we walk around, enjoying the sounds of the environment. Then we enter the famous Piano Museum, consisting of 89 pianos, the oldest one from 1788. We hear some explanations from the local guide who is an excellent pianoplayer. As I was a little too impatient with the Olympus LS-11 recorder, her pianoplaying was not captured. Instead we listen to a self-playing piano and an english hurdy-gurdy (made in 1936), which is out of tune.

The grand-piano on the photo is a Steinway from 1881.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigling til Trumbueyjar

Að morgni 22. október 2011 fór sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins með túlki og leiðsögumanni út á eyju, sem nefnist Gulan Yu eða Trumbueyja. Nafnið er talið stafa af hljóði, sem myndast á vissum stað þegar öldurnar skella á klettóttri ströndinni.

 

Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.

 

Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.

 

Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.

 

Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.

 

Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.

 

IN ENGLISH

 

Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".

 

These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.

 

A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.

 

I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kínverskir ættjarðarsöngvar og fleira gott í Hofi himinsins

Loftið ómar af ljúfum söng (ljósmynd: Lv Yanxia) 

 

 

Sunnudagsmorguninn 30. október síðastliðinn lögðum við Lv Yanxia leið okkar í garðana við Hof himinsins í Beijin, en þar safnast fólk saman um helgar og skemmtir sér. Andrúmsloftið er einstakt og einna líkast þjóðhátíð Vestmannaeyja eða menningarnótt í Reykjavík. Þar skemmtir sér hver á sinn hátt. Loftið ómar af alls konar tónlist og hverju því sem lýsir gleði fólks.

Í görðunum eru einnig hljóðir staðir þar sem menn geta notið næðis með ys og þys í fjarska.

Í einu hliðanna að hofinu var 50-100 manna kór sem söng hástöfum ættjarðarsöngva. Leikið var undir á ýmis hljóðfær s.s. ásláttarhljóðfæri, Sheng-munnorgelið, Dizi-bambusflautu, Erhu-fiðlu, harmoniku o.s.frv. Lögin eru þessi.

Söngur úr Kóreustríðinu 1950-53, Óður til þjóðfánans og Fimmtándi máninn.

 

Þá héldum við áfram göngu okkar um garðinn og námum staðar hjá þremur munnhörpuleikurum. Léku þeir hluta úr fyrsta þætti ballettsins, Hvíthærðu stúlkunnar. Síðan söng fullorðin söngkona ástarsöng, sem vinsæll var í Kína fyrir nokkrum árum.

 

Ljósmynd birt síðar.

 

IN ENGLISH

 

On the Sunday morning of October 31, I went with Lv Yanxia to the gardens surrounding the Temple of Heaven in Beijing. During the weekends people gather there for all kinds of entertainments. The atmosphere is wonderful, just like the greatest festivals in Iceland. The air is filled with the sound of music and everythings which makes people feel enlighted and happy.

 

In one of the gates to the temple, a quire of 50-100 people sang songs in praise of the heroes from the Corean war 1950-53, a song to the Red flag an finally we recorded the music of The Fifteenth Moon.

Instruments like Sheng, Erhu and accordions could be heard as well as other chinese instruments.

 

Then we moved on to a more quiet place. There 3 people played the harmonicas. First we recorded a theme from the 1st movement of the ballet of The Whitehaired Girl. Then an elderly woman sang a lovesong, quite popular in China some years ago.

 

A photo will be added later.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fiðluleikarar og óperusöngvarar í Hofi himinsins í Beijing

Íslendingur kynnist leyndardómum kínverskrar fiðlu 

 

 

Sunnudaginn 30. október síðastliðinn höfðum við 5 Íslendingar verið á ferð og flugi meðfram austurströnd Kína til þess að leita hugmynda um það hvernig halda megi upp á 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins veturinn 2013-14. Ákveðið var að menn fengju frí á sunnudeginum, sem var síðasti heili dagurinn í Beijing.

 

Leiðsögumaður okkar og góð vinkona mín, Lv Yanxia, bauð mér að fara með sér á rand og hófumst við handa í Hofi himinsins, sem var eitt meginhofa Beijing á öldum áður.

 

Garðarnir umhverfis hofið iða af lífi um helgar. Þar kemur fólk saman, gerir margs kyns æfingar, ssyngur af hjartans list, leikur á hljóðfæri eða gengur um og nýtur lífsins. Mjög ber þar á aldurhnignu fólki.

Eftir að hafa verið við hljóðritanir á

söng og hljóðfæraslætti rákumst við á hóp manna sem léku á ýmsar fiðlur, svo sem Jinghu, sem einkum eru notaðar í Pekingóperum. Úr þessu varð hinn skemmtilegasti hljóðhræringur.  Í fjarska heyrðust söngvar og jafnvel kínversk rokktónlist.

 

Þegar nálgast lok hljóðritsins heyrist sungin aría úr byltingaróperunni Hvernig Tigurfjall var tekið með herkænsku.

 

English

 

On Sunday October 30, my friend, Lu Yanxia, took me to the gardens of the Temple of Heaven in Beijing where people gather and carry on with all kinds of entertainments as singing, dancing, gymnastics etc. After having recorded some singing we came across a group of men playing Jinhu, the traditional 2 string violine, used in the Peking opera. In the distance all kinds of music were heard. One singer sang wholeheartedly some arias from the opera Taking Tigermountain by strategy.

This all created a wonderful cacophony.

 

Recorded on an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband