Færsluflokkur: Samgöngur
Þegar menn bíða þess á flugvöllum, að þeimm verði hleypt um borð í þá vél, sem þeir ætla með, er það fangaráð margra að fylgjast með mannlífinu.
Sunnudaginn 1. apríl vorum við hjónin á leiðinni til Beijing. Ég hafði með mér Nagra Ares BB+ hljóðrita og tvo Senheiser ME-62 hljóðnema. Auðvitað var tækifærið notað og hljóðumhverfið á einum veitingastaðanna fangað, en við sátum við útjaðar hans.
Einatt virðast menn torgryggnarií garð þeirra, sem hljóðrita en þeirra, sem kvikmynda eða taka ljósmyndir, eins og heyrist á þessu hljóðriti. Hvernig skyldi standa á því?
IN ENGLISH
While passengers are waiting at airports many of them enjoy looking around and listening to the continuous stream of people.
On April 1, I and my wife were on our way to Beijing. While waiting for the plane to be boarded, I used the opportunity and recorded the sounds nearby one of the restaurants. I used Nagra Ares BB+ and 2 Senheiser ME-62 omnies.
I have noticed that many people find those, who are recording sounds, more suspicious than those, filming or taking pictures. Why is that? This time there was no exception. A gentleman aske what I were doing with the microphones. I replied by stating that I were making recording for the Icelandic radio.
Samgöngur | 17.4.2012 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.
Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.
Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.
Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.
Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.
Samgöngur | 31.1.2012 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er um ár liðið frá því að leiðsagnarkerfi var tekið í notkun í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega eftir að byrjað var að setja það í vagnana bárust kvartanir frá fólki, sem þurfti ekki á kerfinu að halda. Var því haldið fram að kerfið væri of hátt stillt. Starfsmenn á vegum Strætós brugðust vel við og lækkuðu í kerfinu svo að ekki heyrðust orðaskil.
Þá risu upp nokkrir sem áttu hagsmuna að gæta og kvörtuðu og kröfðust þess að hækkað yrði í kerfinu. Enn brugðust starfsmenn Strætós við og hækkuðu dálítið svo að öðru hverju heyrðust orðaskil.
Kvörtunum notenda fjölgaði og svo fór að starfsmenn Strætós báðu um frest fram í júníbyrjun til þess að samræma hljóðstyrk í kerfi vagnanna.
Nú eru bæði maí og júní liðnir og framfarir hafa orðið dálitlar. Þó er enn víða ófremdarástand. Svo virðist sem eigendur Hagvagna, sem eru verktakar hjá Strætó, hafi lítinn skilning á notagildi leiðsagnarkerfisins. Starfsmaður Strætós heldur því fram að farið sé eftir ákveðnum stöðlum en hefur aldrei sagt mér hverjir þeir eru. Enn hef ég allgóða heyrn og heyri þó sjaldnast orðaskil þótt fátt fólk sé í vögnunum.
Ég ferðast iðulega með vögnum nr. 11, 13 og 15. Stundum slæðist ég einnug upp í 12, 14 og 17. Oftast nær er kerfið of lágt stillt.
Hér fylgir hljóðsýni úr vagni nr. 13. Getahlustendur greint nöfn þeirra tveggja biðstöðva, sem eru á hljóðritinu?
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausnum og 44,1 kílóriðum.
Samgöngur | 7.9.2011 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun kom hópur barna upp í vagninn við Öldugranda og var synd að missa af innrás þeirra.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og kynningin með Røde NT-1A.
Samgöngur | 18.5.2011 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðfylgjandi hljóðrit var gert kl. 09:40 í morgun og upp úr kl. 12:30. Fyrri vagninn er tvinnvagn. Hljóðritinn, Olympus LS-11, var stilltur á sama hljóðritunarstyrk í bæði skiptin. Skorið var af 100 riðum.
Forvitnilegt væri að fá athugasemdir frá hlustendum um leiðsögnina. Heyrið þið orðaskil?
Hvar nam tvinnvagninn staðar áður en dregið var niður í hljóðritinu?
Samgöngur | 4.5.2011 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.
Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.
Samgöngur | 4.4.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag fór ég fjórar ferðir með strætisvagni og í síðasta vagninum, Leið 11, sem ók út á Seltjarnarnes, var leiðsögnin ásættanleg. Vasahljóðriti var með í för og því fylgir hljóðsýni með þessari færslu.
Samgöngur | 29.3.2011 | 22:50 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag átti ég leið á Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýri í Reykjavík. Þar er starfsfólkið lipurt og vill viðskiptavinum allt hið besta.
Nokkuð virðist skorta á þjálfun sumra sem þar eru við störf. Ég fékk mér sæti í biðsalnum og dró upp Olympus LS-11 varahljóðritann, en hann hefur nýlega hlotið 3. verðlaun sem tækninýjung ársins 2010 á sviði hljóðrita. Hugðist ég hljóðrita umhverfið eins og stundum áður. Fremur lítil umferð var um miðstöðina. Þó mátti heyra rennihurðina fara fram og aftur um dyraopið, skemmtilegt skóhljóð, ferðatösku dregna áfram, mas og skvaldur.
Í tvígang var kallað í hátalarakerfi hússins. Fyrri tilkynningin skildist alls ekki. Ef grannt er hlustað á seinni tilkynninguna, sem hefst á 27. sek. 3. mínútu (02:27) heyrist ekki betur en að farþeggar til Hveragerði, Selfoss, Hvolsvöllur, Flúðir og Borgarfjörður séu beðnir að ganga um borð - ekkert eignarfall.
Íslendingar hafa furðulítinn metnað fyrir hönd þjóðtungu sinnar á sjálfu afmælisári Jóns Sigurðssonar. Væri ekki ráð að kenna starfsfólki Umferðarmiðstöðvarinnar hvernig eigi að lesa slíkar tilkynningar? Ætli tilkynningalestur sé kenndur á ferðamálabrautum framhaldsskólanna?
Hljóðritað var rétt fyrir kl. 17:00 á 24 bitum, 44,1 kílóriðum. Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með áföstum hljóðnemum.
Samgöngur | 27.2.2011 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun, 25. febrúar, tók ég leið 11 austur á Hlemm. Kom vagninn þangað um kl. 09:45. Samkvæmt ábendingu settist ég fremst í vagninn, aftan við bílstjórabúrið, en þar á leiðsögnin að vega greinilegust. Ég greindi nokkurn veginn orðaskil. Fátt ar í vagninum en bílstjórinn hafði útvarpið sæmilega hátt stillt svo að sennilega hefur popptónlistin borist víða um vagninn. Í þessum vagni er leiðsögnin stillt með því hæsta sem gerist. Hún er væntanlega gagnslaus heyrnarskertu fólki og þegar farþegar masa sín á milli.
Þetta hljóðblogg var fyrst og fremst hugsað mönnnum til fræðslu og fróðleiks en ekki itl sem baráttutæki. En lífið er barátta, sagði Mao formaður og því ber að virkja hvað sem er sem getur orðið góðum málstað að liði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.
Samgöngur | 25.2.2011 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://gislihelgason.blog.is
Í gær og í dag hef ég verið á ferðinni með strætó, alls 7 sinnum. Einungis í eitt skipti mátti greina hvað sagt var.
Ég býð hlustendum að athuga hvort þeir greini orðaskil í meðfylgjandi hljóðritum. Athugasemdir verða vel þegnar.
Samgöngur | 23.2.2011 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar