Færsluflokkur: Viðtöl
Kolbeinn Tumi er miðsonur þeirra Árna og Elfu, fæddur 2008. Hann er glaðsinna og afar samvinnuþýður. Ég hef hljóðritað hann öðru hverju og 28. janúar síðastliðinn féllst hann á að segja mér frá áhugamálum sínum.
Hljóðritað var með Samsung S síma og Amazing Audio MP3 forriti. Mælt er með góðum heyrnartólum. Í lok frásagnarinnar heyrist Birgir Þór, bróðir Kolbeins Tuma, æfa sig á klarinett.
Viðtöl | 2.2.2016 | 10:26 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér eru birt þrjú útvarpsviðtöl.
1. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 2. október 2009.
2. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 9. október 2009.
Í þessum þáttum segir undirritaður frá ævi sinni.
3. Ferðalag í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, útvarpað 19. september 2015. Sagt er frá fyrstu ferð undirritaðs til Kína árið 1975, en samferðamenn hans voru Páll Helgason, Lárus Grétar Ólafsson og Magnús Karel Hannesson.
Viðtöl | 20.9.2015 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.
Viðtöl | 11.1.2015 | 00:49 (breytt kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Okkur Elínu ömmu þótti viðtalið vel heppnað og því er það birt hér.
Þeir sem vilja heyra fleiri viðtöl við piltinn og bræður hans, Hring og Kolbein Tuma, er bent á flokkinn "Vinir og fjölskylda" á þessum síðum.
Viðtöl | 20.3.2013 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær var farið með Nagra Ares-M á vettvang og hljóðritað örstutt viðtal við höfundinn.
Viðtöl | 24.1.2013 | 08:32 (breytt 26.1.2013 kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðtöl | 23.8.2012 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Elín höfum verið svo heppin að allir afkomendur hennar og tengdadóttir okkar hafa komið hingað að undanförnu. Aðfaranótt annars júlí gistu þeir báðir hjá okkur, Birgir Þór 7 ára og Kolbeinn Tumi fjögurra ára. Birgir Þór varð síðan eftir.
Þau Elín amma hafa gert ýmislegt til gagns og gamans og í dag var farið á Þjóðminjasafnið. Undirritaður skellti sér með.
Birgir Þór hefur nokkrum sinnum komið fram á þessum síðum. Síðast ræddum við um jólasveina og á þeirri færslu eru einnig nokkrar krækjur í fyrri viðtöl.
Ég stóðst ekki mátið í dag og tók hann tali.
Viðtöl | 3.7.2012 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðgeir var staðráðinn í að gefast ekki upp og tæpu ári síðar fékk hann leiðsöguhundinn Erró. Erró þjónaði honum allt fram til ársins 2008, að krabbamein lagði hann að velli. Hann hafði verið mjög þjáður av verkjum, en lagði þó eiganda sínum lið eftir fremsta megni.
Erró var annar hundurinn, sem starfaði sem blindrahundur hér á landi. Vorið 2000 hitti ég Friðgeir að máli og sagði hann mér sögu sína. Þeir félagarnir fóru skömmu síðar saman í gönguferð. Við Vigfús Ingvarsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins, fylgdumst með þeim úr fjarlægð og hljóðrituðum það sem gerðist. Hljóðnemum var komið fyrir á Erró og Friðgeiri og námu þeir það sem fyrir eyru bar. Vakin er sérstök athygl á því hvernig Erró brást við óvæntum aðstæðum, sem ekki voru settar á svið.
Þættinum var útvarpað í júní árið 2000 og er birtur hér með samþykki Friðgeirs.
Viðtöl | 4.2.2012 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1957 fékk Gunnar Kr. Guðmundsson leiðsööguhund. Ég útvarpaði frásögn hans um hundinn Tiggy í þættinum "Vítt og breitt" sumarið 2006. Fylgir þátturinn hér með þessari færslu.
Viðtöl | 28.1.2012 | 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Martina Brogmus fluttist hingað til lands frá Þýskalandi árið 1981 ásamt Sigurjóni Eyjólfssyni, manni sínum. Hún rifjaði upp fyrir mér æskujólin. Pistlinum var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 27. desember 2007, en frásögnin er sígild. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnema, en hann var hannaður um svipað leyti og hún fæddist.
i
Viðtöl | 28.12.2011 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar