göngugata í Beijing

Sunnudaginn 23. maí 2004 héldum við í skoðunarferð um Beijing. Tækifærið var notað og verslað. Á meðan félagar mínir styrktu kínverskan efnahag hljóðritaði ég dálítið fyrir utan verslunina. Síðan var haldið í áttina að umferðaræðunum þar sem bíllinn beið okkar. Á leiðinni heyrðist hvernig nútíð og fortíð ófust saman. Leikið var á Guan-hljóðpípu, tilkynningar bárust úr hátölurum, f´ólk fór um á reiðhjólum og að lokum lék maður nokkur Austrið er rautt á erhu-tveggja strengja fiðlu.

Notað var Sony B-100 minidiskatæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kínverskur jazz á Höfuðborgargistihúsinu í Beijing

Miðvikudaginn 19. apríl árið 2004 kom sendinefnd frá Íslandi til Beijing í þeim erindagjörðum að taka þátt í 50 ára afmæli Kínversku vináttusamtakanna. Vorum við drifin á undirbúningsfund skömmu eftir komuna og áttu félagar minir býsna bágt vegna svefns sem sótti á þá. Ég var hins vegar í hringiðunni og hélt mér ágætlega vakandi.

Eftir kvöldverð settumst við niður á bar hótelsins. Í salnum léku þrír hljómlistarmenn vestræna tónlist með kínversku ívafi. Sumt var harla gott en annað skemmtilegt. Hljóðrit dagsins er alkunnugt, bandarískt dægurlag frá 7. áratugnum. Notað var Sony b-100 minidisktæki með innbyggðum hljóðnemum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 13. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband