Um verslunarmannahelgina árið 2002 var vesturheimsk frænka mín og vinkona okkar hjóna, Cindy Anderson, hjá okkur. Föstudaginn 2. ágúst þvældum við henni á reiðhjóli um alla borg. Vorum við Elín á Orminum bláa, tveggjamanna hjólinu sem Elín gaf mér í afmælisgjöf en var sérhannað handa henni sem stýrimanni en Cindy reið DBS-hjóli sem Elín á.Fyrst fórum við út í Nauthólsvík og sleiktum sólskinið, héldum svo sem leið lá austur á Elli- og hjúkrunarheimilið Eiri að heimsækja móður mína, nutum svo náttúrunnar í Elliðaárhólmunum og héldum þaðan heim á leið.
Seinna um kvöldið fórum við vestur á Seltjarnarnes að horfa á sólarlagið. Þegar við hjóluðum eftir göngustígnum yfir nesið flaug mér í hug að setja lítið minidisk-tæki í hjólatöskuna og vita hvernig til tækis. Þegar hlustað er á hljóðritið er ótrúlegt að heyra öll hin margbreytilegu hljóð sem eitt reiðhjól gefur frá sér. Það er sem heil verksmiðja fari í gang. Sá, sem er utan töskunnar, heyrir hins vegar fæst þessara hljóða.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Samgöngur | 10.2.2010 | 21:24 (breytt kl. 21:24) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 65445
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hljómar eins og úrverk í gamalli klukku :-)
Magnús Bergsson, 13.2.2010 kl. 10:55
Skemmtilegt.
Árni Davíðsson, 20.2.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.