Áramótaskothríðin 2010-2011

Gleðilegt ár.

fyrsti áratugur aldarinnar endaði vel. Miklu var skotið af flugeldum en púðurreykurinn ekki jafnmikill og stundum áður. Veðurguðirnir sáu fyrir því.

Hamagangurinn var svo mikill að ég stóðst ekki mátið og dró fram tækjabúnaðinn. Hélt ég mig á svölunum á 3. hæð Tjarnarbóls 14 með tvo sennheiser Me62-hljóðnema. Hljóðritað var á Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 kílóriðum.

Fyrst skar ég neðan af 100 riðunum en ákvað síðan að láta skeika að sköpuðu og afnam afskurðinn. Drunurnar verða því býsna tilkomumiklar og örlítið kann að bera á yfirmótun.

Þeir sem hafa gaman af samanburðarrannsóknum geta borið saman skothríðina um þessi áramót og hin síðustu. Væntanlega verður þessum hljóðritunum haldið áfram næstu ár og fæst þá samanburður á milli staða auk þess sem áætla má magn ólíkra tegunda flugelda af hljóðunum sem rata inn á minniskortið.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum. Höfundur hljóðritsins tekur hvorki ábyrgð á heyrnar- né tækjaskaða.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er ótrúlega flott upptaka Arnþór.

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 17:29

2 identicon

Ég óska þér, Arnþór, góðra daga á nýju ári, sem og gnægð hugmynda og orðmynda í stökur eða stærri verk svo ég láti stuðlana njóta sín frekar en einhverja rökhugsun.

 Við kaupum bara stjörnuljós á mínu heimili svo ég er búinn að spila þessa góðu upptöku þína frá í gærkveldi fyrir köttinn og aðra sem eru í námunda við bókaherbergið mitt en svo fengum við líka góðan skammt af buldrinu hér úti fyrir í gærkveldi. Bestu kveðjur til frú Elínar. Kannski hittumst við á Iðunnarkvöldi, ég þyrfti að segja félögunum þar frá nýju bókinni Guðríðar í Austurhlíð sem heitir Þessi kona. Ingi Heiðmar

IHJ (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:47

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Mjög góð upptaka Arnþór. ME62 kemur lika skemmtilega á óvar í þessari upptöku.

Þetta voru annars daufustu skoteldaáramót sem ég man eftir, þó beri litið á því á upptökunni hjá þér Arnþór. Mér fannst skoteldaupptakan svo dauf hjá mér í smáíbúðaherfinu að ég varð að bera það saman við fyrri áramót.  

Niðurstöðuna er að finna hjá mér á http://fieldrecording.net 

Magnús Bergsson, 3.1.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband