Sitt af hverju tagi á menningarnótt um hábjartan dag

 

Þetta hljóðrit byggir á hljóðum og hreyfingu.

Menningarnótt var haldin í Reykjavík að þessu sinni í indælu veðri frá því kl. 10 að morgni fram um kl. 23. Við hjónin áttum þess ekki kost að fylgjast með mörgum atriðum hennar.

Við hófum leikinn í Hallgríjmskirkju um kl. 16:00, en okkur sóttist ferðin upp Skólavörðuholtið seint vegna fjölda fólks sem varð á vegi okkar og við þurftum að spjalla við.

Frá Hallgrímskirkju var haldið niður skólavörðustíginn, þaðan út á Laugaveg, niður Bankastræti að Hörpu, en þangað komum við skömmu fyrir kl. 18 og hlýddum á lokatóna Óperukórsins sem Garðar Cortez stjórnaði af sínum alkunna myndugleik.

Að þessu sinni var Nagra Ares BB+ með í för og tveir örhljóðnemar frá Sennheiser, sem festir voru á gleraugu. Nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.

 

  • 1. Sálmasöngur í Hallgrímskirkju við orgelundirleik. Við sátum framan við miðja kirkju og sneri ég mér í ýmsar áttir til þess að prófa hljómburðinn.
  • 2. Á skólavörðustígnum varð fyrir okkur ung stúlka, sem lék á fiðlu og styrkti þannig söfnun til handa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef.
  • 3. Næst nam hljóðneminn hluta samræðna milli tveggja öndvegiskvenna, sem staddar voru á Laugaveginum.
  • 4. Þá gengum við áleiðis niður Bankastrætið framhjá hljómsveit sem lék af miklu listfengi.
  • 5. Að lokum var staðnæmst við tónlistarhúsið Hörpu og hlýtt á Kór Íslensku óperunnar sem söng af miklum móð og tóku áheyrendur undir.

In English

 

This recording is mainly based on movements and is best enjoyed with good headphones.

The Cultural Night in Reykjavik was held on August 20 this year, starting at 10:00 and closing around 23:00. http://menningarnott.is/. Hundreds of all kinds of performances could be enjoyed all over the town.

 

  • 1. I and Elín started in Hallgrims Church where there was a continious performance of Icelandic and foreign church music. I carried a Nagra Ares BB+ recorder and had with me two Sennheiser Lavalia mics mounted on eye glasses. When I carry this together with big headphones many people think that I have now got a new visual aid, while other know quite well that I might be recording.
  • 2. from there we walked down Skólavörðustígur where we saw a young girl playing violine as she was collecting money for Unicef.
  • 3. Then down at Laugavegur, the mics picked up the conversations of two ladies.
  • 4. Walking down Bankastræti we passed a rockband playing Icelandic rock music.
  • 5. At last we stopped at the concert house Harpa where the Quire of The Icelandic Opera finished with two Icelandic songs with the participation of the audience.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þú náðir hér virkilega skemmtilegum upptökum þennan dag. Það fór á annan veg með mína upptökur. Olympus tækið mitt var því miður stillt á "Auto level" vegna þess að það var síðast notað  á fyrirlestri. Það er því óhlustandi á allar tónlistarupptökur.

Það er ekki að heyra neitt sambandsleysi í öðrum hljóðnemanum hjá mér. Varstu búinn að laga það fyrir þessar upptökur?

Ég notaðist við Power modul hjá mér. Bæði til að spara rafhlöður og lengja upptökutímann. Með því hækkaði ég lika PIP spennuna frá Olympus tækinu sem vanalega er ekki hærri en 2,4volt. Þá var ég lika búinn að hækka PIP spennuna í Power modulinu úr 3 voltum í rúmlega 5 volt sem mér finnst bæta hljómburðinn til mikilla muna. Það voru því frekar mikil vonbrigði að hafa klúðrað þessum degi.

Magnus B

Magnús Bergsson, 29.8.2011 kl. 02:10

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Þakka þér fyrir þetta, Magnús. Þessir litlu Sennheiser-hljóðnemar eru prýðilegir til umhverfishljóðritana. Ég velti fyrir mér að koma þeim fyrir í Blimp-vindhlíf til þess að geta haft þá betur varða. Loðsvamparnir, sem fylgja þeim, eru varla nógu áreiðanlegir.

Þú minntist á suðið. Ég heyrði það, þegar ég prófaði hljóðnemana um hádegisbil, en það var ördauft. Hefði þó truflað ef umhverfishljóðin hefðu verið lág. Ég prófaði báða hljóðnemana um daginn en varð einskis var.

Leitt að heyra hvernig tókst til með hljóðritin hjá þér, því að þú fórst víða og hefur vafalítið fangað margt. Ég treysti einhvern veginn Olympus-tækinu ekki jafnvel og Nagra, enda verðmunur mikill og ólíkt þægilegra að stilla Nagra-tækið, einkum þegar menn þurfa að gera það blindandi.:)

Hlakka til að hlusta á nýjasta neðansjávarhljóðritið þitt.

Arnþór Helgason, 29.8.2011 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband