Borgin Qufu í shandong-fylki í Kínverska alþýðulýðveldinu er eftirsóttur áfangastaður ferðamanna. Margt dregur þá að. Þar er Hof Konfúsíusar, heimspekings og stjórnvitrings, sem uppi var á árunum 551-476 fyrir Krists burð. Ótrúlegt er til þess að hugsa að fjölskylda Konfúsíusar bjó þar til ársins 1937, að Japanar hófust handa við að hernema Kína.
Kenningar Konfúsíusar hafa mótað kínverskt þjóðlíf umfram kenningar annarra heimspekinga. Á það jafnt við um viðhorf til vinnunnar, menntunar, foreldra, nágranna og ríkisins. Ragnar Baldursson hefur m.a. Bent á tengsl kenninga Maos við Konfúsíus.
Laugardaginn 17. maí síðastliðinn var sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins þar á ferð. Degi var tekið að halla og fjöldi fólks af öllum þjóðernum átti leið um. Þar sem ég hafði komið þarna áður fór ég þess á leit við leiðsögumann minn, Li Yanfeng, að við drægjumst öðru hverju aftur úr hópnum því að mig langaði að hljóðrita umhverfið. Hún var fundvís á hentuga staði og afraksturinn birtist hér í þessari hljóðmynd, sem endar við gröf Konfúsíusar. Hún er nokkurn spöl frá hofinu sjálfu og var okkur ekið þangað í rafbílum. Þar var mun meiri ys og þys en í hofinu sjálfu.
Loftið ómaði af fuglasöng og klið mannfjöldans.
Hljóðritað var með Olympus LS-11.
ENGLISH
The city of Qufu in Shandong Province, China, attracts many people as there is The Temple of Confucius (551-476 bc), the sage, who has made more influence on Chinese society than any other philosopher.
His family lived there until 1937 when the Japanese increased their occupation of China. It has even been stated than certain parts of Mao Zedong's theories, are influenced by Confucius.
On May 17 a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited the temple. I asked my guide, Li Yanfeng, to stay with me a little behind as I wanted to record the environment. She was very good at finding suitable places. This sound immage is made of 3 recordings, ending infront of Confuciu's tomb which is located a while from the temple itself. We were taken there with an el-car. The environment was a little more noisy there than in the temple itself.
The sounds of birds and people filled the air.
Recorded with an Olympus LS-11.
Meginflokkur: Kínversk málefni | Aukaflokkur: China | 5.6.2014 | 21:58 (breytt kl. 22:20) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65164
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning