Notað var Sony B-100 minidiskatæki.
Bloggar | 13.2.2010 | 23:54 (breytt 25.6.2010 kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir kvöldverð settumst við niður á bar hótelsins. Í salnum léku þrír hljómlistarmenn vestræna tónlist með kínversku ívafi. Sumt var harla gott en annað skemmtilegt. Hljóðrit dagsins er alkunnugt, bandarískt dægurlag frá 7. áratugnum. Notað var Sony b-100 minidisktæki með innbyggðum hljóðnemum.
Tónlist | 13.2.2010 | 11:06 (breytt 25.6.2010 kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinna um kvöldið fórum við vestur á Seltjarnarnes að horfa á sólarlagið. Þegar við hjóluðum eftir göngustígnum yfir nesið flaug mér í hug að setja lítið minidisk-tæki í hjólatöskuna og vita hvernig til tækis. Þegar hlustað er á hljóðritið er ótrúlegt að heyra öll hin margbreytilegu hljóð sem eitt reiðhjól gefur frá sér. Það er sem heil verksmiðja fari í gang. Sá, sem er utan töskunnar, heyrir hins vegar fæst þessara hljóða.
Samgöngur | 10.2.2010 | 21:24 (breytt kl. 21:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dr. Björn S Stefánsson starfar á Lýðræðissetrinu sem er innan vébanda Reykjavíkurakademíunnar. Hann setti fyrir nokkru fram í riti sínu Lýðræði með raðvali og sjóðvali athyglisverðar kenningar um tvær aðferðir sem hægt er a beita við lausn ýmissa álitamála.
Samtalið var hljóðritað í mars 2007 um svipað leyti og Hafnfirðingar gengu til kosninga um stækkun álversins í Straumsvík.Nánari upplýsingar má finna áheimasíðu Lýðræðissetursins
http://www.abcd.is
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2010 | 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan lýsir fjandsamlegri ást þeirra Karítasar og eiginmanns hennar, Sigmars Hilmarssonar sem fara hvort sína leið, en Sigmar virðist þó hafa yfirhöndina þar til síðast eða hvað? Hún hafði heitið að hvíla honum við hlið norður á Akureyri þar sem hann var jarðaður. En skömmu fyrir 100 ára afmæli sitt sagði hún við sonardóttur sína að nú mætti það fara í heitasta helvíti, hún væri að verða hundrað ára. Héldu þær síðan vestur í Skálavík og fylgdust sonardóttirin og vinkona hennar með því hvernið sú gamla stjáklaði um í fjörunni þar til hún hvarf þeim sjónum. Ég eftirlæt lesendum bókarinnar að rifja upp lýsinguna og hvet aðra til að kynna sér bækur Kristínar.
Ég velti því fyrir mér hvað borist hefði henni Karítas til eyrna eða flogið um huga hennar um það leyti sem öndin hvarf frá henni. Þessar hugrenningar birtast í meðfylgjandi hljóðmynd.
Notað var öldugjálfur vestan úr Skálavík sem hljóðritað var þar á góðviðrisdegi 2. júlí 2009. Bætt var ofan á hljóðriti klukkna Landakirkju í Vestmannaeyjum frá 4. Des. 1999.
Öldugjálfrið var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og Sennheiser hljóðnemum ME62, sem voru látnir mynda um 100° horn og vísuðu þeir hvor frá öðrum. Á millum þeirra var u.þ.b. 1 metri. Kirkjuklukkurnar voru hljóðritaðar með Sony minidisktæki og Sennheiser MD21U sem var hannaður árið 1954.
Bækur | 6.2.2010 | 23:34 (breytt 2.4.2010 kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flest sem kom fram í þættinum á enn við 12 árum síðar. Kvæðamannafélagið Iðunn hefur nú eignast heimasíðuna
http://rimur.is/
þar sem ýmiss konar fróðleik er að finna um bragfræði og íslenskan kveðskap.
Ljóð | 6.2.2010 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þættinum er athyglinni einkum beint að súrefnismeðferð sem tíðkuð hefur verið til að draga úr suðinu. Þátturinn er birtur á þessari síðu í þeirri von að hann megi verða einhverjum að gagni.
Bloggar | 6.2.2010 | 00:37 (breytt kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65965
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar