Færsluflokkur: Sögur af sjó
Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.
Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.
Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.
Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.
Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.
Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.
Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.
Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.
Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.
Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.
Sögur af sjó | 4.6.2011 | 13:59 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritað var með sony minidisk-tæki og Sennheiser ME-65 hljóðnema.
Sögur af sjó | 21.5.2011 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fárviðri gekk yfir Vestfirði fyrstu dagana í febrúar og var verst á Ísafjarðardjúpi. Heiðrún II frá Bolungarvík fórst með sex mönnum. Varðskipið Óðinn bjargaði átján manna áhöfn breska togarans Notts County sem strandaði við Snæfjallaströnd. Annar breskur togari, Ross Cleveland, sökk og fórust nítján manns en einn, Harry Eddom, fannst á lífi eftir hrakninga í hálfan annan sólarhring.
Sögur af sjó | 4.2.2011 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugi Hreiðarsson, markaðsfræðingur, tók viðtal við nokkra skipverja og aðra sem komu að þessu máli og bjó hljóðritið til flutnings í útvarpi. Vegna anna vannst honum ekki tími til að ganga endanlega frá verkinu og fól mér að annast lokaþáttinn.
Það er nú svo að hver maður fer sínum höndum um heimildirnar. Breytti ég því handriti þáttarins talsveert með samþykki Huga.
Þessi útvarpsþáttur var frumfluttur sumarið 1999 og vakti fádæma athygli. Í þættinum eru áhrifamiklar lýsingar á þeim hörmungum sem áhöfnin varð að ganga í gegnum, lýsingar sem engum líða úr minni sem á hlýðir.
Viðmælendur Huga voru Bárður Árni Steingrímsson, Þórir Atli Guðmundsson, Fríða Einarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson.
Skipshljóin fengust af geisladiskum sem BBC gaf út og eru í eigu Ríkisútvarpsins. Tæknimaður var Georg Magnússon.
Þessi þáttur er birtur hér á Hljóðblogginu vegna eindreginna tilmæla.
Sögur af sjó | 17.8.2010 | 12:32 (breytt kl. 12:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við sigldum norður undir eyjaroddann, en þá var kominn suðvestan kaldi og taldi Sæmundur ekki vert að sigla norður fyrir og suður með vesturströndinni. Því var snúið við. Elín bað Sæmund að nema staðar við Miðgarðaurðina og samferðafólkið samþykkti að hlusta með mér á yndisleik þess sem fyrir augu og eyru bar, sjávarhljóðið, langvíuna og önnur kvik flygildi.
Síðan flautaði Þórir Sæmundsson til heimferðar og vélin var sett í gang.
Sögur af sjó | 28.7.2010 | 17:55 (breytt 30.7.2010 kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þættinum "Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950" sagði Andrés mér frá því er skipið sigldi gegnum tundurduflabelti á leiðinni til Fleetwood. Þessi látlausa frásögn er gott dæmi um einstæða frásagnargáfu Andrésar.
Á eftir er sungið lagið Fagurgræna yndiseyja við ljóð séra Halldórs E. Johnson, sem hann tileinkaði áhöfninni á Helga, en séra Halldór var einn þeirra 10 manna sem fórust með skipinu. Hallgrímur,sem minnst er á í frásögninni, var Júlíusson og var með Helga frá árinu 1942-1950. Atburður sá, er Andrés segir frá, gerðist árið 1943.
Frásögnin var hljóðrituð vorið 1999.
Sögur af sjó | 6.6.2010 | 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um svipað leyti brast á mikið ofviðri í Vestmannaeyjum sem enn er í minnum haft.
Með Helga fórust 10 menn. Tveir skipverjar komust upp í Faxasker en lík þeirra náðust ekki þaðan fyrr en um 40 stundum eftir að Helgi fórst.
Fyrri þátturinn, sem fylgir þessari færslu, fjallar um sögu Helga allt frá því að kjölur var lagður og þar til yfir lauk. Listi yfir sögumenn og aðra, sem komu að gerð þáttarins, er birtur í lok þáttarins.
Sigtryggur Helgason styrkti gerð þessa þáttar og var höfundi ómetanleg stoð og stytta. Einnig var Sigrún Björnsdóttir, fjölmiðlafræðingur, mér innan handar og gerðist sögumaður þáttarins.
Seinni þátturinn fjallar um þau þrjú skip sem fórust við Faxasker á 20. öld, en þau voru Esther, dönsk skúta, Helgi og Eyjaberg.
Þar segir m.a. frá mikilli svaðilför er Helgi fór til Bretlands í febrúar árið 1943. gunnþóra Gunnarsdóttir var lesari í þættinum ásamt höfundi.
Sögur af sjó | 27.2.2010 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1992 bað ég Venna að rifja upp kynni sín af föður mínum, Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum. Venni kunni einhver reiðinnar býsn af sögum og sagði betur frá en flestir sem ég hef þekkt. Varð hann vel við bón minni.
Sjö árum síðar tók ég hann enn tali og bað hann að segja mér frá kynnum sínum af vélskipinu Helga VE 333 sem fórst við Faxasker 7. janúar árið 1950. Notaði ég brot úr þeirri frásögn í útvarpsþætti sem ég gerði um slysið.
Frásagnir Venna frænda hafa aldrei verið birtar í heild. Birti ég þær nú algerlega óklipptar í minningu þeirra frændanna, föður míns og hans. Þeir áttu margt saman að sælda og þótti vænt hvorum um annan. Og móðir mín sagði um Venna að hann væri ráðabesti maður sem hún hefði þekkt og oft óskaði hún þess að Venni réði öllu hér á landi.
Njótið heil.
Sögur af sjó | 25.2.2010 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðtölin voru hljóðrituð í maílok 1999 og þættinum útvarpað þá um sumarið. Einsöngvarar þáttarins voru þau Elín Árnadóttir og Hringur Árnason sem þá var á 5. ári.
Sögur af sjó | 24.2.2010 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið eftir að þátturinn var gerður var Skaftfellingur fluttur austur í Vík í Mýrdal. Þar er hann nú geymdur í gamalli skemmu og bíður þess er verða vill.
Flest viðtölin voru tekin með Sennheiser ME-65 og notað var Sony md-tæki.
Hægt er að fá hljóðrit í fullum gæðum hjá höfundi þáttarins.
Sögur af sjó | 23.2.2010 | 20:20 (breytt 24.2.2010 kl. 06:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar