Færsluflokkur: Sjórinn
Akranesviti dregur að sér fjölda fólks vegna sérkennilegs hljómburðar sem stafar af því að vitinn er hringlaga.
Skammt frá vitanum eru klappir þar sem sjórinn gnauðar árið um kring.
Hljóðritað með Zoom H6 með áföstum kúluhljóðnema.
In English
The lighthouse at Akranes, West-Iceland, attracts many tourists due to the special sound which is created by the circular form of the lighthouse.
Nearby are the boulders, where the sea howls all the year around.
Recorded on July 19 2018 on a Zoom H6 with attachable MS-microphone in stereo mode.
Sjórinn | 26.7.2018 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudaginn 5. Febrúar var yndislegt veður á Seltjarnarnesi, sólskyn og stynnings gola úti við sjóinn.
Í gleði okkar fundum við Elín fyrir því að vorið væri í nánd.
Zoom H6 hljóðriti var tekinn með og ms-hljóðnemi tækisins notaður til að fanga sæluna.
Fyrst er mildilegt gjálfur Ægis við fjörusteinana við eiðið út í Gróttu.
Seinna hljóðritið gefur hljóðmynd af fólki sem fór um göngustíginn. Þar truflaði vindurinn dálítið, en notuð var loðhlíf sem fylgir tækinu.
Hljóðritað með Zoom H6. Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
On February 5 the weather was beautiful in Seltjarnarnes, Iceland, moderate breeze and 7° Celcius.
The Zoom H6 recorder was brought with us and tested with its ms-mic, covered with the hairy-windprotector which comes with the recorder.
The first recording is an example of the see kissing the stones nearby the island of Grótta.
Recording no. 2 is from the pedestrian path further to the east.
Recorded with Zoom H6 on 48 kHz and 24 bits. Using the low-cut filter on the computer.
Good headphones recommended.
Sjórinn | 7.2.2017 | 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjallað er um upphaf notkunar fiskleitartækja á Íslandi. Eggert Gíslason, skipstjóri segir frá. Þá er stórfróðlegt viðtal við Baldur Böðvarsson, útvarpsvirkja, en hann tók þátt í að mæla hljóð frá skrúfum fiskiskipa, en margir skipstjórar töldu skrúfuhljóðin fæla burtu síldina. Í þessu viðtali greinir Baldur frá ýmsu viðvíkjandi þessum málum og birt eru hljóðrit sem þeir feðgar, Baldur og Hrafn gerðu. Baldur fjallar einnig um aðrar nýjungar svo sem ratsjána og upphaf hennar. Þá greinir
Páll Reynisson hlustendum frá heyrn fiska
Þátturinn var á dagskrá Ríkisútvarpsins í júlí 1999 og er birtur hér í minningu Baldurs Böðvarssonar, en hann lést 2. júlí 2015 á 91. aldursári.
Sjórinn | 4.7.2015 | 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér greinir frá samgöngum á milli Vestmannaeyja og lands á fyrri hluta síðustu aldar. M.a. er lesin frásögn Sigtryggs Helgasonar af siglingu til Eyja með Helga Helgasyni VE 343 rétt fyrir jólin 1947, en Helgi fór þá með rúmlega 60 farþega.
Sjórinn | 3.7.2015 | 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun fórum við Hrafn Baldursson enn inn á Öldu fyrir botni Stöðvarfjarðar að hljóðrita öldugjálfrið. Sá kafli sem hér er birtur hófst kl. 08:20. Ördauft vélarhljóð heyrðist í fjarska en mestu skiptir að hreyfing öldunnar náðist og muldur æðarblikanna sem voru þarna á sveimi.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 48 kílóriðum. Notaðir voru Nt-2A og Nt-55 hljóðnemar í Blimp-vindhlíf. Hljóðritað var í MS-stereo
Mælt er með góðum heyrnartólum. Ef styrkurinn er ekki hafður of hár njóta menn betur mildi sjávarins.
In English
This morning I went with my friend, Hrafn Baldursson, to record the sound of the beech innermost at Stöðvarfjörður in East Iceland. This part of the recording started around 8:20.
The peaceful sounds are best enjoyed in goot headphones with moderate volume.
Recorded on 24 bits 48 kHz with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A ant NT-55 microphones in an MS setup.
Sjórinn | 15.6.2015 | 16:34 (breytt 19.6.2015 kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag um kl. 15:30 gengum við Hrafn Baldursson meðfram fjöruborðinu á öldunni innst í botni Stöðvarfjarðar. Könnuðum við öldugjálfrið og hreyfingu öldunnar með það að markmiði að hljóðrita síðar. Við vorum með Olympus LS-11 í vasanum ot tókum meðfylgjandi hljóðsýni. Þegar 1:45 mínútur eru liðnar af hljóðritinu tekur við rölt okkar á eftir tveimur sandlóum.Mælt er með góðum heyrnartólum.
Þetta er 24 bita hljóðrit í fullum gæðum.
In English
Today at around 15:30 I walked together with Hrafn Baldursson along the beech innermost at Stöðvarfjörður, Eastern Iceland. The aim was to listen to the sound and the movements of the waves as we think of further recordings in this environment. We had an Olympus LS-11 with us and made a sample recording. After 1.45 minuts we can be heard ambling behind 2 ringed plowers with the sea on our left.
This is a full size 24 stereo recording.
Sjórinn | 14.6.2015 | 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.
Sjórinn | 11.1.2015 | 00:49 (breytt kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þann 22. júlí héldum við hjónin ásamt vinkonu okkar, Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, til Vestmannaeyja. Tilgangurinn var að heimsækja skyldulið auk þess að kanna nýjan veitingastað sem nefnist Gott og er að Bárustíg 11. Matseðillinn er að hætti Berglindar Sigmarsdóttur, hollur og ljúffengur. Eindregið er mælt með staðnum.
Meðfylgjandi hljóðrit er úr Herjólfi. Olympus LS-11 var haldið út fyrir borðstokkinn og numið hvernig sjórinn freyddi meðfram skipinu. Mælt er með heyrnartólum.
In English
On July 22 I and my wife together with our friend, Unnur St. Alfreðsdóttir, went to the Westman Islands to visit some friends and relatives. We also dined at a newly established restaurant, Gott, at Bárustígur nr. 11. The menu is made according to Berglind Sigmarsdóttir's prescriptions. This restaurant is recommended for it's excellent and healthy food.
The attached recording was made onboard the ferry, Herjólfur, while steaming to the Westman Islands. An Olympus LS-11 was held outside the gunnel on the larbourd side capturing the sound of the froathing sea. Headphones are recommended.
Sjórinn | 23.7.2014 | 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugarnestangi er eins konar griðastaður. Þar er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og þar er Hrafn Gunnlaugsson.
Við Elín settum upp tvo Senheiser ME-62 hljóðnema í fjöruborðinu rétt vestan við listasafnið. Þegar hljóðritið hófst var hvalaskoðunarbátur á leið í höfn og sigldi til vesturs. Þegar 14 mínútur eru liðnar af hljóðritinu heyrist glöggt að annar bátur stefnir að hljóðnemunum en beygir til norðurs.
Notuð var AB-uppsetning. Einungis voru 16 cm milli hljóðnemanna, en það virðist ekki koma að sök.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Hljóðritið kann einhverjum að finnast heldur lágt. Að ásettu ráði var ákveðið að auka ekki styrkinn. Ekkert hefur verið átt við hljóðstillingar.
In english
The Laugarnes in Reykjavik is in a way a quiet place. There is the Art Museum of the sculpture, Sigurjón Ólafsson and there is the world famous filmdirector, Hrafn Gunnlaugsson.
I and my wife, Elin, set up 2 Senheiser ME-62 mics close to the sea a little west from the art museum At the beginning of the recording a sight-seeing ship pas.ses by towards the harbour. Later in the recording (about 14 min) a ships can be heard heading towards the mics, but it turns to the north instead of sailing to the east.
The mics were in an AB-setup with only 16cm between them. S <Nagra Ares BB+ was used.
The recording may seem to be a little low. The volume was not increased to to some hight contrasts. The frequencies have not been cut.
Sjórinn | 7.6.2014 | 23:33 (breytt 9.6.2014 kl. 10:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammt frá skolpdælustöðunni við eiðisgranda í Reykjavík
liggja þrep frá sjóvarnagarðinum niður í fjöru. Við Elín höfðum tekið eftir því
að þar er sælureitur og nokkurt hlé frá skarkala umferðarinnar. En skarkalinn
er þó yfir og allt um kring. Til samanburðar skal bent á hljóðrit
Magnúsar Bergssonar frá 13. Maí. Laugardaginn 18. Maí var allhvass
austanvindur. Þótt garðurinn veitti nokkurt skjól rifu þó einstaka vindhviður í
hljóðnemana, en öldurnar virtust ekki kippa sér upp við vindinn og gældu við
grjótið. Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar með loðfeldi í
AB-uppsetningu. Bilið á milli þeirra var 40 cm. Skera þurfti af 100 riðum vegna
vindsins. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
In English
The spring has been relatively cold and windy in Iceland. On
May 18 I and my wife went to the cycling path along the beech close to
Seltjarnarnes. There a wall has been built to protect the path and the coast.
We went down to the beech and recorded the small waves playing with the stones.
It was windy which can be heard. For comparison, see Magnus
Bergssons recording from May 13. Two Sennheiser ME-62 were used in an
AB-setup with 40 cm spacing.j the recorder was Nagra Ares BB+.
Sjórinn | 18.5.2013 | 23:33 (breytt 19.5.2013 kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar