Færsluflokkur: Sjórinn

Ritan og vorverkin - The Sea Swallow and the spring activities

KRiturnar í Illa bás. Ljósmynd: ToggiKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.

INENGLISH

The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Austan við ósinn

Brimið við Jökulsárlón á BreiðamerkursandiÉg hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
 Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.

EAST OLF THE RIVER MOUTH

I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn't dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eplaskipið - aðventusaga

Sigtryggur Helgason, sagnameistari og jólabarn

Um þetta leyti árs leitar hugurinn til liðinna stunda. Að morgni aðfangadags söfnuðust ættingjar saman á heimili móður minnar og fengu hjá henni triffli. Þá voru sagðar sögur. Sigtryggur Helgason, sem var næstelstur okkar bræðra, sagði þá gjarnan söguna af því þegar Helgi Helgason VE 343 fór með á 7. tug farþega til Vestmannaeyja á Þorláksmessukvöld. Veðrið var afleitt og tók siglingin 22 tíma.

Sigtryggur birti þessa sögu í jólablaði Fylkis fyrir nokkrum árum. Gunnþóra Gunnarsdóttir las frásögnina í útvarpsþætti árið 2000.

Ég óska hlustendum Hljóðbloggsins gleðilegrar hátíðar og þakka viðtökurnar á undanförnum árum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gamalt æskuhljóð June Munktell

 

Í þeim bátum og skipum, sem Helgi Benediktsson, faðir minn, lét smíða í Vestmannaeyjum og Svíþjóð, voru June Munktell vélar. Ég man enn eftir hljóðinu í vélinni í Skaftfellingi (June Munktell held ég að hafi verið sett í Skafta árið 1948), Gull-Þóri, Hildingi, Frosta og Fjalari, að ógleymdum Hringver. Þetta fann ég á netinu og hoppaði þá heldur í mér hjartað.

http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU

Njótið myndskeiðsins og setjið á ykkur góð heyrnartól.

Ef einhver veit um gangfæra June Munktell vél væri gaman að fá að hljóðrita ganginn.

 

arnthor.helgason@simnet.is

 

In English

 

My father‘s fishing boats were equipped with June Munktell machines. My heart jumped when I found this on Youtube

http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU

If anyone knows about recordings of old June Munktell machines, please inform.

arnthor.helgason@simnet.is

 


Fuglar í Ætisleit - neðansjávarhljóðrit

 

Magnús Bergsson hefur fengist við neðansjávarhljóðritanir að undanförnu og uppgötvað ýmislegt bæði skemmtilegt og merkilegt.

Leggið eyrun við þessu hljóðriti. Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.

http://fieldrecording.net/2011/05/10/fuglar-i-aetisleit/

 


Fjölbreytni brimsins

Fjölmargir hafa spreytt sig á að ljósmynda síbreytilegt brimið. Það er engu fábreytilegra viðfangsefni að hljóðrita hinar margvíslegu hljóðmyndir þess.

Umhverfis golfvöllinn á Seltjarnarnesi liggur stígur. Í dag milli kl. 16 og 17 fóru fáir um hann. Brimgnýrinn var talsverður. Lágsjávað var og því hljóðin ögn fjarlægari en á flóði, en áhrifin engu síðri og það var líkast því sem við værum víðsfjærri vélaskarkala höfuðborgarinnar, umvafin dulúð rökkursinns sem smám saman varð myrkur. En lengi sást bjarma fyrir roða í vestri.

Skammt sunnan við gamla varðskýlið er dálítið útskot. Þar námum við Elín staðar. Í fyrstu tilraun skar ég ekkert af lágtíðninni en óttaðist að vindurinn truflaði hljóðritið og því skar ég af 100 riðum í seinni hljóðritunum.

Fyrstu tvö hljóðritin eru gerð þannig að ég horfði nær til suðurs og var með Sennheiser ME62 í u.þ.b. 90° uppsetningu. Hljóðrit 2 er gert á sama stað en skorið neðan af 100 riðunum.

Hljóðrit 3 er gert nokkrum metrum norðar og horfði ég þá til vesturs. Ótrúlegt er hvað hljóðið er gjörólíkt.

Að lokum var staðnæmst við Daltjörnina. Þá var sjávarniðurinn orðinn lágur, en þó greindust nokkrar bárur sem skáru sig úr gnýnum.

Þessi hljóðrit njóta sín best í góðum hátölurum eða heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldugjálfur á Grenivík

Pétur Halldórsson, hinn vinsæli útvarpsmaður, sendi mér hljóðrit af öldugjálfri á Grenivík sem hljóðritað var 8. október. Þar heyrist hvernig bárurnar róta til möl og sandi. Pétur lýsir aðstæðum svo:

„Já, þetta voru frábærar aðstæður, steypt bryggja út í sjó, öldurnar brotnuðu beggja vegna og nokkru fjær var sandfjara þar sem öldurnar brotnuðu mjúklegar. Fuglarnir voru svona þrjátíu metra frá landi. Þarna var mjög hægur vindur svo að lítið sem ekkert vindhljóð kom með á upptökuna. Heldur engin truflandi bílaumferð.. Ég stillti hljóðnemann á víðustu stillinguna.“

Þess skal getið að Pétur hefur notað Shure VP88 um 5 ára skeið með undraverðum árangri eins og þetta snilldarhljóðrit ber vitni um.

Það er mér bæði sérstakur heiður og ánægja að kynna Pétur sem fyrsta gestahljóðritara Hljóðbloggsins.

Pétur bætti við tveimur hljóðritum. Í öðru hljóðritinu heyriist hvernig sjórinn leikur sér við grjótgarðinn á Grenivík. Í því þriðja brotna öldurnar með hefðbundnum hætti, ördauft vélarhljóð heyrist í vinstri rás og greina má hljóð í mávum og hávellu.

Þessi hljóðrit fá best notið sýn í góðum heyrnartólum eða hátölurum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðheimur æskunnar - Kaplagjóta

Kaplagjóta á Heimaey (ljósmynd)

Föstudaginn 13. ágúst 2010 fórum við Elín ásamt Hring Árnasyni til Vestmannaeyja. Notaði ég þá tækifærið og hljóðritaði. Elín var sem fyrr hirðljósmyndari Hljóðbloggsins.

Hljóðritin eru tvö sem fylgja þessari færslu. Hið fyrra er tekið skammt utan við göngustíginn meðfram Kaplagjótu. Vakin er sérstök athygli á djúpum tónum sem heyrast þegar öldurnar skella á klettunum.

Seinna hljóðritið er tekið litlu sunnar. Þar ber meira á hljóðinu sem myndast þegar vatn seytlar niður bergið, en úrhellingsrigning hafði verið fyrr um daginn.

Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 hljóðnemar sem stillt var upp í 90° horn. Enginn afskurður er á hljóðritinu sem var gert í 24 bita upplausn. Fólki er eindregið ráðlagt að hlusta annaðhvort í góðum hátölurum eða heyrnartólum. Þannig njóta litbrigði hljóðsins sín best.

Á Heimaslóð segir svo um Kaplagjótu:

Kaplagjóta er löng gjóta sunnan við

Dalfjall sem gengur til austurs, samhliða Herjólfsdal. Gjótan dregur nafn

sitt af því að hestum var varpað þar niður til þess að farga þeim, þar sem ekki mátti eta hrossakjöt lengi á Íslandi. Dæmt um það á

Vilborgarstaðaþingi árið 1528 að ekki skyldu vera fleiri en 16 hross í

Heimaey, og viðtekin var sú venja að konungsumboðsmaður mætti láta drepa, slá eign sinni á, eða ráðstafa með öðrum hætti þeim hrossum sem fundust fram yfir regluna, en eigendur höfðu þó 14 daga til þess að koma aukateknum hrossum sínum annars staðar fyrir. Óskilafærleikum var þá gjarnan hrint ofan í sjóinn, þeim sem fundust fram yfir regluna, eða voru orðnir of gamlir til þess að koma að gagni.

Annar staður á Heimaey var notaður til sama brúks að talið er, en það voru

Kaplapyttir í Stórhöfða.

Tíkartóa-draugurinn

Í suðaustanverðu Dalfjalli, ofan við Kaplagjótu, eru grösugar hillur, sem nefndar hafa verið

Tíkartær . Um langt skeið hafðist þar við afturganga sem menn urðu oft varir við. Tildrög að afturgöngu þessari voru þau, að

einhverju sinni hafði burðalítill piltur verið sendur út á Fjall til lundaveiða. Fór hann nauðugur í þessa ferð en hart hafði verið að honum gengið. Hrapaði hann í Tíkartónum og gekk síðan aftur. Sást hann oft vera aðsteypa sér kollhnís fram af Tíkartónum ofan í Kaplagjótu en aldrei gerði hann neinum manni mein, að því er kunnugt sé.

Nánar má forvitnast um örnefni í Vestmannaeyjum á síðunni

http://www.heimaslod.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Breytilegur hljóðheimur og dálítil hljóðmengun

Fjaran sunnan við höfnina er friðsæl. Ljósmynd: Elín Árnadótir

Fimmtudagsmorguninn 22. júlí röltum við Elín um Grímsey. Á meðan við biðum eftir að fara í siglingu með Sæmundi Ólafssyni á bátnum Steina í Höfða settumst við á fjörukambinn skammt sunnan við höfnina. Þar er eins og menn fjarlægist erilinn sem fylgir manninum á meðan notið er öldugjálfursins..

Nokkrum hundruðum metrum norðar er rafstöð Hríseyinga. Hljóðið frá henni berst víða og stundum berst ómur þess þangað sem síst skyldi. Heimamenn segjast orðnir svo vanir að þeir heyra ekki hljóðið lengur, einkum þeir sem næst stöðinni búa. Grímsey er unaðsleg náttúruperla og Rarik ætti að sjá sóma sinn í að einangra stöðina betur svo að náttúruhljóðin fái betur notið sín á kyrrum kvöldum og morgnum.

Fyrra hljóðritiðvar gert einungis 2 m frá stöðarhúsinu. Hið seinna er talsvert magnað upp. Í raun var öldugjálfrið fremur lágvært. Með því að auka styrkinn heyra menn blæbrigði þess betur og um leið ördaufan dyninn frá rafstöðinni. Hann má einnig greina í hljóðritinu frá Köldugjá, en hann barst þangað með sunnanvindinum.

Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 hljóðnemar með hefðbundinni uppsetningu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Á sunnanverðri Grímsey

Horft að vitanum úr norðaustri (ljósmynd)

Eftir hádegi 22. júlí blés hann upp með suðvestan kalda í Grímsey. Syðst á eyjunni stendur viti. Í nánasta umhverfi hans er fjölbreytt hljóðumhverfi sem seint verður fangað. Brimið brotnaði þar á klöppunum. Skilyrði til hljóðritunar voru ekki góð vegna vindsins. Ég brá því á það ráð að setja upp blimp-vindhlíf, troða í hana Shure VP88 hljóðnema, stilla á mið-víðóm og klæða síðan allt saman í loðkápu.

Ég hlustaði grannt eftir því sem hljóðritað var, bæði með heyrnartólum og með berum eyrum. Einkenilegt var hvað hljóðdreifingin var lítil. Ef til vill hefur vindurinn valdið þar nokkru um.

Um kvöldið gerði stililogn og fórum við Elín þá í göngu um nágrenni vitans ásamt dönskum hjónum. Þá brá svo við að álkan hafði talsvert til málanna að leggja og irtust fáir hafa áhuga á að muldra í kapp við hana. Hljóðnemarnir voru fjarri og þess vegna á ég erindi út í Grímsey til þess að hljóðrita álkuskvaldrið.

Morguninn eftir héldum við Elín enn á þessar slóðir. Fátt var um fugl í klettunum en þeir héldu sig þó nærri landi. Þá náði ég einstæðri hljóðritun af spjalli nokkurra langvía og greina þær sig vel hver frá annarri. Jafnvel heyrast ein eða tvær athugasemdir frá spakvitrum lundum. Hlustendum er eindregið ráðið að hlusta á hljóðritið í góðum heyrnartólum eða hátölurum svo að minnstu blæbrigði njóti sín.

Ljósmyndin var tekin vð þetta tækifæri og enn sem fyr var það Elín Árnadóttir, sérlegur hirðljósmyndari Hljóðbloggsins sem tók myndina.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband