Færsluflokkur: Vatnið
Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.
Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.
Vatnið | 7.6.2012 | 21:59 (breytt 16.7.2012 kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á annan í hvítasunnu, skömmu fyrir hádegi, héldum við Elín hjólandi út í elliðaárhólma. Þar námum við staðar, þar sem okkur þótti vænlegt að hljóðrita fugla. Við komum Nagra-tækinu fyrir ásamt Røde NT-2A og NT-55 í Ms-uppsetningu og héldum síðan á brott.
Að eyrum okkar barst ys og þys borgarinnar, en fuglarnir létu minna heyra í sér. Þarna voru þó skógarþrestir ásamt maríuerlu og músarrindli, sem fóru aldrei svo nærri að þeir yfirgnæfðu hljóðið frá ánni. Einnig heyrðist í mávi.
Þótt hljóðmyndin sé fremur kyrr, er hún samt seiðandi og færir hlustandanum ró. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
On Monday May 28, I and my wife, Elín, took our tandem and rode it to the deltas at elliðaárhólmi in the eastern part of Reykjavik, where there is a nice park with lanes and a tiny forrest. We found a clearing space where we put the Nafra Ares BB+ together with Røde NT-2A and an NT-55 in an MS-Setup and left it there for 30 minutes.
The sound from the city is heard as well as the water flowing some 40-50 metres away. Redwings, Waggtails and Wrens are also heard, but their sounds are quite low. Even though this recording is rather still and little happens, it is relaxing for ones mind. Headphones are recommended.
Vatnið | 2.6.2012 | 00:12 (breytt 16.7.2012 kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
IN ENGLISH
Kvæðamannafélagið Iðunn is a society where people makes ditties and verses in an Icelandic traditional style. This recording is from a part in the meeting of March 9, "The little Rhymasters meeting", where 3 members, Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson and Ragnar Ingi Aðalsteinsson, the newly elected chairman, read their new poems about water, ice and steam. Ingi Heiðmar performed his ditties in a traditional way.
The recorder was a Nagra Ares BB+ and 2 Røde NT-2A microphones in a MS-setup.
Vatnið | 10.3.2012 | 22:54 (breytt 20.7.2012 kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sundlaugar landsins eru einstakir skemmtistaðir. Þar una sér þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir saman.
Laugardaginn 13. ágúst vorum við Elín á ferð um Suðurland ásamt Árna, Elfu og piltunum þremur, Hring, Birgi Þór og Kolbeini Tuma. Að sjálfsögðu var komið við á Selfossi og notið skemmtunar í Sundhöll Selfoss. Hún er í raun skemmtigarður með góðri aðstöðu handa börnum og fullorðnum, vatnsrennibrautum, heitum pottum og öðrum leiktækjum.
Reynt var að fanga andrúmsloftið. Hljóðritað var í námunda við barnasvæðið og þaðan haldið í innisundlaugina. Þar var ekki eins mikið um að vera og hreyfingu þeirra fáu, sem syntu, nnámu hljóðnemarnir ekki sem skyldi. Sennilega hefði ég þurft að færa þá neðar og alveg að sundlaugarbarminum.
Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
The swimming pools in Iceland are very popular. There 3 generations or even 4 can find something for every age: warm pots, waterglides of different sizes and both indoor and outdoor pools.
The Swimming pool at Selfoss, Southern Iceland, is a very popular one and actually an amusement park with an outdoor and indoor pool, childrens pool, 3 waterglides of different sizes and much more. There I and Elin went with our grand children and their parents who had a big fun there while I tried to catch the atmosphere with assistance from elin, who also was the photographer.
The recording was made near the childrens pool and later indoors using Røde NT-2A and NT55 mics in an MS-setup..
Vatnið | 16.8.2011 | 22:03 (breytt 28.7.2012 kl. 20:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sögn Elínar Árnadóttur, eiginkonu minnar og hjálparhellu í hvívetna, er einn fegursti staður landsins við Fossá í innanverðum Berufirði og nemum við þar gjarnan staðar á ferðum okkar.
Þegar við fórum þar um 8. júlí síðastliðinn tók Elín eftir því að vegur lá upp með ánni að bænum Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Frá bílastæðinu á brekkubrúninni er fögur útsýn yfir Berufjörð og skammt að fossunum.
Fossá rennur úr Líkárvatni og nefnist í fyrstu Líká. Áin fellur í 25 fossum til sjávar í Berufirði innarlega.
Við stóðumst ekki mátið og litum dýrð Fossárfoss. Hljómþungi fossins var mikill og reyndi ég að fanga hann með Røde NT-1A og NT55 í MS-uppsetningu. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðninni og er hljóðritið birt hér í 44,1 kílóriðum og 16 bita upplausn. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Á meðan ég setti upp búnaðinn bar að hóp þýskra og franskra ferðamanna í hópferðabifreið. Þegar þeir höfðu notið dýrðar fossins og tekið nægju sína af myndum af mér og fossinum biðu þeir í bílnum á meðan ég lauk mér af. Eru þeim færðar einlægar þakkir.
In English
My wife, Elín Árnadóttir, who is my helping hand in so many ways, has always stated that the river, Fossá in Berufjörður, East Iceland, is one of the most beautiful spots in our country. When we stopped there on July 8, 2011, she saw that a gravel road went along the river.
Up on the hill is a magnificient view and nearby is the waterfalls with the heavy and turbulent sound which no one can resist.
While I was setting up my equipment a bus came along with some French and German tourists. After taking some photoes of me and the waterfalls, they waited patiently in their bus until I had finished the recording.
The recording is published here in 44,1 kHz and 16 bits.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT55 in an MS-setup.
For more details please have a look at the links above.
Vatnið | 2.8.2011 | 00:41 (breytt 28.7.2012 kl. 21:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séra Skírnir Garðarsson flutti athyglisverða prédíkun í Lágafellskirkju í gær, 15. maí. Þar gerði hann að umræðu umgengnina við landið, þar sem maðurinn skilur einatt eftir sig auðn á einum stað um leið og náttúrugæðum er veitt annað.
Prédíkunin er birt hér óstytt með leyfi séra Skírnis.
Vatnið | 16.5.2011 | 00:01 (breytt 24.5.2011 kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaðir voru tveir Sennheiser Me62 hljóðnemar með 90° horni.
Við gleymdum að hafa myndavél með okkur og er meðfylgjandi mynd fengin af netinu.
Vatnið | 24.9.2010 | 22:45 (breytt kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var um 20 stiga hiti í Reykjavík og héldum við hjónin hjólandi austur í Elliðaárhólmana. Komum við okkur fyrir á grasflöt skammt frá rafveituheimilið í námunda við bogabrúna.
Skammt þar frá rennur lækur yfir klappir út í árkvíslina. Það heyrist greinilega að lækurinn glímir við klappir. Ég freistaðist til að hljóðrita hjal hans. Beindi ég hljóðnemunum örlítið niður á við til þess að ná undirtónum lækjarins og hljóðritaði í 24 bita upplausn án nokkurs afskurðar.
Litlu ofar, nær stíflunni, eru flúðir og foss í nánd. Sama aðferð var notuð til þess að fanga undirtóna vatnsins.
Hlustendum er ráðlagt að njóta þessa hljóðrits í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausn og 44,1 kílóriðum. Nokkurn tíma getur tekið að opna skrárnar og er fólk beðið að sýna þolinmæði.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 og Nagra Ares BB+.
Vatnið | 31.7.2010 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Flúðum er eitt slíkt þorp og þar var hljóðritað laugardaginn 3. júlí 2010. Þegar hljóðstyrkurinn er magnaður kemur ýmislegt í ljós og hljóðumhverfið er hið fjölbreytilegasta.
Fyrra hljóðritið er frá því um kvöldmatarleytið. Þá var mikill ys og þys í hverfinu. Hljóðritað var af svölum eins bústaðarins.
Síðar um kvöldið eða um kl. 22 var skollin á rigning, en það hafði gengið á með skúrum um daginn. Þá var enn farið út. Ekki vænti ég mikils af þessari hljóðritun. Enn var hljóðstyrkurinn aukinn að mun og þá kom vitanlega í ljós að umferðarhávaði barst frá þjóðveginum. Einnig virtist mér þyrla sveima um nágrennið. Glöggir hlustendur geta heyrt hin margvíslegustu hljóð, en að ássettu ráði er hljóðritið ekki sett inn á vefinn með fullum hljóðstyrk.
Heyra má vatn seytla í pott með heitu vatni, en sírennsli er í pottinn. Á Flúðum er gnægð heits vatns og dettur engum í hug að spara það.
Hljóðritasnillingurinn Magnús Bergsson hefur einnig verið á Flúðum. Bárum við saman bækur okkar og komumst m.a. að því að stöðugt erfiðara er að komast út í íslenska náttúru þar sem ekki er mengun af völdum vélahljóða og annarra hljóða sem fylgir nútímalífi. Það er því eðlilegt að þessi hljóð fljóti með.
Vatnið | 4.7.2010 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 9 ágúst 1986 átti ég mjög athyglisvert viðtal við tvær ungar stúlkur austur í Bejing. Vinurminn og félagi, Emil Bóasson, lagði einnig til spurningar enda vorum við saman við að afla okkur efnis í 8 þætti fyrir Ríkisútvarpið. Eftir að viðtalinu lauk urðu nokkuð ákafar umræður á milli okkar Emils og stúlknanna og hlaust af nokkur hávaði. Við bjuggum þá á gistiheimili Vináttusamtakanna í Beijing sem er í gömlu og rótgrónu hverfi sem nefnist Jiaodakou eða Vegamót. Kom húsvörður til þess að vita hvað gengi á. Honum var sagt að einungis stæðu yfir rökræður og hvarf hann á braut. Stúlkurnar hurfu líka á brott skömmu síðar.
Þegar þær voru nýfarnar skall fyrirvaralítið á ógurlegt úrhelli með þrumum og eldingum. Við Emil ræddum að þetta væri eins og í byltingaróperu, en þegar leikar stæðu þar hæst skylli einatt á þrumuveður, samanber 1. þátt Rauðu kvennaherdeildarinnar. Ég stóðst ekki mátið þrátt fyrir áhyggjur af stúlkunum, opnaði dyrnar og hljóðritaði ósköpin. Einungis þéttriðið flugnanet var á milli mín og rigningarinnar.
Hinn 29. júlí árið 2009 vorum við Elín á Ísafirði. Um 5-leytið síðdegis fór hún að kaupa í matinn en ég beið í bílnum. Þungbúið hafði verið um daginn en þegar Elín fór í innkaupaleiðangurinn gerði hellidembu. Ég stóðst ekki mátið og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.
Heilmikill munur er á þessum rigningum. Fyrra hljóðritið er gert með Sony TCD5. Notuð var Sony metal-snælda. Hljóðneminn var Sennheiser MD21U.
Tuttug og fjórum árum síðar notaði ég Nagra Ares BB+ og tvo Sennheiser ME62 hljóðnema. Rigningin á Ísafirði var ekki eins þétt og í Beijing og hvorki fylgdu þrumur né eldingar.
Vatnið | 12.6.2010 | 20:14 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar