Færsluflokkur: Dægurmál
Nú er um ár liðið frá því að leiðsagnarkerfi var tekið í notkun í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega eftir að byrjað var að setja það í vagnana bárust kvartanir frá fólki, sem þurfti ekki á kerfinu að halda. Var því haldið fram að kerfið væri of hátt stillt. Starfsmenn á vegum Strætós brugðust vel við og lækkuðu í kerfinu svo að ekki heyrðust orðaskil.
Þá risu upp nokkrir sem áttu hagsmuna að gæta og kvörtuðu og kröfðust þess að hækkað yrði í kerfinu. Enn brugðust starfsmenn Strætós við og hækkuðu dálítið svo að öðru hverju heyrðust orðaskil.
Kvörtunum notenda fjölgaði og svo fór að starfsmenn Strætós báðu um frest fram í júníbyrjun til þess að samræma hljóðstyrk í kerfi vagnanna.
Nú eru bæði maí og júní liðnir og framfarir hafa orðið dálitlar. Þó er enn víða ófremdarástand. Svo virðist sem eigendur Hagvagna, sem eru verktakar hjá Strætó, hafi lítinn skilning á notagildi leiðsagnarkerfisins. Starfsmaður Strætós heldur því fram að farið sé eftir ákveðnum stöðlum en hefur aldrei sagt mér hverjir þeir eru. Enn hef ég allgóða heyrn og heyri þó sjaldnast orðaskil þótt fátt fólk sé í vögnunum.
Ég ferðast iðulega með vögnum nr. 11, 13 og 15. Stundum slæðist ég einnug upp í 12, 14 og 17. Oftast nær er kerfið of lágt stillt.
Hér fylgir hljóðsýni úr vagni nr. 13. Getahlustendur greint nöfn þeirra tveggja biðstöðva, sem eru á hljóðritinu?
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausnum og 44,1 kílóriðum.
Dægurmál | 7.9.2011 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun kom hópur barna upp í vagninn við Öldugranda og var synd að missa af innrás þeirra.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og kynningin með Røde NT-1A.
Dægurmál | 18.5.2011 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 28.2.2011 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í miðri hljóðritun heilsaði mér Eiríkur Einarsson, þýðandi, en hann býr einnig á Seltjarnarnesi. við höfðum ekki hist áður og tókum tal saman um hagi okkar. Ekki hafði ég slökkt á hljóðrituninni og kom því samtalið allt inn á tækið. Með leyfi Eiríks er það nú birt hér á blogginu.
Dægurmál | 25.1.2011 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ormurinn blái hefur fengið að þenja sig í uppsveitum Árnessýslu. Laugardaginn 3. júlí tókum við Árni Birgisson allharðan 20 km sprett og var Árni stýrimaður. Mánudaginn 5. júlí var svo haldið í Skaftholt og var Elín þá stýrimaður. Þann dag hjóluðum við nær 60 km.
Í dag, þriðjudaginn 6. júlí, héldum við að Hruna. Fórum við lengri leiðina, hjóluðum norður á bóginn og beygðum síðan afleggjarann sem liggur heim að Hruna og fleiri bæjum. Er það fögur leið og skemmtileg, en vegurinn misjafnlega ósléttur. Austan kaldi var á og 15-16 stiga hiti.
Þegar við komum að Hruna fangaði athygli okkar útsprungin rós sem er skammt frá sáluhliðinu. Þar voru flugur á iði og öfluðu sér fanga. Hafði Elín orð á að ég ætti að hljóðrita þær en ég nennti því ekki, langaði frekar í nesti og það bitum við undir suðurvegg kirkjunnar. Þegar ég hafði orð á að nú væri mál að hljóðrita flugurnar hélt Elín því fram að þær væru sjálfsagt farnar í kaffi og reyndist hún hafa rétt fyrir sér, sú góða kona. Maður skyldi aldrei láta tækifæri ganga sér úr greipum og það veit Elín manna best. Ég stillti mér samt upp við rósina og hljóðritaði umhverfið. Vindurinn hvein í gróðrinum. Austanáttin hafði heldur farið vaxandi á meðan við námum staðar að Hruna og var magnþrungið að hlusta á samleik hennar og gróðursins. Gerði ég enga tilraun til að hreinsa hljóðritið heldur lét það flakka á vefinn eins og guð ákvað að hafa það.
Myndina tók Elín Árnadóttir, eiginkona mín og stýrimaður á Orminum bláa, en hún er sérstakur hirðljósmyndari Hljóðbloggsins.
Dægurmál | 6.7.2010 | 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Þór Árnason er mið-barnabarn okkar Elínanr, fæddur 15. febrúar 2005. Bræður hans eru Hringur og Kolbeinn Tumi.
Þegar Birgir Þór byrjaði að tala varð fljótlega ljóst að hann væri kverkmæltur. Með aðstoð foreldra sinna og ömmu tókst honum að vinna bug á kverkmælginni og naut ekki síst til þess aðstoðar Ásthildar Snorradóttur, talmeinafræðings. Í vetur fór svo að kverkmælta r-ið hvarf.
Á hljóðsíðum þessum hefur verið birt hljóðrit frá 2008 þar sem heyrist að pilturinn sagði vel frá, söng og r-ið kom greinilega fram. Í dag, 29. júní 2010, tók ég hann tali og fékk hann til að kveða vísu sem hann kann um sjálfan sig.
Ljósmyndina tók Elín amma á 5 ára afmælisdegi hans.
Dægurmál | 29.6.2010 | 19:21 (breytt kl. 19:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við hjónakornin lögðum land undir hjól og riðum orminum til Nauthólsvíkur. Þar var hann tjóðraður og við gengum að veitingasölunni. Settumst við þar á bekk og ég hljóðreit mannlífið. Börn skríktu, fólk spjallaði, buslaði, þrammaði um og golan strauk blíðlega hljóðnemunum og mér um norðvestur-vangann.
Myndina tók sérlegur ljósmyndari hljóðbloggsins, sem verið hefur eiginkona mín í 21 ár og 1 dag.
Dægurmál | 11.6.2010 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að því búnu var ákveðið að ganga kringum golfvöllinn. Hófst ég handa við að hljóðrita margæsaflokk sem kom flögrandi. Ég stóð við jaðar golfvallarins og hleypti það kapp í kinn Breta nokkurs sem skaut að mér golfkúlu. Lenti hún skammt frá mér en engin hola var í þá stefnu.
Við gengum áfram meðfram vellinum og námum næst staðar til þess að hljóðrita meira af kríugargi. Í hljóðritinu má greinilega heyra að krían lætur ekki golfspilarana trufla sig.
Næst var hljóðnamunum beint að fjörunni og kríuskvaldrið hljóðritað. Talsvert virðist af kríu úti í Suðurnesi og jafnvel meira en í fyrra. Þó er þetta vart svipur hjá sjón miðað við það sem gerðist fyrir aldamót.
Að lokum ókum við niður að Reykjavíkurtjörn. Ys og þys borgarinnar blandaðist við álfta- og kríugarg á tjörninni.
Stafalogn var á svo að ég freistaðist til að hljóðrita án þess að skera nokkuð af 100 riðunum. Þó varð ég að láta tilleiðast við tjörnina því að undirtónn umferðarinnar reyndist of djúpur.
Hljóðritin eru hér í 16 bita upplausn og 44,1 khz.
- Fuglaskvaldur og bifreiðahjál við Bakkatjörn (hljóðrit)
- Margæsaskvaldur og ofbeldisfullur Breti (hljóðrit)
- Hljóðmynd af sambúð kríu og manna (hljóðrit)
- Kríuflokkur í fjörunni (hljóðrit)
- Umferðargnýrinn berst austan frá Fríkirkjuvegi og af Hringbrautinni. Hann er ótrúlega áleitinn en fuglaskvaldrið er samt yndislegt. (Hljóðrit
Dægurmál | 22.5.2010 | 11:15 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var svo gott að ég gat notað Shure VP88 hljóðnema án þess að verja hann með vindhlíf. Hljóðritað var með Nagra Ares-M á 44,1 kílóriðum.
Dægurmál | 21.5.2010 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkrum árum stofnaði hún kaffihús á vefnum
www.cafesigrun.com
Þar eru í boði ókeypis uppskriftir af ýmsu tagi. Flestar eru þær í hollara lagi og því full ástæða til að fara á þetta kaffihús. Ókeypis veitingar að öðru leyti en því að menn þurfa að útvega hráefnið sjálfir og búa þær til.
Ég útvarpaði viðtali við Sigrúnu í þættinum Vítt og breitt þann 6. september árið 2007 og læt það hér óstytt ásamt kynningu minni í upphafi.
Viðtalið var hljóðritað á HP-fartölvu með Digigram hljóðkorti og Shure VP88 hljóðnema.
Verði ykkur að góðu.
Dægurmál | 11.5.2010 | 19:37 (breytt kl. 20:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar