Færsluflokkur: Vindurinn - The wind
Skjótt skipast veður í lofti.
Í morgun reið yfir mikið hvassviðri með regnhryðjum og um tíma var vindstyrkur um og yfir 20 m/sek.
Tækifærið var nýtt og rokið hljóðritað.
Notaður var Zoom H-6 hljóðriti með X/Y-hljóðnema, sem var varinn með svampi og loðhlíf.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
The weather changes rapidly in Iceland. This morrning it was quit windy with showers, about 20 m/sec. The opportunity was used to record the wind and the rain.
Recorder: Zoom H-6 with an X/Y microphone covered with a foamshield and a hairy windprotection.
Good headphones recommended.
Vindurinn - The wind | 8.2.2017 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur hent óþarflega oft að undirritaður er grasekkill einn heima hjá sér þegar óveður skellur á. Þannig var þetta í kvöld.
Hljóðnemar voru settir út á svalir sem vita mót suðvestri til þess að fanga gauragang vindsins. Verður það hljóðrit birt síðar.
Á göngum fjölbýlishússins var talsverður hávaði og undirtók í verstu vindhviðunum.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Rode NT4.
Seinna hljóðritið er af svölum hússins. Þar var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og tveimur Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.
Mælt er með góðum heyrnartólum og ekki of miklum styrk.
IN ENGLISH
We had a strong storm from northeast last night. The wind was from 18-30 m/sec or even more.
The first recording was made indoors at around 22:30. An Olympus recorder was used together with Rode NT4 microphone.
Recording no. 2 is made outdoors facine southwest, recorded on a Nagra Ares BB+ with 2 Sennheiser ME-62 in an AB-setup.
Good headphones are recommended.
Vindurinn - The wind | 7.12.2015 | 23:33 (breytt 8.12.2015 kl. 11:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem af er sumri hefur verið fremur sólríkt, vindasamt og svalt. Í morgun áttaði ég mig á skemmtilegum hljóðum sem norðanvindurinn myndaði á svölunum á Tjarnarbóli 14 sem vísa í suðvestur. Vegna nýrrar byggingar sem er vestan við Tjarnarból 14 þýtur öðruvísi í vindinum en áður.
Notast var við einfaldan búnað, Olympus LS-11 og skorið af 100 riðum. Hljóðritið er í fullum gæðum, 24 bitum og er því niðurhalið fremur hægt.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English.
This summer has up to now been sunny, cold and windy. I noticed that the wind produced some special sounds on my balkony facing southwest. The northern wind now has to go through between our hous and the new one close to the west.
A simple geer was used, Olympus-11.
The recording is in 24 bits and the download can therefore be a little slow.
Good headphones are recommended.
Vindurinn - The wind | 2.6.2015 | 10:30 (breytt kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt óveðrið geisaði á sunnanverðu landinu að morgni 14. Mars 2015. Á Keflavíkurflugvelli var vindhraðinn um 30 m/sek kl. 10:00 og má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður hér á Seltjarnarnesi.
Tækifærið var notað og ósköpin hljóðrituð í stofunni á heimili okkar sem veit mót suðvestri. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti ásamt tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu.
Hljóðritun hófst kl. 09:45.
Upprunalega hljóðritið er 24 bita og 48 kílórið. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðni hljóðritsins, en hin djúpu hljóð, sem steinsteypt hús gefa jafnan frá sér í ofviðri, heyrðust vel og því óeðlilegt að breyta þeim. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
Yet another tempest raged in Southwest Iceland in the morning of March 14 ths year. The wind speed was about 30 m/sek.
A recording was made in our living room facing south-west.
A Nagra Ares BB+ was used together with 2 Røde NT1-A microphones in an AB-setup. The original recording is in 48 kHz and 24 bits.
The lower frequencies have not been cut off. Therefore the deep rumbling sounds of the hous are easily heard. We heard them ourselves and therefor I thought it unnecessary to edit the sound.
The recording starts at 09:45.
Good headphones are recommended.
Vindurinn - The wind | 14.3.2015 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að kvöldi 6. desember 2014 kom ég fyrir tveimur Sennheiser ME-62 hljóðnemum utan við svalirnar á 3. hæð að Tjarnarbóli 14. Voru þeir í AB-uppsetningu með 30 cm bili og þaktir loðfeldi frá rycote.
Um kl. 4:25 var vindur um 6-10 m/sek að norðaustan. Ætlunin hafði verið að fanga þungan nið hafsins í fjarska en í staðinn yfirgnæfði vifta í nýbyggingu náttúruhljóðin. Ef grannt er eftir hlustað heyrist vindurinn þyrla upp snjókornum, álftir fljúga hjá lengst í vestri og alls kyns skrölt í nýbyggingunni.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum og athyglin þarf að vera óskert.
IN ENGLISH
In the evening on December 6 2014 I placed 2 Sennheiser ME-62 mics outside the balcon on our flat in Seltjarnarnes, Iceland, in an AB-setup with 30 mm spacing. They were covered with a fur from Rycote.
At 4:25 in the morning the wind had started blowing from the north-east. Instead of the deep sound of the ocean som 1 km away the sound of a fan in a nearby house under construction was overwhelming.
If the listener uses all his/her attention the wind can be heard whirling some snowflakes around and swans flying to the south in the far west. All kinds of sounds from the building is also here and there.
Good headphones are strongly recommended.
Vindurinn - The wind | 7.12.2014 | 17:07 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kvöldi sunnudagsins 1. desember gekk ofviðri yfir vestanvert landið. Á Keflavík varð veðurhæðin allt að 30 m. Má því búast við að veðurhæðin hafi verið svipuð á Seltjarnarnesi, en veðurfari þar svipar mjög til Keflavíkur.
Ég kom fyrir tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu með um 30 cm millibili á borðstofuborðinu u.þ.b. 2 m frá gluggunum. Athyglisvert er að heyra hina djúpu undirtóna hússins sem undirleik vindsins og ýmissa smáhluta sem reyna að rífa sig lausa. Þessar 11 mínútur gefa ágæta mynd af því hvernig er að vera einn heima í slíku veðri.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
In the evening of December 1, 2014, we had a tempest from southwest in Southern Iceland. At Keflavik Airport the strongest blasts were at least 30 m/sec (108 km per hour). The weather is quite similar where I am living at Seltjarnarnes.
I placed 2 Røde NT1-A microphones in an AB-array with 30 cm spacing in the livingroom aproximately 2 m from the windows. It is quite interesting to sense the deep roaring of the house as an accompaniment to the wind, pressing through and some objects outside trying to leave the balcony. This recording describes what it is like staying alone at home as the tempest is raging outside.
Good headphones are strongly recommended.
Vindurinn - The wind | 1.12.2014 | 23:57 (breytt 2.12.2014 kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Norðan við Búrfellsvirkjun eru tvær vindmyllur. Þegar okkur bar að garði 26. þessa mánaðar var vindur um 5-10 m/sek og raforkuframleiðsla einungis um 75 kW. Nokkru norðar er önnur vindmylla, sem ekki var opin, en þar sem enginn var við hana var hún valin til hljóðritunar.
Um það leyti sem hljóðritun hófst jókst vindurinn nokkuð. Það má heyra á hljóðritinu hvernig hljóðið breytist með mismunandi vindstyrk.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
Á síðu landsvirkjunar segir m.a.:
Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.
Lokið var við uppsetningu vindmyllanna í desember 2012 og á næstu misserum safnast upplýsingar um það hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Rannsóknirnar snúast ekki síst um rekstur vindmylla við séríslenskar aðstæður, ísingu, skafrenning, ösku- og sandfok. Ef vel gengur er markmiðið að vindorkuframleiðsla verði í framtíðinni mikilvæg viðbót við framleiðslu raforku með vatnsafli og jarðvarma.
Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu vindmylla til nota á landi. Um 60% vindmylla í Þýskalandi eru frá Enercon og um 7% vindmylla í heiminum.
Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð myllunnar 77 metrar. Frekari upplýsingar eru á
http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/throunarverkefni/vindmyllur
In english
Will the wind finally do some good?
In December, Landsvirkjun erected two wind turbines, in an area known as Hafið, within the construction area of Búrfell Power Station, in the south of Iceland. The turbines have a total of 2 MW of installed power. The project is part of Landsvirkjuns research and development project on the advantageous of wind power in Iceland. There are a number of areas in Iceland that show great potential for the successful utilisation of wind energy.
The wind turbines each have a 900 kW capacity and together their generating capacity could be up to 5.4 GWh per year. The masts is 55 metres heigh and each spade measures 22 metres in length. When the spades are at their highest position the unit is 77 metres of height. Wind turbines developed for further energy production will in all likelihood be larger than the most powerful turbines presently operating in Iceland today, reaching 7.5MW.
When we were there on July 26 the wind was only 5-10 mYsec and the average power only about 75kW for each turbine. We went to the turbine further north as there were no tourists. There we captured the sound. It can be heard during the recording that the sound of the spades changes according to the wind.
Good headphones recommended.
For further information, see http://www.landsvirkjun.com/ResearchDevelopment/Research/WindPower/
Vindurinn - The wind | 27.7.2014 | 21:40 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.
Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.
Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.
Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.
1. Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.
2. 2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.
3.
In English.
In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.
The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.
The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.
Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.
Recorded with an Olympus LS-11.
Vindurinn - The wind | 26.4.2014 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skammt frá skolpdælustöðunni við eiðisgranda í Reykjavík
liggja þrep frá sjóvarnagarðinum niður í fjöru. Við Elín höfðum tekið eftir því
að þar er sælureitur og nokkurt hlé frá skarkala umferðarinnar. En skarkalinn
er þó yfir og allt um kring. Til samanburðar skal bent á hljóðrit
Magnúsar Bergssonar frá 13. Maí. Laugardaginn 18. Maí var allhvass
austanvindur. Þótt garðurinn veitti nokkurt skjól rifu þó einstaka vindhviður í
hljóðnemana, en öldurnar virtust ekki kippa sér upp við vindinn og gældu við
grjótið. Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar með loðfeldi í
AB-uppsetningu. Bilið á milli þeirra var 40 cm. Skera þurfti af 100 riðum vegna
vindsins. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
In English
The spring has been relatively cold and windy in Iceland. On
May 18 I and my wife went to the cycling path along the beech close to
Seltjarnarnes. There a wall has been built to protect the path and the coast.
We went down to the beech and recorded the small waves playing with the stones.
It was windy which can be heard. For comparison, see Magnus
Bergssons recording from May 13. Two Sennheiser ME-62 were used in an
AB-setup with 40 cm spacing.j the recorder was Nagra Ares BB+.
Vindurinn - The wind | 18.5.2013 | 23:33 (breytt 19.5.2013 kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.
Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.
THE DAY AFTER THE STORM
Today, November 2, the storm has calmed a little bit.
I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce
A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.
Vindurinn - The wind | 3.11.2012 | 16:33 (breytt 4.11.2012 kl. 20:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar