Færsluflokkur: Menning og listir

Hvað er að gerast í Kína? Samskipti Kínverja og Íslendinga í áranna rás

Í morgun, 23. október var útvarpað viðtali Óðins Jónssonar við Arnþór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Farið var vítt og breitt um sviðið.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngvöndur frá KÍM

Í kvöld lét ég að formennsku í Kínversk-íslenska menningarfélaginu. Eftir að aðalfundarstörfum lauk var mér færð einstök gjöf. Hópur kvenna undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, sungu lag lífs míns - lag allra laga og söngva - Austrið er rautt. Upphaflega var lagið ástarsöngur en varð síðar lofsöngur um Mao Zedong. Það hefur fylgt mér í 50 ár og var flutt sem forleikur að brúðarmarsinum í brúðkaupi okkar Elínar.

Þetta var indæl stund og erum við hjónin hrærð yfir öllu lofinu sem ausið var yfir okkur.

Guðrún Margrét Þrastardóttir er nýr formaður KÍM.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðiboðskapur aðventunnar - predikun dr. Gunnlaugs A. Jónssonar, prófessors, á 4. sunnudegi í aðventu 18. desember 2016

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, predikaði í Seltjarnarneskirkju um gleðiboðskap aðventunnar. Í þessari predikun fléttaði hann saman ýmsa þræði sem greina inntak og eðli kristinnar trúar. Ræðan var flutt af miklum lærdómi og einlægni sem höfundi er í blóð borin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugeldasýning á menningarnótt - A firework show on Cultural Night

Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin var 22. Ágúst, lauk með stórfenglegri flugeldasýningu á höfninni skammt undan Hörpu. Við hjónin komum okkur fyrir skammt frá fiskiðjuveri Granda og nutum ljósadýrðar og gauragangs í blíðviðrinu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir Røde NT-2A og NT-55 hljóðnemar í MS-uppsetningu.

Athugið að hljóðskjalið er birt í fullum gæðum og gæti því tekið nokkrar sekúndur að hala það niður.

 

In English

The conclusion of the Cultural Night in Reykjavik on August 22 was the firework show held on the harbour close to Harpa Concert and Conference hall. I and my wife were som 1-2 km away in the western part of the harbour close to the fish processing factory of Grandi.

A Nagra Ares BB+ was used with Røde mics NT-2A and NT-55 in an MS-setup.

The soundfile is in full size and might take some seconds to download.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afbrigðilegt góðgæti

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 3. október síðastliðinn kvað Þórarinn Már Baldursson vísur um matseldina hjá Guðrúnu konu sinni, sem fer mjög að matarsmekk hans samanber Súrmetisvísur, sem Þórarinn kvað á Iðunnarfundi í upphafi Þorra, 7. febrúar síðastliðinn.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rökrásin - vel heppnað útvarpsleikrit

Útvarpsleikhúsið frumflutti leikritið Rökrásina eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Með aðalhlutverkin fóru þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Tónlist samdi Kristín Anna Valtýsdóttir og Harpa Arnardóttir var leikstjóri.

Leikritið er margslungið snilldarverk um öldruð hjón sem starfrækja útvarpsstöð á heimili sínu. Brugðið er upp svipmynd af hjónunum og hlustendur fá að heyra hvernig þau liðsinna hlustendum sínum. Einnig bregða þau á leik og samfarir gömlu hjónanna í beinni útsendingu voru mjög sannfærandi.

Tæknivinnslan var innt af hendi af mikilli prýði, enda undir stjórn Einars Sigurðssonar.

Hlustað var á leikritið í vefvarpi Ríkisútvarpsins og valinn kosturinn Netútvörp. Útsendingin á netinu var afleit. Svo mikið er hljóðið þjappað að ýmsir aukadónar fylgja með tónlistinni og s-hljóðin verða hálfgert hviss. Nýmiðladeild Ríkisútvarpsins hlýtur að gera grein fyrir þessum löku hljóðgæðum. Breska útvarpið BBC sendir út í miklum hljóðgæðum og hið sama á við um fjölda tónlistarstöðva sem eru á netinu.

Hlustendum til fróðleiks fylgir hljóðsýni.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tvö íslensk lög í kínverskum búningi - Two Icelandic songs played on Chinese musical instruments

Nokkur umræða hefur orðið um hversu lengi efni varðveitist á geisladiskum. Fyrir nokkru tók ég fram disk sem ég hafði fengið frá tæknimanni Salarins í Kópavogi. Á diskinum voru hljómleikar sextetts úr Hinni þjóðlegu hljómsveit kvikmyndaversins í Beijing sem kom hingað til lands árið 2002 á vegum Utanríkisráðuneytisins og Kím. Diskurinn reyndist skemmdur.

Í dag tók ég hann fram og áttaði mig þá á því að miði með upplýsingum um efni hans var örlítið krumpaður. Nú gekk afritunin vel. Hugsanlega var það einnig vegna þess að nýtt drif var notað.

Á meðal þess sem Kínverjarnir fluttu voru lögin Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason og Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason.


In English

A lot of discussions has ben going on about how long materials will last on Cd-disks.

Some time ago I tried to copy a 10 years old cd with a concert given by a group of 6 musicians of The Traditional Music Ensemble of The Beijing Film Studio who gave a concert in Iceland in 2002. It was damaged.

Today I decided to try again. I found out that the piece of paper, containing som information about the contents, was a little uneven. After fixing this the disk could be copied. Maybe a new diskdrive made it also possible.

The musicians played 2 Icelandic melodies: I looked for blue flowers by Gylfi Þ. Gíslason and The Westman Islands by Arnthor Helgason



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Barbörukvæði - The Poem of St. Barbara

Í haustferð Kvæðamannafélagsins Iðunnar 6. september var fyrst áð við kapellu heilagrar Barböru í Kapelluhrauni við Reykjanesbraut, en Barbara var dýrlingur ferðamanna. Þar var sungið úr Barbörukvæði, sem varðveittist á Austurlandi ásamt þjóðlagi í lydískri tóntegund. Bára Grímsdóttir söng fyrir og tóku ferðafélagar undir í viðlaginu. Undirleik annaðist fjöldi bifreiða.

Þau erindi sem sungin voru eru birt hér fyrir neðan.


In English

St. Barbara is the saind of travellers. In a small chapel, on the way to Keflavik airport, an old poet about Barbara was chanted by Bára Grímsdóttir, a known composer and specialist on Icelandic Folk music. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn chanted with her in the refrain.

The poem and melody come from Eastern Iceland.


Barbörukvæði.

 

Dyspoteus hét drengurinn heiðinn

af djöflinum var hans maktar seiðinn

í huganum var hann harla reiðinn

hans var dóttir dýr að sjá

blessuð meyjan Barbará

 

Ólst þar upp hinn unga svanni

lof hún bar af hverjum manni

lausnara himna dyggð með sanni

lá hún jafnan bænum á. Blessuð .....

 

Hennar biðja höldar teitir

hæversk brúðurin þessum neitir

og þeim öllum afsvör veitir

engan þeirra vill hún sjá. Blessuð.....

 

Heiðin maður lét höllu smíða

hugði sjálfur í burt að ríða

fullgjörð innan fárra tíða

formanns hús hún vildi sjá. Blessuð.....

 

Glugga tvo á glæstum ranni

gjörði’ að líta’ hin unga svanni

mælti’ hún þá með miklum sanni

að minni skipan gjörið þér þrjá. Blessuð...

 

Smiðirnir játa því sæta beiðist

en svara þú fyrir ef faðir þinn reiðist

svo merkilega mál vor greiðist

muntu verða fram að stá. Blessuð.....

 

Allt var gjört að ungfrúr ráði

engin annað hugsa náði

heim á torg kom hilmir bráði

hallar smíðið lítur á. Blessuð.....

 

Garpurinn lítur glugga þrenna

gjörði heift í brjóst að renna

eftir spurði um atburð þennan

allt hið sanna greindu frá. Blessuð.....

 

Kölluð var þangað kæran fína

keisarinn talar við dóttur sína

formáð hefur þú fyrirsögn mína

fylltist upp með forsi og þrá. Blessuð.....

 

Auðgrund svarar og hlær á móti

hlýddu faðir með engu hóti

gef ég mig ekki að goðanna blóti

því guð hefur valdið himnum á. Blessuð.....

 

Hyggur hann þá með heiftar lundu

höggva víf á samri stundu

borgarmúrinn brast á grundu

brúðurin fékk í burt að gá. Blessuð.....

 

Himna guð sem hér skal greina

hóf hana upp í fjallshlíð eina

þar verandi vífið hreina

hirðar tveir að þetta sjá. Blessuð.....

 

Eftir spyr hinn armi herra

ekki lét sér skorta verra

grimmdar maður með giftina þverra

greindi hinn sem hana sá. Blessuð.....

 

Annar var sem ei vildi greina

þó hann vissi um vífið hreina

honum varð ekki margt til meina

mildin guðs er mikið að sjá. Blessuð.....

 

Ótrúr var sá til hennar sagði

Snarlega fékk hann hefnd að bragði

og svo strax í hugsótt lagðist

hjörð hans varð að flugum smá. Blessuð.....

 

Milding eftir meynni leitar

margfaldlega siðunum neitar

hans mun spyrjast heiftin heita

í helli einum hún lét sér ná. Blessuð.....

 

Vendir hann heim með vífið bjarta

sárlega bjó honum grimmd í hjarta

hann bauð henni til heims að skarta

en hverfa Jesú siðunum frá. Blessuð.....

 

Hún kvaðst ekki þjóna fjanda

þó hún kæmist í nokkurn vanda

eilífur mun þeim eldurinn granda

öllum er goðin trúa á. Blessuð.....

 

Brjóstin skar hann af blíðum svanna

bragna var þar enginn manna

helst mun þetta hróðurinn sanna

sem haldið gátu vatni þá. Blessuð.....

 

Hún kvaðst ekki heldur blóta

þó hún yrði pínu að hljóta

hún kvað sér það helst til bóta

að sviptast skyldi heiminum frá. Blessuð.....

 

Hilmir biður að höggva mengi

halurinn vafin glæpa gengi

vildi til þess verða enginn

varð hann sjálfur fram að gá . Blessuð.....

 

Heggur hann þá með hjaltaskóði

höfuðið burt af sínu jóði

sætu léttir sorg og móði

sálin fór til himna há. Blessuð.....

 

Dárinn varð fyrir drottins reiði

dró þá myrkur yfir sól í heiði

eldurinn grandaði örfa meiðir

enginn mátti fyrir ösku sjá. Blessuð.....

 

Eilífur guð og englar blíðir

annast fljóð sem engu kvíðir

seggir hver henni signa tíðir

sál þeirra láttu friðnum ná

heilög meyjan Barbará



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Í minningu kvæðamanns - In memory of a rhapsodist

Magnús Jóel Jóhannsson lést 26. ágúst síðastliðinn. Hann var eðalhagyrðingur Og um árabil einn fremsti kvæðamaður Íslendinga.

Hann kunni góð skil á bragfræði og kenndi hana.

Magnús samdi þar að auki nokkrar stemmur sem eru í kvæðalagasafni félagsins og bera þær vandvirkni hans vitni.

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem haldinn var 9. nóvember 2007, kvað hann nokkrar vetrarvísur sem hann hafði ort. Bragarhátturinn er svokallað Kolbeinslag, kennt við Kolbein jöklaraskáld.


Árið 2010 var hljóðritað talsvert af kveðskap hans og ljóðum. Bíður það efni úrvinnslu og birtingar.


In English

Magnús Jóel Jóhannsson (1922-2014) was one of the best rhapsodists of Iceland. He chanted rhymes in the Icelandic way and even composed some of the melodies himself.

This recording is from a meeting in Kvæðamannafélagið Iðunn on November 9 2007. There Magnús chanted his rhymes about the winter.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áhugaverð Kínaferð í júní - Kímfélagar fá 20% afslátt

Sjálfsagt er að bjóða börnum að ríða rugguhesti á ári hestsins.Unnur Guðjónsdóttir hefur stjórnað drekadansinum síðan árið 2007.

Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.

Unnur sagði frá ferðinni í viðtali, samanber meðfylgjandi hljóðskrá.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Kínversk-íslenska menningarfélagið og njóta afsláttarins geta sent tölvupóst á netfangið kim@kim.is. Nafn, kennitala og heimilisfang þurfa að fylgja.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband