Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudaginn 30. október síðastliðinn höfðum við 5 Íslendingar verið á ferð og flugi meðfram austurströnd Kína til þess að leita hugmynda um það hvernig halda megi upp á 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins veturinn 2013-14. Ákveðið var að menn fengju frí á sunnudeginum, sem var síðasti heili dagurinn í Beijing.
Leiðsögumaður okkar og góð vinkona mín, Lv Yanxia, bauð mér að fara með sér á rand og hófumst við handa í Hofi himinsins, sem var eitt meginhofa Beijing á öldum áður.
Garðarnir umhverfis hofið iða af lífi um helgar. Þar kemur fólk saman, gerir margs kyns æfingar, ssyngur af hjartans list, leikur á hljóðfæri eða gengur um og nýtur lífsins. Mjög ber þar á aldurhnignu fólki.
Eftir að hafa verið við hljóðritanir á
söng og hljóðfæraslætti rákumst við á hóp manna sem léku á ýmsar fiðlur, svo sem Jinghu, sem einkum eru notaðar í Pekingóperum. Úr þessu varð hinn skemmtilegasti hljóðhræringur. Í fjarska heyrðust söngvar og jafnvel kínversk rokktónlist.
Þegar nálgast lok hljóðritsins heyrist sungin aría úr byltingaróperunni Hvernig Tigurfjall var tekið með herkænsku.
English
On Sunday October 30, my friend, Lu Yanxia, took me to the gardens of the Temple of Heaven in Beijing where people gather and carry on with all kinds of entertainments as singing, dancing, gymnastics etc. After having recorded some singing we came across a group of men playing Jinhu, the traditional 2 string violine, used in the Peking opera. In the distance all kinds of music were heard. One singer sang wholeheartedly some arias from the opera Taking Tigermountain by strategy.
This all created a wonderful cacophony.
Recorded on an Olympus LS-11.
Menning og listir | 1.11.2011 | 23:13 (breytt 22.7.2012 kl. 13:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halldóra var góður hagyrðingur og birtust vísur hennar víða. Vísur þær, sem Bára kvað á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók þær saman úr Fréttabréfi Iðunnar.
Menning og listir | 18.10.2011 | 16:50 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IN ENGLISH
Rimur is a special form of Icelandic poetry which can be traced back to the 14th century. In rimur stories are told about heroes mainly from the past.
The rimur are performed in a special way, most often with rather simple melodies and with a distinguished way of using the voice. Here Njáll Sigurðsson performs a new rima by Jón Ingvar Jónsson, who gives his own description of the story of Njáll Þorgeirsson, one of the main persons of the world famous Icelandic saga of Njals saga.
Menning og listir | 8.10.2011 | 14:03 (breytt 22.7.2012 kl. 13:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menning og listir | 28.9.2011 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugi á tónlist þeirri, sem iðkuð var á tímum Maos í Kína, fer nú vaxandi. Líta menn þá framhjá persónudýrkuninni, en viðurkenna tónlistina sem hluta ákveðins tímabils í sögu landsins.
Í kvöld rakst ég á þetta á Youtube og gladdist vegna þess að enn reyna menn að gera vel við hið unaðslega lag, Austrið er rautt, sem gerbreytti lífi mínu svo að ég hef aldrei orðið samur síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
In English
I was delighted tonight when I found a new version of the most beautiful song of all songs, The East is Red". The lyrics praise chairman Mao Zedong and the Chinese Communist party. Originally the East is Red was a lovesong.
People are still trying to arrange this magnificient melody, which changed my life completely some 45 years ago.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
Menning og listir | 17.9.2011 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörður Geirsson, ljósmyndari og starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri, hefur á undanförnum árum tileinkað sér þær aðferðir sem notaðar voru í árdaga ljósmyndunar. Hann ferðast nú um landið og tekur myndir af stöðum sem myndaðir voru eftir 1860. Meðferðis hefur hann bandaríska ljósmyndavél sem smíðuð var árið 1880. Linsan er frá árinu 1864. Hörður er nú að láta smíða svipaða vél og verður hún tilbúin eftir nokkra mánuði.
Myndirnar eru geymdar á glerpötum og við framköllun þeirra þarf ýmiss konar efni sem löngu er hætt að nota við ljósmyndaframköllun. Hörður varð á vegi okkar Elínar við bæinn Teigarhorn í Berufirði í dag, 13. júlí 2011. Í næðingnum tók ég hann tali.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser ME62 hljóðnema. Skorið var af 100 riðum vegna vindsins.
Menning og listir | 13.7.2011 | 21:43 (breytt 14.7.2011 kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 6. maí síðastliðinn, kenndi Bára Grímsdóttir, varaformaður félagsins, fundarmönnum gamalt, íslenskt tvísöngslag við kvæðið Flöskukveðjur" eftir Eggert Ólafsson (1726-1768). Á eftir sagði Njáll Sigurðsson örlítið frá laginu og notkun þess í grunnskólum.
http://www.helgason.nu/?page_id=67
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 48 kílóriðum og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT2-A og Sennheiser ME-65 í MS-uppsetningu.
Ó, mín flaskan fríða!
Flest ég vildi líða,
frostið fár og kvíða
fyrr en þig að missa.
Mundi' ég mega kyssa
munninn þinn, þinn, þinn?
Munninn þinn svo mjúkan finn,
meir en verð ég hissa.
Íslands ítra meyja,
engra stelpugreyja,
heldur hefðarfreyja,
sem hvergi sómann flekka,
mun ég minni drekka.
Fái þær, þær, þær,
fái þær æ fjær og nær
frið og heill án ekka.
Þú mig gæðum gladdir,
góðu víni saddir,
hóf ég hæstu raddir,
hraut mér stöku vísa,
pytluna mína' að prísa.
Þú ert tóm, tóm, tóm,
þú ert tóm með þurran góm,
þér má ég svona lýsa.
Menning og listir | 7.5.2011 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkru var kynnt til sögunnar hér á Hljóðblogginu Sigrún Ásta Haraldsdóttir, eðalhagyrðingur.
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1126114/
Þann 14. nóvember árið 2007 flutti hún mér nokkur frumort ljóð og vísur og var hluti þeirra notaður í útvarpsþætti þá um haustið.
Nú verður birt það efni sem ekki komst fyrir í þættinum og hefst leikurinn á tveimur sonnettum. Sú fyrri nefnist Sumardagur.
Sigrún víkur að húnvetnsku sinni, en hennar gat hún í fyrri pistlinum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD46 hljóðnema.
Menning og listir | 30.4.2011 | 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni þessa var haldið með Nagra Ares-M hljóðpela í Háskólabíó í gær og síðasta verkið hljóðritað. Með þessari færslu eru birtar síðustu þrjár mínútur fyrstu sinfóníu Jóhannesar Brahms, en þar koma fram ýmis einkenni hljómsins í húsinu. Í kynningunni, sem var hljóðrituð í dag með Røde NT-2a er einkennum hljómsins lýst og þar á meðal ákveðinni bjögun sem ritstjóri þessarar síðu hefur ítrekað orðið var við.
Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fluttar einlægar árnaðaróskir og undirritaður hlakkar mjög til hljómleikanna 4. maí.
Menning og listir | 15.4.2011 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menning og listir | 26.3.2011 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar