Færsluflokkur: Ferðalög

Hjólað austur á Fáskrúðsfjörð

Árið 2005 hjólaði Guðbjörn Margeirsson ásamt þremur félögum sínum austur á Fáskrúðsfjörð. Voru þeir fjórmenningarnir viku á leiðinni.

Þessi frásögn, sem hljóðrituð var árið eftir ferðalagið, kveikir vonandi hugmyndir hjá einhverjum um hjólreiðar í sumar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarið '67

Fyrir þremur árum útvarpaði ég stuttum pistli með endurminningum frá sumrinu 1967. Þar má heyra frumgerð lags míns Fréttaauka, sem við Gísli lékum inn á band fyrir Ríkisútvarpið árið 1968, Tryggva Ísaksson, bónda í Hóli í Kelduhverfi flytja ljóð og Róbert Nikulásson á vopnafirði þeyta nikkuna ásamt hljómsveitinni Tiglum á dansleik sem haldinn var 30. júní þá um sumarið.

Hljóðritað var með hljóðnema og snældutæki frá Philips.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fýlaskvaldrið í Arnarneshamri

Arnarneshamar er á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi. Þegar haldið er yfir í Álftafjörð er farið um dyr sem gerðar voru gegnum hamarinn árið 1949.

Þegar menn fara akandi til Súðavíkur veita fáir því athygli að mikil fýlabyggð er í hamrinum. Hljóðritið, sem hér er birt, var gert 2. júlí 2009. Auk fýlanna taka nokkrir lundar til máls og farþegabátur heyrist sigla út djúpið.

Einn fýllinn flaug svo nærri mér að mér varð hverft við. Það verður hlustendum væntanlega einnig. Mælt er með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum.

Ég breiddi út faðminn við hamrinum og hélt á ME-62 hljóðnema í hvorri hendi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur í Holti og ungauppeldi við Dýrafjörð

Þegar okkur bar að prests- og friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði að morgni 30. Júní 2009 höfðu vængjaðir íbúar staðarins stillt saman strengi sína og hver söng með sínu nefi. Undirleikinn önnuðust lækirnir og sjórinn. Þaðan var haldið inn í botn Dýrafjarðar. Þar urðu á vegi okkar álftarhjón sem ræddu uppeldi barna sinna, en þeir héldu sig nærri og þögðu. Notaður var Nagra Ares BB+ og tveir Sennheiser ME62 hljóðnemar eins og stundum áður.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útvarpsstöðvar í Beijing, keisargrafirnar í Xi'an o.fl.

Um miðjan 10. áratuginn hófst merkileg þáttaröð í Ríkisútvarpinu undir nafninu Vinkill. Hafði Jón Hallur Stefánsson umsjón me´ð þáttunum. Markmiðið var m.a. að beita óhefðbundnum aðferðum við gerð útvarpsþátta.

Ég gerði nokkra vinkilsþætti árin 1998-2000. Hér birtist einn þeirra, Kínavinkill sem útvarpað var í júní 2000.

Í aprílmánuði vorum við þrenn hjón saman á ferðalagi um Kína. Í þættinum birtast nokkrar svipmyndir.

1. Forvitnast er um efni útvarpsstöðva í Beijing 11. apríl árið 2000.

2. Svipast er um við hótel í qingdao.

3Farið er í heimsókn í skóla fyrir þroskahefta.

4. Að lokum er komið við í Xi'an og leirherinn skoðaður. Wang Fanje segir frá því er hann fann menjar um leirherinn mikla árið 1974. Síðan eru nokkrar leirstyttur skoðaðar nákvæmlega. Ung stúlka, sem var túlkur á safninu, var svo ötul að vekja athygli mína á því sem fyrir augu bar að ég gafst upp á að þýða það sem hún sagði. Þetta var í annað skipti sem ég fékk að skoða þennan leirher og snerta það sem mig lysti. Einkennileg er sú tilfinning að standa frammi fyrir leirhernum og skoða nákvæmlega hvernig stytturnar voru gerðar. Maður skynjar hnoðnaglana í brynjunum, naglræturnar o.s.frv. Allt þetta og meira til, sem er luti 8. undurs veraldar, var framið 1000 árum fyrir byggð Íslands.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

göngugata í Beijing

Sunnudaginn 23. maí 2004 héldum við í skoðunarferð um Beijing. Tækifærið var notað og verslað. Á meðan félagar mínir styrktu kínverskan efnahag hljóðritaði ég dálítið fyrir utan verslunina. Síðan var haldið í áttina að umferðaræðunum þar sem bíllinn beið okkar. Á leiðinni heyrðist hvernig nútíð og fortíð ófust saman. Leikið var á Guan-hljóðpípu, tilkynningar bárust úr hátölurum, f´ólk fór um á reiðhjólum og að lokum lék maður nokkur Austrið er rautt á erhu-tveggja strengja fiðlu.

Notað var Sony B-100 minidiskatæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lambhrúturinn Þorkell á Hala

Miðvikudaginn 8. júlí 2009 skoðuðum við hjónin Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Eftir að hafa snætt kvöldverð í húsnæði bændagistingarinnar á Gerði gengum við um nágrennið og nutum kvöldblíðunnar. Veittum við þá athygli lambi sem haft var í stekk ásamt gamalá nokkurri sem virtist láta sér standa á sama um það.

Skýringin reyndist vera sú að lambhrútur, sem nefndist Þorkell, varð móðurlaus og tók heimilisfólkið á Hala hann í fóstur. Gamalær þessi var sett honum til samlætis í stekkinn og er löng saga af því sem ekki verður rakin hér.

Ég hljóðritaði lambsjarminn, tók síðan einn jafminn, teygði og togaði þannig að úr varð að Þorkell jarmaði íslenska þjóðlagið, Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband