Færsluflokkur: Ferðalög
Þessi frásögn, sem hljóðrituð var árið eftir ferðalagið, kveikir vonandi hugmyndir hjá einhverjum um hjólreiðar í sumar.
Ferðalög | 8.5.2010 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritað var með hljóðnema og snældutæki frá Philips.
Ferðalög | 22.3.2010 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar menn fara akandi til Súðavíkur veita fáir því athygli að mikil fýlabyggð er í hamrinum. Hljóðritið, sem hér er birt, var gert 2. júlí 2009. Auk fýlanna taka nokkrir lundar til máls og farþegabátur heyrist sigla út djúpið.
Einn fýllinn flaug svo nærri mér að mér varð hverft við. Það verður hlustendum væntanlega einnig. Mælt er með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum.
Ég breiddi út faðminn við hamrinum og hélt á ME-62 hljóðnema í hvorri hendi.
Ferðalög | 21.3.2010 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | 19.3.2010 | 11:14 (breytt 21.3.2010 kl. 16:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gerði nokkra vinkilsþætti árin 1998-2000. Hér birtist einn þeirra, Kínavinkill sem útvarpað var í júní 2000.
Í aprílmánuði vorum við þrenn hjón saman á ferðalagi um Kína. Í þættinum birtast nokkrar svipmyndir.
1. Forvitnast er um efni útvarpsstöðva í Beijing 11. apríl árið 2000.
2. Svipast er um við hótel í qingdao.
3Farið er í heimsókn í skóla fyrir þroskahefta.
4. Að lokum er komið við í Xi'an og leirherinn skoðaður. Wang Fanje segir frá því er hann fann menjar um leirherinn mikla árið 1974. Síðan eru nokkrar leirstyttur skoðaðar nákvæmlega. Ung stúlka, sem var túlkur á safninu, var svo ötul að vekja athygli mína á því sem fyrir augu bar að ég gafst upp á að þýða það sem hún sagði. Þetta var í annað skipti sem ég fékk að skoða þennan leirher og snerta það sem mig lysti. Einkennileg er sú tilfinning að standa frammi fyrir leirhernum og skoða nákvæmlega hvernig stytturnar voru gerðar. Maður skynjar hnoðnaglana í brynjunum, naglræturnar o.s.frv. Allt þetta og meira til, sem er luti 8. undurs veraldar, var framið 1000 árum fyrir byggð Íslands.
Ferðalög | 6.3.2010 | 22:56 (breytt 4.4.2010 kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notað var Sony B-100 minidiskatæki.
Ferðalög | 13.2.2010 | 23:54 (breytt 25.6.2010 kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýringin reyndist vera sú að lambhrútur, sem nefndist Þorkell, varð móðurlaus og tók heimilisfólkið á Hala hann í fóstur. Gamalær þessi var sett honum til samlætis í stekkinn og er löng saga af því sem ekki verður rakin hér.
Ég hljóðritaði lambsjarminn, tók síðan einn jafminn, teygði og togaði þannig að úr varð að Þorkell jarmaði íslenska þjóðlagið, Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.
Ferðalög | 28.1.2010 | 21:48 (breytt 25.6.2010 kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar