Færsluflokkur: Umhverfismál
Skjótt skipast veður í lofti.
Í morgun reið yfir mikið hvassviðri með regnhryðjum og um tíma var vindstyrkur um og yfir 20 m/sek.
Tækifærið var nýtt og rokið hljóðritað.
Notaður var Zoom H-6 hljóðriti með X/Y-hljóðnema, sem var varinn með svampi og loðhlíf.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
The weather changes rapidly in Iceland. This morrning it was quit windy with showers, about 20 m/sec. The opportunity was used to record the wind and the rain.
Recorder: Zoom H-6 with an X/Y microphone covered with a foamshield and a hairy windprotection.
Good headphones recommended.
Umhverfismál | 8.2.2017 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.
Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.
fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.
Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.
Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+
Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.
In English
This recording is best enjoyed by using headphones.
The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.
The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.
The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.
The runners pass by like a river of people.
Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.
Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.
Umhverfismál | 24.8.2014 | 11:34 (breytt kl. 12:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðan við Búrfellsvirkjun eru tvær vindmyllur. Þegar okkur bar að garði 26. þessa mánaðar var vindur um 5-10 m/sek og raforkuframleiðsla einungis um 75 kW. Nokkru norðar er önnur vindmylla, sem ekki var opin, en þar sem enginn var við hana var hún valin til hljóðritunar.
Um það leyti sem hljóðritun hófst jókst vindurinn nokkuð. Það má heyra á hljóðritinu hvernig hljóðið breytist með mismunandi vindstyrk.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
Á síðu landsvirkjunar segir m.a.:
Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.
Lokið var við uppsetningu vindmyllanna í desember 2012 og á næstu misserum safnast upplýsingar um það hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Rannsóknirnar snúast ekki síst um rekstur vindmylla við séríslenskar aðstæður, ísingu, skafrenning, ösku- og sandfok. Ef vel gengur er markmiðið að vindorkuframleiðsla verði í framtíðinni mikilvæg viðbót við framleiðslu raforku með vatnsafli og jarðvarma.
Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu vindmylla til nota á landi. Um 60% vindmylla í Þýskalandi eru frá Enercon og um 7% vindmylla í heiminum.
Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð myllunnar 77 metrar. Frekari upplýsingar eru á
http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/throunarverkefni/vindmyllur
In english
Will the wind finally do some good?
In December, Landsvirkjun erected two wind turbines, in an area known as Hafið, within the construction area of Búrfell Power Station, in the south of Iceland. The turbines have a total of 2 MW of installed power. The project is part of Landsvirkjuns research and development project on the advantageous of wind power in Iceland. There are a number of areas in Iceland that show great potential for the successful utilisation of wind energy.
The wind turbines each have a 900 kW capacity and together their generating capacity could be up to 5.4 GWh per year. The masts is 55 metres heigh and each spade measures 22 metres in length. When the spades are at their highest position the unit is 77 metres of height. Wind turbines developed for further energy production will in all likelihood be larger than the most powerful turbines presently operating in Iceland today, reaching 7.5MW.
When we were there on July 26 the wind was only 5-10 mYsec and the average power only about 75kW for each turbine. We went to the turbine further north as there were no tourists. There we captured the sound. It can be heard during the recording that the sound of the spades changes according to the wind.
Good headphones recommended.
For further information, see http://www.landsvirkjun.com/ResearchDevelopment/Research/WindPower/
Umhverfismál | 27.7.2014 | 21:40 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hljóðrit er framhald þess sem hljóðritað var á golfvellinum í Suðurnesi árla morguns 4. maí.
Ég var að hugsa um að hætta hljóðritunum um hálfsex-leytið, en þá færðist líf í tuskurnar og hófst ég því handa á nýjan leik. Þetta hljóðrit hófst um kl. 05:45. Ekki var fuglamergðin jafnnærri og í fyrra hljóðritinu, en betur heyrist í margæsinni. Takið einkum eftir upphafinu og þegar um 12 mínútur eru liðnar af hljóðritinu. Sem fyrr er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
This is the second part of the recording from the morning of May 4, made at the golf course of Seltjarnarnes, Iceland. Just after 05:30, I decided to stop the recording. But then things started happening.
This recording, which started around 05:45 is characterised by more distant sounds of birds. But in the start and around 12 minutes from the beginning the Brant goose is much bette heard than in the first recording.
As before a Nagra Ares BB+ was used and two Røde NT-2A microphones in an A-B stereo setup.
Umhverfismál | 7.5.2012 | 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorið 2007 útvarpaði ég þremur pistlum um refinn í þættinum Vítt og breitt.
Í fyrsta þættinum fjallaði Indriði Aðalsteinsson, fjárbóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal um afleiðingar stofnunar friðlandsins á Ströndum.
Viku síðar greindi Páll Hersteinsson, prófessor, frá rannsóknum sínum á íslenska refnum og gat um sitthvað sem snertir lífsafkomu refsins.
Þriðji pistillinn fjallaði um tilraunir manna til þess að útrýma refnum, þar á meðal með eftirhermum.
Umhverfismál | 20.4.2011 | 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.
Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.
Umhverfismál | 4.4.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíllinn heitir Mitsubishi MIEV og nú er hann væntanlegur frá franska bílarisanum PSA líka undir heitunum Citroën C-Zéro og Peugeot IOn, nánast óbreyttir. Sjá vefsíðu Orkuseturs,
www.orkusetur.is.
Í bílnum er 47 kílóvatta rafmótor sem samsvarar 64 hefðbundnum hestöflum. Litíum-rafhlaða er í bílnum, 330 volt, og hún á að jafnaði að endast til um 130 km. aksturs. Innan bæjar á vetrum endist hún þó væntanlega mun skemur því kuldinn hefur áhrif og í kuldanum notar fólk miðstöðina meira o.s.frv. Bíllinn er 15 sekúntur að ná 100 kílómetra hraða úr kyrrstöðu og kemst hraðast 130 km. á klukkustund. Hann tekur fjóra í sæti að bílstjóra meðtöldum og farangursrýmið er 166 lítrar. Þessar tölur eru allar sambærilegar við minnstu bensín- og díselbíla nema hvað hámarkshraði þeirra er yfirleitt nokkru meiri. Rafbíllinn er stilltur þannig að hann komist ekki hraðar en þetta.
Pétur notaði Nagra ARES+ hljóðpela og Shure VP88 víðómshljóðnema. Hlustendur eru hvattir til þess að hlusta á hljóðritið í góðum heyrnartólum og skynja um leið það sem gerist innan dyra og utan bílsins.
Slóðin á vef Tilraunaglassins er
http://ruv.is/tilraunaglasid
Umhverfismál | 10.12.2010 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólveig Eggerz er landskunn fyrir list sína. Hún varð fyrst manna hér á landi til að mála á rekaviðarspýtur og báru þau verk hróður hennar víða um lönd.
Að undanförnu hefur Sólveig orðið að leggja olíulitina á hilluna og hefur tekið að mála með akríl-litum í staðinn. Í meðfylgjandi viðtali lýsir hún listsköpun sinni og því hvernig hún hefur tekist á við breyttar aðstæður.
Sólveig fæddist 29. maí árið 1925 og verður því 85 ára á kosningadaginn. Sjálf hefur hún það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og ætlar að vera það svo lengi sem henni endist aldur.
Viðtalið var hljóðritað í samkomusal Hrafnistu í Hafnarfirði 23. maí 2010.
Umhverfismál | 24.5.2010 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að því búnu var ákveðið að ganga kringum golfvöllinn. Hófst ég handa við að hljóðrita margæsaflokk sem kom flögrandi. Ég stóð við jaðar golfvallarins og hleypti það kapp í kinn Breta nokkurs sem skaut að mér golfkúlu. Lenti hún skammt frá mér en engin hola var í þá stefnu.
Við gengum áfram meðfram vellinum og námum næst staðar til þess að hljóðrita meira af kríugargi. Í hljóðritinu má greinilega heyra að krían lætur ekki golfspilarana trufla sig.
Næst var hljóðnamunum beint að fjörunni og kríuskvaldrið hljóðritað. Talsvert virðist af kríu úti í Suðurnesi og jafnvel meira en í fyrra. Þó er þetta vart svipur hjá sjón miðað við það sem gerðist fyrir aldamót.
Að lokum ókum við niður að Reykjavíkurtjörn. Ys og þys borgarinnar blandaðist við álfta- og kríugarg á tjörninni.
Stafalogn var á svo að ég freistaðist til að hljóðrita án þess að skera nokkuð af 100 riðunum. Þó varð ég að láta tilleiðast við tjörnina því að undirtónn umferðarinnar reyndist of djúpur.
Hljóðritin eru hér í 16 bita upplausn og 44,1 khz.
- Fuglaskvaldur og bifreiðahjál við Bakkatjörn (hljóðrit)
- Margæsaskvaldur og ofbeldisfullur Breti (hljóðrit)
- Hljóðmynd af sambúð kríu og manna (hljóðrit)
- Kríuflokkur í fjörunni (hljóðrit)
- Umferðargnýrinn berst austan frá Fríkirkjuvegi og af Hringbrautinni. Hann er ótrúlega áleitinn en fuglaskvaldrið er samt yndislegt. (Hljóðrit
Umhverfismál | 22.5.2010 | 11:15 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna þess hve mögninin er mikil heyrist þyturinn í grasinu og sitthvað sem mannseyrað tekur vart eftir.
Umhverfismál | 9.5.2010 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 65293
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar