Færsluflokkur: Kínversk málefni

Hvað er að gerast í Kína? Samskipti Kínverja og Íslendinga í áranna rás

Í morgun, 23. október var útvarpað viðtali Óðins Jónssonar við Arnþór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Farið var vítt og breitt um sviðið.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinsæl tónlist í Kína - Popular music in China (1973)

Fyrir skömmu fannst gamalt segulband með útvarpsþættinum Vinsæl tónlist í Kína sem útvarpað var 29. Desember 1973.

Þar fór undirritaður á kostum í hrifningu sinni á tónlistinni sem þá var vinsæl í landinu og fjallaði um föðurlandið, flokkinn og Mao formann. Upphafsstefið var fengið úr óperunni Shajiabang frá 1967.

Þessi þáttur ber glöggt merki þess hvað ritstjórnarstefna dagskrárstjóra var frjálslynd á þessum tíma.Hljóðskráin er í fullri upplausn og getur tekið nokkrar sekúndur að hala henni niður.

 

Njótið vel.

 

In English

Recently I found an old magnetic tape with a radioshow which was broadcast on Icelandic Radio at December 29 1973.

Ther I enjoyed myself introducing the most popular music of China at that time, mainly in praise of the motherland, the party and Chairman Maozedon.

The first one is taken from the modern revolutionary opera of Shajiabang (The East is red), and then songs like Sing of our Socialist Motherland, a song about the party, Long live Chairman Mao, The Train to Shaoshan etc.

This radioshow is a good example of the liberal policy of the Icelandic radio at that time.

Have a good time.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þrjú útvarpsviðtöl við Arnþór Helgason

Hér eru birt þrjú útvarpsviðtöl.

1. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 2. október 2009.

2. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 9. október 2009.

Í þessum þáttum segir undirritaður frá ævi sinni.

 

3. Ferðalag í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, útvarpað 19. september 2015. Sagt er frá  fyrstu ferð undirritaðs til Kína árið 1975, en samferðamenn hans voru Páll Helgason, Lárus Grétar Ólafsson og Magnús Karel Hannesson.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðheimur Konfúsíusarhofsins í Qufu - The sounds of the Temple of Confucius in Qufu

Borgin Qufu í shandong-fylki í Kínverska alþýðulýðveldinu er eftirsóttur áfangastaður ferðamanna. Margt dregur þá að. Þar er Hof Konfúsíusar, heimspekings og stjórnvitrings, sem uppi var á árunum 551-476 fyrir Krists burð. Ótrúlegt er til þess að hugsa að fjölskylda Konfúsíusar bjó þar til ársins 1937, að Japanar hófust handa við að hernema Kína.

Kenningar Konfúsíusar hafa mótað kínverskt þjóðlíf umfram kenningar annarra heimspekinga. Á það jafnt við um viðhorf til vinnunnar, menntunar, foreldra, nágranna og ríkisins. Ragnar Baldursson hefur m.a. Bent á tengsl kenninga Maos við Konfúsíus.

Laugardaginn 17. maí síðastliðinn var sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins þar á ferð. Degi var tekið að halla og fjöldi fólks af öllum þjóðernum átti leið um. Þar sem ég hafði komið þarna áður fór ég þess á leit við leiðsögumann minn, Li Yanfeng, að við drægjumst öðru hverju aftur úr hópnum því að mig langaði að hljóðrita umhverfið. Hún var fundvís á hentuga staði og afraksturinn birtist hér í þessari hljóðmynd, sem endar við gröf Konfúsíusar. Hún er nokkurn spöl frá hofinu sjálfu og var okkur ekið þangað í rafbílum. Þar var mun meiri ys og þys en í hofinu sjálfu.

Loftið ómaði af fuglasöng og klið mannfjöldans.

Hljóðritað var með Olympus LS-11.


ENGLISH

The city of Qufu in Shandong Province, China, attracts many people as there is The Temple of Confucius (551-476 bc), the sage, who has made more influence on Chinese society than any other philosopher.

His family lived there until 1937 when the Japanese increased their occupation of China. It has even been stated than certain parts of Mao Zedong's theories, are influenced by Confucius.

On May 17 a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited the temple. I asked my guide, Li Yanfeng, to stay with me a little behind as I wanted to record the environment. She was very good at finding suitable places. This sound immage is made of 3 recordings, ending infront of Confuciu's tomb which is located a while from the temple itself. We were taken there with an el-car. The environment was a little more noisy there than in the temple itself.

The sounds of birds and people filled the air.

Recorded with an Olympus LS-11.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áhugaverð Kínaferð í júní - Kímfélagar fá 20% afslátt

Sjálfsagt er að bjóða börnum að ríða rugguhesti á ári hestsins.Unnur Guðjónsdóttir hefur stjórnað drekadansinum síðan árið 2007.

Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.

Unnur sagði frá ferðinni í viðtali, samanber meðfylgjandi hljóðskrá.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Kínversk-íslenska menningarfélagið og njóta afsláttarins geta sent tölvupóst á netfangið kim@kim.is. Nafn, kennitala og heimilisfang þurfa að fylgja.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ying Manru, túlkur fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína 1952, segir frá

Ying Manru, túlkur sendinefndarinnar frá 1952, les ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta október, klökkvum rómi.Eins og mörgum er kunnugt voru dagbækur Jóhannesar úr Kötlum frá árinu 1952 gefnar út í Kína í kínverskri þýðingu nú í haust, en hann var formaður íslenskrar sendinefndar sem sótti Kínverska alþýðulýðveldið heim á því ári. Leiddi sú ferð m.a. til stofnunar Kím haustið eftir. Tilefnið var 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Í bókinni eru einnig ljóð sem Jóhannes orti í Kína.

 

Af þessu tilefni var haldin hátíð í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síðastliðinn. Mikla aðdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar árið 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku við Peking-háskóla. Hún er fædd árið 1928 og er því 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.

 

Formaður Kím, Arnþór Helgason, hljóðritaði við hana stutt viðtal. Þar greindi hún frá ánægjulegu samstarfi við íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annaðhovrt Þórbergur Þórðarson eða Zophonías Jónsson) hefði verið fiskimaður og risið árla úr rekkju. Sagðist hún einatt hafa hitt hann og hefði hann dáðst mjög að landslaginu þar sem hann var hverju sinni.

 

 

IN ENGLISH

 

In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Slaghörpusafnið á Gulanyu (Trumbuey)

Steinwey-flygill frá 1881 

Á Gulan-ey (Trumbuey), sem er örskammt undan strönd Xiamen-borgar í Suðaustur-Kína, ríkir sérkennileg kyrrð þrátt fyrir mergð ferðamanna, sem eru aðallega kínverskir. Menn njóta unaðar í þægilegu umhverfi, undur fögru, og mild hafgolan stýkur um vanga og hár.

Í hljóðritinu, sem fylgir þessari færslu, njóta menn mannlífsins, skoða hið fræga slaghörpusafn þar sem er að finna hvers konar slaghörpur (þá elstu frá árinu 1788) og heyra útskýringar leiðsögumannsins, ungrar konu, sem er prýðilegur slaghörpuleikari. Því miður var hljóðritari þessarar síðu of óþolinmóður við Olympus LS-11-tækið til þess að leikur hennar næðist. Í staðinn heyrum við í sjálfspilandi slaghörpu og rammfölskum lýrukassa frá Bretlandi.

Flygillinn á myndinni er af gerðinni Steinway, smíðaður 1881.

 

The Piano Museum on Gulan Island

 

Gulan Island, located 700 meters from the harbour of Xiamen in southeast-China, is a peacefule place inspite of the numerous tourists, mainly from China, visiting the island. The atmosphere is relaxing ant the gentle breeze from the ocean makes the climate confortable and enjoyable.

 

In the attached recording, we walk around, enjoying the sounds of the environment. Then we enter the famous Piano Museum, consisting of 89 pianos, the oldest one from 1788. We hear some explanations from the local guide who is an excellent pianoplayer. As I was a little too impatient with the Olympus LS-11 recorder, her pianoplaying was not captured. Instead we listen to a self-playing piano and an english hurdy-gurdy (made in 1936), which is out of tune.

The grand-piano on the photo is a Steinway from 1881.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigling til Trumbueyjar

Að morgni 22. október 2011 fór sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins með túlki og leiðsögumanni út á eyju, sem nefnist Gulan Yu eða Trumbueyja. Nafnið er talið stafa af hljóði, sem myndast á vissum stað þegar öldurnar skella á klettóttri ströndinni.

 

Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.

 

Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.

 

Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.

 

Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.

 

Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.

 

IN ENGLISH

 

Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".

 

These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.

 

A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.

 

I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samanburður á íslenskri og kínverskri leiðsögn í almenningsvagni

Öðru hverju hefur á það verið minnst á þessum síðum, hversu bagalegt það er að hljóðleiðsögnin í strætisvögnum er oft lágt stillt. Því var heitið síðastliðið vor að ráðin yrði bót á þessu og styrkurinn samræmdur, en s vo virðist sem fátt hafi orðið um efndir.

Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.

Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.

Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.

Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.

Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.

Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins

Haustið 1993 var haldin hátíðarsamkoma til að minnast 40 ára afmælis Kínvnersk-íslenska menningarfélagsins, sem stofnað var 20. október árið 1993. Þar flutti dr. Jakob Benediktsson, fyrsti formaður þess og þáverandi varaformaður, erindi um aðdragandann að stofnun félagsins og fyrstu ár þess.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband