Færsluflokkur: Kínversk málefni

Austrið er rautt - nýleg útsetning

 

Áhugi á tónlist þeirri, sem iðkuð var á tímum Maos í Kína, fer nú vaxandi. Líta menn þá framhjá persónudýrkuninni, en viðurkenna tónlistina sem hluta ákveðins tímabils í sögu landsins.

Í kvöld rakst ég á þetta á Youtube og gladdist vegna þess að enn reyna menn að gera vel við hið unaðslega lag, Austrið er rautt, sem gerbreytti lífi mínu svo að ég hef aldrei orðið samur síðan.

http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw

 

In English

 

I was delighted tonight when I found a new version of the most beautiful song of all songs, „The East is Red". The lyrics praise chairman Mao Zedong and the Chinese Communist party. Originally the East is Red was a lovesong.

People are still trying to arrange this magnificient melody, which changed my life completely some 45 years ago.

http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw

 


Shanghai Steps - Shanghaispor

 

Ágúst Shi Jin, sem gengur undir nafninu Ágúst Hallgrímsson, fæddist nærri borginni shanghai árið 1982. Hann hefur búið á Íslandi í nokkur ár og náð ótrúlega góðu valdi á íslenskri tungu. Í fyrra haust var hann kjörinn í stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins.

Um daginn barst okkur slóð á myndband sem hann hafði sett á youtube.com

http://www.youtube.com/watch?v=44oCshVbfFw

Í kjölfar þess mæltum við okkur mót. Sagði hann mér þá dálítið af högum sínum.

Ágúst hefur fengist við að semja tónlist og notar m.a. tölvuútgáfu hefðbundinna kínverskra hljóðfæra, eins og heyra má í laginu sem leikið er á myndbandinu og fylgir einnig viðtalinu. Slóðin á heimasíðu framleiðanda hljóðfæranna er

http://www.kongaudio.com/

Ágúst er á Facebook:

http://www.facebook.com/agust.hallgrimsson

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Búðaráp í Beijing 9. ágúst 1986

Við Emil Bóasson dvöldumst í Beijing um nokkurra vikna skeið sumarið 1986. Helst höfðum við það fyrir stafni að hitta forystumenn í kínversku mennta- og menningarlífi ásamt hagfræðingum, ferðamálafrömuðum og Íslandsvinum. Öfluðum við efnis í þætti handa ríkisútvarpinu sem tengdust flestir með einum eða öðrum hætti Beijing. Við sóttum einnig heim ýmsa trúarsöfnuði og sumt af þessu efni rataði inn í þætti okkar sem urðu 8 ef ég man rétt. Okkur var hvarvetna vel tekið. Kann skýringin að hafa verið sú meðal annars að Steingrímur Hermannsson var þá væntanlegur í heimsókn um haustið. Kínversku viáttusamtökinn áttu einnig drúgan hlut að málum.

Við fórum á stúfana að morgni laugardaginn 9. ágúst 1986 og gengum á milli verslana í hverfinu Jiaodakou þar sem við bjuggum. Emil, sem er afbragðs sögumaður og vel máli farinn, lýsti varningnum sem á boðstólum var og sagði frá verði hlutanna. Rétt er að taka fram að þá voru 12 íslenskar krónur í einu Rnminbi og umreiknuðum við verðið jafnóðum til íslensks verðgildis. Þá voru meðalaun embættismanna 100 Renminbi og höfðu þá hækkað um tæp 90% frá árinu 1975.

Gríðarlegar breytingar harfa orðið á kjörum almennings á þeim rúmu tveimur áratugum sem liðnir eru síðan þetta hljóðrit var gert. Auk Emils ber ýmislegt fyrir eyru. Hlustendur taka væntanlega eftir því hvað reiðhjól voru áberandi í umferðinni á þessum tíma. Samt þótti okkur nóg um bílaumferðina í miðborg Beijing árið 1986.

Hljóðritað var með Sony TCD5 snældutæki og Shure 63L hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rigning í Beijing og á Ísafirði

Vatnið er ótrúleg uppspretta alls kyns hljóða.

Þann 9 ágúst 1986 átti ég mjög athyglisvert viðtal við tvær ungar stúlkur austur í Bejing. Vinurminn og félagi, Emil Bóasson, lagði einnig til spurningar enda vorum við saman við að afla okkur efnis í 8 þætti fyrir Ríkisútvarpið. Eftir að viðtalinu lauk urðu nokkuð ákafar umræður á milli okkar Emils og stúlknanna og hlaust af nokkur hávaði. Við bjuggum þá á gistiheimili Vináttusamtakanna í Beijing sem er í gömlu og rótgrónu hverfi sem nefnist Jiaodakou eða Vegamót. Kom húsvörður til þess að vita hvað gengi á. Honum var sagt að einungis stæðu yfir rökræður og hvarf hann á braut. Stúlkurnar hurfu líka á brott skömmu síðar.

Þegar þær voru nýfarnar skall fyrirvaralítið á ógurlegt úrhelli með þrumum og eldingum. Við Emil ræddum að þetta væri eins og í byltingaróperu, en þegar leikar stæðu þar hæst skylli einatt á þrumuveður, samanber 1. þátt Rauðu kvennaherdeildarinnar. Ég stóðst ekki mátið þrátt fyrir áhyggjur af stúlkunum, opnaði dyrnar og hljóðritaði ósköpin. Einungis þéttriðið flugnanet var á milli mín og rigningarinnar.

Hinn 29. júlí árið 2009 vorum við Elín á Ísafirði. Um 5-leytið síðdegis fór hún að kaupa í matinn en ég beið í bílnum. Þungbúið hafði verið um daginn en þegar Elín fór í innkaupaleiðangurinn gerði hellidembu. Ég stóðst ekki mátið og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.

Heilmikill munur er á þessum rigningum. Fyrra hljóðritið er gert með Sony TCD5. Notuð var Sony metal-snælda. Hljóðneminn var Sennheiser MD21U.

Tuttug og fjórum árum síðar notaði ég Nagra Ares BB+ og tvo Sennheiser ME62 hljóðnema. Rigningin á Ísafirði var ekki eins þétt og í Beijing og hvorki fylgdu þrumur né eldingar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frá kirkju mótmælenda í Beijing 3. ágúst 1986

Trúarbrögð hafa átt misjöfnu gengi að fagna í Kína. Á dögum Tang-keisaraættarinnar, sem ríkti frá 618-907 eftir krist er sagt að í XI'AN, höfðuborg Kínaveldis, hafi verið ýmsir trúarsöfnuðir af ólíkum toga. Þar á meðal voru kristnir söfnuðir, múslimar og gyðingar svo að fátt eitt sé nefnt. Kristni leið undir lok en muslimar héldu velli og er enn starfandi trúarsamfélag þeirra í borginni sem byggir á gömlum grunni.

Hér verður ekki rakin saga kristni í Kína en þess þó getið að kristin trú hefur eflst mjög undanfarna áratugi og er nú talið að allt að 15-20 milljónum manna iðki kristna trú í landinu (sumir nefna að vísu lægri tölur).

Sumarið 1986 fórum við Emil Bóasson, samstarfsmaður minn, vildarvinur og velgjörðamaður til margra ára, til Kína ásamt hópi esperantista. Opinber tilgangur okkar var að gera 8 þætti fyrir íslenska ríkisútvarpið um samskipti Kínverja og Íslendinga og stóðum við félagarnir við þann þátt ferðarinnar.

Sunnudaginn 3. Ágúst fórum við ásamt tveimur vinkonum okkar í kirkju mótmælenda í Beijing. Það vakti aðdáun okkar og gleði hvað safnaðarsöngur var almennur. Leikið var undir á slaghörpu og orgel-harmonium. Hljóðrituðum við það sem fram fór og síðan viðtöl við nokkra kirkjugesti á eftir messu. Hér verður birtur síðasti sálmurinn sem sunginn var ásamt messusvörum. Í lokin heyrist hluti útgönguspilsins. Ekki hefur mér tekist að bera kennsl á sálmalagið en finnst sem ég hafi heyrt það áður. Er það ekki ólíklegt því að flest ef ekki öll sálmalögin, sem sungin voru við guðsþjónustuna, voru vestræn.

Notað var Sony TCD5 segulbandstæki, Sony metalsnælda og Shure SM-63-L hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útvarpsstöðvar í Beijing, keisargrafirnar í Xi'an o.fl.

Um miðjan 10. áratuginn hófst merkileg þáttaröð í Ríkisútvarpinu undir nafninu Vinkill. Hafði Jón Hallur Stefánsson umsjón me´ð þáttunum. Markmiðið var m.a. að beita óhefðbundnum aðferðum við gerð útvarpsþátta.

Ég gerði nokkra vinkilsþætti árin 1998-2000. Hér birtist einn þeirra, Kínavinkill sem útvarpað var í júní 2000.

Í aprílmánuði vorum við þrenn hjón saman á ferðalagi um Kína. Í þættinum birtast nokkrar svipmyndir.

1. Forvitnast er um efni útvarpsstöðva í Beijing 11. apríl árið 2000.

2. Svipast er um við hótel í qingdao.

3Farið er í heimsókn í skóla fyrir þroskahefta.

4. Að lokum er komið við í Xi'an og leirherinn skoðaður. Wang Fanje segir frá því er hann fann menjar um leirherinn mikla árið 1974. Síðan eru nokkrar leirstyttur skoðaðar nákvæmlega. Ung stúlka, sem var túlkur á safninu, var svo ötul að vekja athygli mína á því sem fyrir augu bar að ég gafst upp á að þýða það sem hún sagði. Þetta var í annað skipti sem ég fékk að skoða þennan leirher og snerta það sem mig lysti. Einkennileg er sú tilfinning að standa frammi fyrir leirhernum og skoða nákvæmlega hvernig stytturnar voru gerðar. Maður skynjar hnoðnaglana í brynjunum, naglræturnar o.s.frv. Allt þetta og meira til, sem er luti 8. undurs veraldar, var framið 1000 árum fyrir byggð Íslands.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

göngugata í Beijing

Sunnudaginn 23. maí 2004 héldum við í skoðunarferð um Beijing. Tækifærið var notað og verslað. Á meðan félagar mínir styrktu kínverskan efnahag hljóðritaði ég dálítið fyrir utan verslunina. Síðan var haldið í áttina að umferðaræðunum þar sem bíllinn beið okkar. Á leiðinni heyrðist hvernig nútíð og fortíð ófust saman. Leikið var á Guan-hljóðpípu, tilkynningar bárust úr hátölurum, f´ólk fór um á reiðhjólum og að lokum lék maður nokkur Austrið er rautt á erhu-tveggja strengja fiðlu.

Notað var Sony B-100 minidiskatæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kínverskur jazz á Höfuðborgargistihúsinu í Beijing

Miðvikudaginn 19. apríl árið 2004 kom sendinefnd frá Íslandi til Beijing í þeim erindagjörðum að taka þátt í 50 ára afmæli Kínversku vináttusamtakanna. Vorum við drifin á undirbúningsfund skömmu eftir komuna og áttu félagar minir býsna bágt vegna svefns sem sótti á þá. Ég var hins vegar í hringiðunni og hélt mér ágætlega vakandi.

Eftir kvöldverð settumst við niður á bar hótelsins. Í salnum léku þrír hljómlistarmenn vestræna tónlist með kínversku ívafi. Sumt var harla gott en annað skemmtilegt. Hljóðrit dagsins er alkunnugt, bandarískt dægurlag frá 7. áratugnum. Notað var Sony b-100 minidisktæki með innbyggðum hljóðnemum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband