Þann 29. júlí 2006 vorum við Elín á leið austur á Stöðvarfjörð. Námum við þá staðar við goðafoss og hljóðritaði ég söng hans. Ef grannt er hlustað má heyra iðuköstin.
Notaður var Nagra Ares-m hljóðriti og Shure VP88 hljóðnemi. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum í 16 bita upplausn. Hljóðritið er birt hér í fullri upplausn.
Vatnið | 14.4.2010 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimilishljóð | 10.4.2010 | 23:50 (breytt 15.5.2012 kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á aðalfundi Iðunnar 6. mars 2009 kvað hann nokkrar frumortar vísur. Notaður var Shure VP88 við þá hljóðritun.
Enn var Ingimar á dagskrá Iðunnarfundar föstudaginn 9. mars árið 2010. Í það skipti kvað hann vísur eftir Kristján Samsonarson og gerði í upphafi grein fyrir ævi þessa listfenga hagyrðings.
Notaðir voru tveir Sennheiser Me64 hljóðnemar.
Hljóðritin eru birt með leyfi Ingimars.
Kveðskapur og stemmur | 10.4.2010 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljómsveitin Vindbelgirnir hefur fengist við að leika norræn danslög og fyrir nokkru gáfu þeir félagar út disk. Hinn 24. nóvember árið 2007 efndi Félag harmonikuunnenda til tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar stigu þeir Vindbelgirnir á svið og léku nokkur lög. Harmonikur þöndu Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartarson. Magnús Rúnar Jónsson lék undir á gítar.
Ég hljóðritaði utan úr sal, var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnema.
Hér er ekki um harðsoðna hljóðvershljóðritun að ræða heldur skemmtilegt hljómleikahljóðrit.
Tónlist | 9.4.2010 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Elín sóttum fundinn sem haldinn var á Austurvelli 8. nóvember 2008. Þar var andrúmsloftið lævi blandið. Ræðumenn voru þau Ragnheiður Gestsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Sigurbjörg Árnadóttir og Einar Már Guðmundsson. Hörður Torfason stýrði fundinum af sínu alkunna æðruleysi og þeirri fágun sem einkennir alla framkomu hans.
Á öxlinni hékk Nagra Ares BB+ og meðferðis hafði ég Sennheiser MD21U hljóðnema sem nam það sem fyrir eyru bar. Hljóðritið er rúmlega klst langt og er komið hér fyrir sem sagnfræðilegri heimild.
Frumritið er gert með 16 bita upplausn og 44,1 kílóriða tíðni. Vegna lengdar varð að þjappa því í 96 kb/sek.
Stjórnmál og samfélag | 8.4.2010 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrra tók ég saman nokkur hljóð sem tengjast vori og sumri.
Við hefjumst handa í fjörunni við Gróttu, höldum þaðan út í eyjuna og skjálfum dálítið í næðingnum. Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 og Nagra Ares BB+.
Þaðan er haldið út á göngustíginn meðfram Ægisíðu. Þar verður fyrir okkur pirraður hundur, fuglar syngja, fólk hleypur og hjólar. Þetta var hljóðritað með Nagra Ares-M og Shure VP88 hljóðnema vorið 2006.
Þá greinir frá samskiptum hrafns og sauðkindar. Það hljóðrit fékk ég að láni hjá aðstandendum sýningarinnar Reykjavík 871 +-2, sem allir ættu að sjá.
Næsta hljóðskot er úr öldruðum GMC fjallatrukki sem skrönglaðist upp brattan slóða laugardaginn fyrir páska 2006. Þar notaði ég áfestan hljóðnema við Nagra Ares-M.
Þá er það lítill lækur og að lokum fjaran við Gróttu um miðjan apríl 2009. Þar var notaður Nagra Ares BB+.
Umhverfismál | 8.4.2010 | 08:36 (breytt 9.4.2010 kl. 08:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér verður ekki rakin saga kristni í Kína en þess þó getið að kristin trú hefur eflst mjög undanfarna áratugi og er nú talið að allt að 15-20 milljónum manna iðki kristna trú í landinu (sumir nefna að vísu lægri tölur).
Sumarið 1986 fórum við Emil Bóasson, samstarfsmaður minn, vildarvinur og velgjörðamaður til margra ára, til Kína ásamt hópi esperantista. Opinber tilgangur okkar var að gera 8 þætti fyrir íslenska ríkisútvarpið um samskipti Kínverja og Íslendinga og stóðum við félagarnir við þann þátt ferðarinnar.
Sunnudaginn 3. Ágúst fórum við ásamt tveimur vinkonum okkar í kirkju mótmælenda í Beijing. Það vakti aðdáun okkar og gleði hvað safnaðarsöngur var almennur. Leikið var undir á slaghörpu og orgel-harmonium. Hljóðrituðum við það sem fram fór og síðan viðtöl við nokkra kirkjugesti á eftir messu. Hér verður birtur síðasti sálmurinn sem sunginn var ásamt messusvörum. Í lokin heyrist hluti útgönguspilsins. Ekki hefur mér tekist að bera kennsl á sálmalagið en finnst sem ég hafi heyrt það áður. Er það ekki ólíklegt því að flest ef ekki öll sálmalögin, sem sungin voru við guðsþjónustuna, voru vestræn.
Notað var Sony TCD5 segulbandstæki, Sony metalsnælda og Shure SM-63-L hljóðnemi.
Trúmál | 4.4.2010 | 01:17 (breytt 13.6.2010 kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyra má mismunandi umhverfishljóð á heimilinu, líkamshljóð og kaffidrykkju, umhverfishljóð frá svölunum og síðast en ekki síst margbreytileg hljóð í hröfnum.
Hljómurinn í talinu er ekki mjög skemmtilegur. Sjálfsagt valda loðsvampar því auk þess sem hljóðnemarnir vísuðu fram á við og voru fremst á spöngunum.
Heimilishljóð | 2.4.2010 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Víkin er fyrir opnu hafi og hefur því lendingin verið óhæg þar. Við hjónin vorum þar á ferð ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, 2. Júlí 2009 og nutum veðurblíðunnar.
Fyrir okkur varð lítill bæjarlækur sem hnepptur hafði verið í bunustokk og gert var úr járntunnu. Tónleikur lækjjarins vakti upp gamlar minningar um brunnlokið úti í Vestmannaeyjum sem söng í rigningu.
Í grýttri fjörunni settist ég á stein og hljóðritaði skvaldur Ægis þar sem hann mynntist við lábarið fjörugrjótið. Hlustendur þessara hljóðrita hafa heyrt hluta öldugjálfursins í færslunni um síðustu augnablik Karítasar Jónsdóttur sem er birt undir þessum flokki. Takið eftir tónbrigðum sjávarins.
Nánari upplýsingar um Skálavík eru á síðunni http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_skalavik.htm
Sjórinn | 2.4.2010 | 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var einkargott veður og greinilegt að vorið var í nánd. Við hjónin fórum síðdegis þann dag í fjöruna við Seltjörn og þar var hljóðritið gert. Ég beindi hljóðnemunum niður á við til móts við fjöruborðið og þannig náðist leikur sjávarins að mölinni í flæðarmálinu.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.
Sjórinn | 1.4.2010 | 23:12 (breytt 15.5.2012 kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 65751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar