Færsluflokkur: Vélar
Á meðan fólk hljóp sem ákafast í 10 km hlaupinu í Reykjavík 20. Ágúst birtist lítil flugvél úr suðaustri og flaug í norðvestur yfir Seltjarnarnes.
Hreyfingin heyrist einkar skemmtilega ef notuð eru góð heyrnartól.
MS-uppsetning: Røde Nt-2A og NT-55.
In English
While people were running in the Reykjavik run on August 20 a small airplane appeared from south-east flying north-west across Seltjarnarnes.
The movement is quite audible if headphones are used.
MS-setup: Røde NT-2A and NT-55.
Vélar | 23.8.2016 | 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var grasflötin við Tjarnarból slegin með hávaðasamri sláttuvél. Hljóðið var fangað. Í fjarska var verið að vinna við bílskúrsgólf.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með dauðum kettlingi.
In English
Today our lown was mowed with a noisy machine. In a nearby hous the garage was being repaired.
Recorded with an Olympus LS-11 with its mics and a dead kitten.
Vélar | 12.8.2016 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í verslun Hagkaupa við Eiðistorg var eitthvað að einum kælinum.
Heimilisfrystiskápurinn, sem er fæddur í Tyrklandi er nokkru hljóðlátari en framleiðir unaðsleg hljóð sem mannseyrað heyrir vart en hljóðritinn nemur. Honum var stungið inn í skápinn og látinn dúsa þar í nokkrar mínútur. Kuldinn virtist þrengja nokkuð að efniviði tækisins eins og örlágir smellir bera vitni um.
Hljóðritað með Olympus LS-11 á 24 bitum og 48 kílóriðum.
In English
It could be heard that something was wrong with one of the coolers in the Hagkaup Supermarket at Eiðistorg in Seltjarnarnes, Iceland.
On the other hand the freezing cabin at home, which is of Turkish origin, is so quite that the human ear doesn't hear the wonderful sounds it composes. Therfore the Olympus LS-11 was place inside for several minutes. The dropping temperatures seemed to affect the recorder's housing as the small snicks confirm.
Recorded with an Olympus LS-11 24 bits, 48 kHz
Vélar | 18.4.2015 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framkvæmdagleðin er í hámarki á mótum Nesvegar og Skerjabrautar. Við Suðurmýrina bæta menn gangstétt og nær Skerjabraut er undirbúin bygging fjölbýlishúss. Í dag hömuðust tvær vélar.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og dauður kettlingur notaður til þess að hlífa hljóðnemunum við golunni.
IN ENGLISH
A lot of construction work is going on close to my home. A pavement is being restored and the construction of an appartment house being prepared. Two machines were creating the sounds today.
Recorded with Olympus LS-11 and a dead kitten from Røde used to protect the microphones against the breeze.
Vélar | 12.5.2014 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kolbeinn Tumi, sem verður 5 ára 14. apríl, hefur ekki gefið kost á viðtali fyrr en nú og var því haldið inn í svefnherbergi, þar sem er hljóðver Hljóðbloggsins. Birgir Þór, sem verður 8 ára 15. febrúar, var bróður sínum til halds og trausts, enda þaulvanur viðmælandi eins og hlustendur vita.
Vélar | 11.2.2013 | 20:47 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Austan Oddagötu á svæði Háskóla Íslands eru nú reistar nýjar stúdentaíbúðir. Þegar við hjónin hjóluðum þar framhjá í fyrradag á tveggja manna hjólinu Orminum bláa, bar fyrir eyru hljóð, sem vart hafa heyrst á þessu svæði í nokkur ár - byggingarverkamenn voru að störfum. alls konar hljóð bar fyrir hlustir: negldir voru venjulegir naglar með hömrum, sagir hljómuðu, slípirokkar, sementshrærivélar o.s.frv. Þess vegna var farið á staðinn í gær og tekið hljóðsýni.
Mælt er með góðum heyrnartólum. Njótið hávaðans og fjölbreytni hans en gætið þess að skaða ekki heyrnina.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Blimp-vindhlíf var notuð.
A construction side in Reykjavik.
In Reykjavik, east of Oddagata, a street at the area of The University of Iceland, a team of construction workers is currently building an apartment house with flats for students. These sounds are not as frequently heard in Iceland as in the years before the financial crash in 2008 and the econonic recession, which followed., when I and my wife passed by on our tandem 2 days ago. all kinds of machinery and old fashioned hammers were heard and many things more.
We went there again yesterday and I collected some samples of sounds.
A Nagra Ares BB+ was used, recorded at 44,1 kHz and 24 bits. Røde NT-2A and NT-55 omnidirectional were used in a MS-setup, covered by a blimp.
Good headphones are recommended. Please enjoy the noise!Take care of your ears and enjoy the sounds.
comments are welcomed at
Vélar | 27.7.2012 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.
Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.
Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.
Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.
Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.
IN ENGLISH
Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".
These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.
A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.
I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.
Vélar | 22.2.2012 | 14:26 (breytt 20.7.2012 kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þeim bátum og skipum, sem Helgi Benediktsson, faðir minn, lét smíða í Vestmannaeyjum og Svíþjóð, voru June Munktell vélar. Ég man enn eftir hljóðinu í vélinni í Skaftfellingi (June Munktell held ég að hafi verið sett í Skafta árið 1948), Gull-Þóri, Hildingi, Frosta og Fjalari, að ógleymdum Hringver. Þetta fann ég á netinu og hoppaði þá heldur í mér hjartað.
http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU
Njótið myndskeiðsins og setjið á ykkur góð heyrnartól.
Ef einhver veit um gangfæra June Munktell vél væri gaman að fá að hljóðrita ganginn.
In English
My fathers fishing boats were equipped with June Munktell machines. My heart jumped when I found this on Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU
If anyone knows about recordings of old June Munktell machines, please inform.
Vélar | 22.8.2011 | 21:16 (breytt 28.7.2012 kl. 20:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti," kvað Sigurður Ágústsson forðum daga eins og þeir vita sem kunna og syngja Kötukvæði.
Sunnudaginn 7. ágúst lögðum við hjónin leið okkar austur í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Þegar okkur hjónin bar að Skaftholti stóð heyskapur sem hæst. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, flutti heyið að. Það var sett af heyvagninum á færiband og blásið í hlöðu. Því fylgdi talsverður fyrirgangur og hávaði.
Þegar leið á hljóðritið var afstöðu hljóðnemans breytt örlítið og heyrist það greinilega. Logi Pálsson greindi að lokum frá því hvað menn höfðust að þennan dag.
Gríðarlegur styrkmunur er á hljóðritinu innbyrðis og hefur ekki verið reynt að takmarka hann með styrkjafnara. Þeir, sem eru hugfangnir að tækninni, geta leikið sér að því að bæta þar úr.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.
Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Ljósmyndari og staðarvalsmaður hljóðnema var Elín Árnadóttir.
In English
Many Icelandic poems from the 20th century tell about the romantic times when people were making hayy in August, while the dusk covered something which should be hidden.
Today the machinery has taken over with all its noise. When I and Elin visited Skaftholt in Skeiða- and Gnúpverjarheppur in Southern Iceland (see liknks above) the farmer and his assistants were flowing the hay from a conveyor belt into the barn. The process was recorded using Nagra Ares BB+ with Røde NT-2A and NT-55 in a MS Stereo setup. There is much difference between the low and high peaks of the recording which is best enjoyed in good headphones.
At the end of the recording Logi Pálsson tells the listeners what they are doing.
Vélar | 11.8.2011 | 21:45 (breytt 28.7.2012 kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.
Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.
Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
Certain sounds belong to a distinguished part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.
Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.
A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.
The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.
Vélar | 18.7.2011 | 17:28 (breytt 28.7.2012 kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar