Færsluflokkur: Ferðalög
Á eyjunni Krít, sem er sunnan við meginland Grikklands, eru að meðaltali 300 sólskinsdagar á ári. Þar er mikil gróðursæld og mannlífið sérstakt.
Þegar rignir opnast himnarnir og þeysidögg hvolfist yfir jörðina, svo að vísað sé til Odds Gottskálkssonar.
Þetta hljóðrit er frá borginni Chania 27. september 2018. Skömmu eftir að hljóðritið hefst eykst rigningin að mun. Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
There are about 300 sunny days per year on the Greek island of Crete.
This recording was made in Chania on September 27 2018. Shortly after the beginning it started raining both dogs and cats.
Good headphones recommended.
Ferðalög | 30.9.2018 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 4. September 2016 flaug ég áleiðis til Shanghai með viðkomu í París. Í Shanghai dvaldi ég til 8. Sept. Þá hélt ég til Íslands með viðkomu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam.
Hér eru þrjú hljóðskjöl:
Það fyrsta er örstutt hljóðmynd frá Putong-flugvelli í Shanghai. Þar er þjónusta til mikillar fyrirmyndar. Hljóðritið var gert eftir að ég hafði kvatt ágæta leiðsögukonu mína, Song Zhemin, sem reyndist mér einstök hjálparhella á meðan á dvöl minni stóð.
Annað hljóðskjalið er úr Boing 777 flugvél á leiðinni til Amsterdam.
Að lokum er brugðið upp stuttri kvöldhljóðmynd af erli starfsmanna á Schiphol-flugvelli.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti
Mælt er með góðum heyrnartólum.
In English
On September 4 I went to Shanghai via Paris. There I stayed until Sept. 8, when I went back to Iceland via Amsterdam.
There are 3 recordings attached to this report.
- A short sound immage from Putong airport, recorded after I had said goodbye to my guide, Miss Song Zhemin who was a wonderful helping hand during my stay in shanghai. At the airport I enjoyed an excellent service.
- On board a Boing 777 on the way to Schiphol airport.
- A short evening recording from Schiphol airport.
An Olympus LS-11 was used. Good headphones are recommended.
Ferðalög | 11.10.2016 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.
Unnur sagði frá ferðinni í viðtali, samanber meðfylgjandi hljóðskrá.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Kínversk-íslenska menningarfélagið og njóta afsláttarins geta sent tölvupóst á netfangið kim@kim.is. Nafn, kennitala og heimilisfang þurfa að fylgja.
Ferðalög | 4.3.2014 | 21:10 (breytt kl. 22:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef bæjarheitinu Dæli er flett upp í kortasafni Nokia koma upp sambærileg nöfn í Kína, á Balí og Noregi auk Dælis í Víðidal.
Á ferð okkar hjóna um Norðurland í júnílok gistum við að Dæli í Víðidal, en þar hefur verið starfrækt ferðaþjónusta frá árinu 1988. Síðast gistum við þar fyrir 15 árum og eigum mjög góðar minningar um dvölina.
fyrir framan gamla íbúðarhúsið, þar sem við gistum er garður með dálitlum birkilundi. Þar var hljóðnemunum komið fyrir í MS-uppsetningu í skjóli fyrir hvassri norðangolunni. Hafist var handa við að hljóðrita um morguninn.
Þetta hljóðrit er glöggt dæmi um þá erfiðleika sem menn stríða við, þegar íslensk náttúra er hljóðrituð. Mófuglar halda sig yfirleitt í hæfilegri fjarlægð, en fuglar eins og hrossagaukur og þrestir koma stundum býsna nærri. Þess vegna er talsvert ójafnvægi í hljóðritinu og svo virðist sem gjamm hrossagauksins sé yfirþyrmandi. Ýmsir fleiri fuglar koma fram. Vakin skal athygli á rjúpu, en að öðru leyti verður ekki fjölyrt um fuglana. Vindurinn leikur sér að greinum og laufi trjánna og þýtur einnig í grasinu.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðrit og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
when I looked up the location of the farm Dæli in Northwest-Iceland with my GPS-system of Nokia mobile phone, I found several names similar to the Icelandic one in Bali, China and Norway.
On our travel in Northern-Iceland in the end of June I and my wife stayed at Dæli in Víðidalur, Northwest-Iceland for one night. The old farmhouse has been used as a guesthouse since 1988 and we had stayed there once before (in 1997) and had very good memories of our staying there.
It was rather windy from the north and a lot of noise both from the wind, leaves and the grass. In front of the farmhouse is a grove of Birch trees. There I placed the microphones in a MS-setup, placed inside a blimp windshield. This recording is a typical example of the problems occurring when trying to record the natural sounds of Iceland. Some of the birds were quite distant while the Redwings and the Redshanks were quite close with their trident sounds. Please note the burping sound of the ptarmigan.
Ferðalög | 13.7.2012 | 21:37 (breytt 16.7.2012 kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.
Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.
Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.
Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.
Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.
In english
In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.
I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 oclock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.
Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.
Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.
Ferðalög | 1.7.2012 | 22:09 (breytt 16.7.2012 kl. 17:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blindrafélagið hefur gefið út hljóðtímaritið Valdar greinar frá árinu 1976. Gísli Helgason stofnaði tímaritið og fékk í lið með sér hinn kunna útvarpsmann, Svein Ásgeirsson, hagfræðing, og las hann ásamt Lions-félögum efni blaðsins fyrstu árin. Tímaritinu var dreift til félagsmanna Blindrafélagsins á snældum og síðar á geisladiskum. Nú er tímaritið einnig á Netinu.
Gísli hefur lengstum verið ritstjóri tímaritsins og rifjar stundum upp gamalt efni úr segulbandasafni Blindrafélagsins. Í síðasta tölublaði er frásögn af ferð Blindrafélagsins til Vestmannaeyja, sem farin var helgina 3.-5. september 1982. Þar átti ég samtal við Ásu Friðriksdóttur, Páll Helgason lýsti því sem fyrir augu bar í skoðunarferð og Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólfi, heiðraði hópinn með því að þeyta skipsflautiuna þegar Herjólfur sigldi til Hafnar laugardaginn 4. september, en hópurinn var þá staddur á nýja hrauninu. Gísli kynnir efnið í upphafi og endar pistilinn.
Notaður var Electrovoice RE-50 hljóðnemi og sony TCD-5 segulbandstæki.
Tengil á pistilinn má finna hér fyrir neðan.
Haustferð Blindrafélagsins til Vestmannaeyja 1982
Nokkur fleiri viðtöl voru tekin í þessari ferð og birt í þættinum Snerting, sem við Gísli höfðum umsjón með í Ríkisútvarpinu og fjallaði um málefni fatlaðra. Vonandi eru þessi viðtöl enn til.
Ferðalög | 9.5.2012 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar menn bíða þess á flugvöllum, að þeimm verði hleypt um borð í þá vél, sem þeir ætla með, er það fangaráð margra að fylgjast með mannlífinu.
Sunnudaginn 1. apríl vorum við hjónin á leiðinni til Beijing. Ég hafði með mér Nagra Ares BB+ hljóðrita og tvo Senheiser ME-62 hljóðnema. Auðvitað var tækifærið notað og hljóðumhverfið á einum veitingastaðanna fangað, en við sátum við útjaðar hans.
Einatt virðast menn torgryggnarií garð þeirra, sem hljóðrita en þeirra, sem kvikmynda eða taka ljósmyndir, eins og heyrist á þessu hljóðriti. Hvernig skyldi standa á því?
IN ENGLISH
While passengers are waiting at airports many of them enjoy looking around and listening to the continuous stream of people.
On April 1, I and my wife were on our way to Beijing. While waiting for the plane to be boarded, I used the opportunity and recorded the sounds nearby one of the restaurants. I used Nagra Ares BB+ and 2 Senheiser ME-62 omnies.
I have noticed that many people find those, who are recording sounds, more suspicious than those, filming or taking pictures. Why is that? This time there was no exception. A gentleman aske what I were doing with the microphones. I replied by stating that I were making recording for the Icelandic radio.
Ferðalög | 17.4.2012 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.
Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.
Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.
Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.
Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.
IN ENGLISH
Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".
These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.
A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.
I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.
Ferðalög | 22.2.2012 | 14:26 (breytt 20.7.2012 kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sögn Elínar Árnadóttur, eiginkonu minnar og hjálparhellu í hvívetna, er einn fegursti staður landsins við Fossá í innanverðum Berufirði og nemum við þar gjarnan staðar á ferðum okkar.
Þegar við fórum þar um 8. júlí síðastliðinn tók Elín eftir því að vegur lá upp með ánni að bænum Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Frá bílastæðinu á brekkubrúninni er fögur útsýn yfir Berufjörð og skammt að fossunum.
Fossá rennur úr Líkárvatni og nefnist í fyrstu Líká. Áin fellur í 25 fossum til sjávar í Berufirði innarlega.
Við stóðumst ekki mátið og litum dýrð Fossárfoss. Hljómþungi fossins var mikill og reyndi ég að fanga hann með Røde NT-1A og NT55 í MS-uppsetningu. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðninni og er hljóðritið birt hér í 44,1 kílóriðum og 16 bita upplausn. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Á meðan ég setti upp búnaðinn bar að hóp þýskra og franskra ferðamanna í hópferðabifreið. Þegar þeir höfðu notið dýrðar fossins og tekið nægju sína af myndum af mér og fossinum biðu þeir í bílnum á meðan ég lauk mér af. Eru þeim færðar einlægar þakkir.
In English
My wife, Elín Árnadóttir, who is my helping hand in so many ways, has always stated that the river, Fossá in Berufjörður, East Iceland, is one of the most beautiful spots in our country. When we stopped there on July 8, 2011, she saw that a gravel road went along the river.
Up on the hill is a magnificient view and nearby is the waterfalls with the heavy and turbulent sound which no one can resist.
While I was setting up my equipment a bus came along with some French and German tourists. After taking some photoes of me and the waterfalls, they waited patiently in their bus until I had finished the recording.
The recording is published here in 44,1 kHz and 16 bits.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT55 in an MS-setup.
For more details please have a look at the links above.
Ferðalög | 2.8.2011 | 00:41 (breytt 28.7.2012 kl. 21:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn hefur Magnús Bergsson sent frá sér hljóðlistaverk sem heldur mönnum föngnum á meðan hlustað er.
Magnús var fyrir nokkrum dögum við hljóðritanir í fuglafriðlandinu í Flóa. Sumt fór öðruvísi en ætlað var, en hann lét ekki aðstæðurnar buga sig heldur greip til eigin ráða. Betri lýsing á veðrinu föstudaginn 24. júní finnst vart.
http://fieldrecording.net/2011/07/09/sudvestan-kaldi-a-sumarsolstodum/
Ferðalög | 10.7.2011 | 22:30 (breytt 28.7.2012 kl. 21:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar