Reykjavíkurhlaup 2014 - Reykjavik Running 2014

Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.

Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.

fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.

Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+

Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.

 

In English

This recording is best enjoyed by using headphones.

The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.

The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.

The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.

The runners pass by like a river of people.

Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.

Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Glaðir fuglar í regnúða - Merry birds in a light rain

 

Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.

Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.

Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.


In English.

This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.

In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.

Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.

There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.

Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.

 

Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.

Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.

Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.

 

In English.

This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.

In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.

Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.

There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.

Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgundemba í júlí - Heavy rain in July

Á sunnanverðu Íslandi verður þetta sumar sjálfsagt kallað rigningarsumarið mikla. En það rigndi víðar.

Aðfaranótt 14. júlí var ýmiss konar veður að Kirkjubóli í Steingrímsfirði: logn, stynningskaldi, dálítil rigning og úrhelli. Meðfylgjandi hljóðrit náðist með herkjum u.þ.b. kl. 14 mínútum fyrir kl. 8 um morguninn. Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 í AB-uppsetningu. Þeir voru huldir loðhlíf frá Rycode. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Mælt er með heyrnartólum og góðri regnkápu.


In English

This summer has been very weat in southern Iceland. But fortunately it has been some rain in other parts of the country.

At Kirkjuból in Steingrímsfjörður near Hólmavík at Northwest-Iceland, there were at least 4 kinds of weather in the night before July 14: calm, strong breeze, a little rain and heavy rain.

This short recording was made just before 8 in the morning. 2 Sennheiser ME 62 were used covered with a Rycode furcode. A Nagra Ares BB+ was used.

Headphones are recommended as well as a waterproof jacket.

d


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband