Færsluflokkur: Bloggar

36. Reykjavíkurmaraþonið - The 36. Reykjavik Marathon

Reykjavíkurmaraþonið var þreytt í 36. sinn í dag, 24. ágúst. Fyrsti klukkutíminn var hljóðritaður.
Takið eftir hvað Arnar Pétursson er langt á undan þeim sem næst koma.
Í hljóðritinu heyrist hvernig stöðugt fjölgar í hópi hlaupagarpa enda bættust við þátttakendur í 10 km hlaupinu.
Hljóðritað var með Zoom H6 og MS-hljóðnema.
heyra má í upphafi að einn og einn regndropi lendir á tækinu.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

IN ENGLISH

The 36. reykjavik Marathon was held in Reykjavik this morning
The winner was Arnar Pétursson.
Please note how far he was ahead of other runners.
In the beginning it can bi heard thas some raindrops hit the recorder.
Recorded with Zoom H6 in MS stereo.
Headphones recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hamingjusamur eða óhamingjusamur hundur? - A happy or frustrated dog?

Smáhundur nokkur er iðulega einn síns liðs heima á meðan eigendurnir ganga að störfum sínum. Hann geltir iðulega hástöfum. Hvernig ætli honum líði?

 

IN ENGLISH

A small poodle is usually left alone at home while his owners are at work. How should it be feeling?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugeldaskothríðin 2018-19 - The fireworks at 2018-19

Um áramótin 2018-19 var skothríðin í meðallagi og lítið um stórsprengjur á þeim stað sem hljóðritað var, norðan við fjölbýlishúsið að Tjarnarbóli 14 á Seltjarnarnesi.
Í þetta skipti var notaður Zoom H6 hljóðriti með áfestum víðómshljóðnema. Notuð var vindhlíf frá rycode.
Mælt er með góðum heyrnartólum. Varist að skaða ekki heyrnina.

IN ENGLISH

The fireworks 2018-2019 was similar to the last year.
Where I was recording north of the appartment house of Tjarnarbol 14, Seltjarnarnes, Iceland, there were not many big bombs.
This time I used a Zoom H6 recorder with an attached X/Y microphone attached to it.Good headphones recommended.
Be careful and avoid hurting your hearing.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Andardráttur fjölbýlishúss - The central heating of an appartmenthouse

Þegar maður kemur á neðstu hæð fjölbýlishúss og gengur inn á geymslugang eða þangað sem fremur hljótt er, birtist heill hljóðheimur -vatnskerfi hússins fyrir eyrum okkar. Það er ótrúlega hrífandi að hlusta eftir andardrætti þesss. Ýmis önnur hljóð berast einnig að eyrum manns – umgangur og rigningin fyrir utan svo að fátt eitt sé nefnt. Fyrra hljóðritið var gert 2. september 2018 um kl. 21:30 og hið seinna daginn eftir um kl. 15:30. Hljóðritað var með Zoom H6 og áföstum víðóms-hljóðnema X/Y. In English When you enter the cellar of an appartment house where there should be a quiet place, it is interesting to listen to the waterpipes of the house. The sound can be quite relaxing. The first recording was made at 21:30 on September on September 3 2018 at Tjarnarból 14, Seltjarnarnes Iceland. Good headphones are recommended. Recorded with a Zoom H6 with attached XY-stereo microphone.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðistund á Seltjarnarnesi

Seltirningar og aðrir voru í hátíðarskapi í dag enda öðru sinni sem Seltirningur er kjörinn forseti lýðveldisins.


mbl.is Guðna fagnað við heimili sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hylling Guðna Th. Jóhannessonar, verðandi forseta og ávarp hans framan við heimili fjölskyldunnar við Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi

Fjöldi manns kom að heimili Guðna Th. Jóhannesar og fjölskyldu og hyllti hann. Hér er hljóðrit af athöfninni. Eiginkona hans bauð fólk velkomið.

 

The next president of Iceland, Guðni Th. Johannesson, gave a short speech infront of his home at Seltjarnarnes, Iceland, but he was elected on June 25 2016.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skaftfellingur

Þátturinn um Skaftfelling VE-33 var tekinn saman sumarið 1999 og útvarpað þá. Þar segir Jón Hjálmarsson sína útgáfu sögunnar um björgun þýskra kafbátsmanna og koma fram upplýsingar sem ekki var vitað um áður. Þá greinir Ágúst Helgason, sem var háseti á Skaftfellingi, frá því er hann varð fyrir vélarbilun undan ströndum Skotlands og litlu munaði að illa færi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Suð fyrir eyra - útvarpsþáttur frá 1999

Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.

Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: “Þetta er suðið mitt”!

Og þetta er einnig suðið mitt.

Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.

Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikið sér að farsíma

Að undanförn hef ég reynt að hljóðrita með Samsung S III farsíma. Notaðir hafa verið ýmsir hljóðritar svo sem Raddupptaka, PCM, PCM PRO og ASR. Sá síðast nefndi hljóðritar bæði í einómi og víðómi. Ég hef hljóðritað með innbyggðu hljóðnemunum og Røde barmhljóðnema. Hann kemur þokkalega út að öðru leyti en því að í hvert sinn sem hann nemur hljóð fylgir suð með.

Í dag fór ég í Krónuna vestur á Granda og brá upp símanum til þess að hljóðrita umhverfið. Notaður var ASR hljóðritinn og innbyggðu hljóðnemarnir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðritað með snjallsímum

Ýmsir áhugahljóðritarar horfa nú spenntir til farsíma sem hentugra hljóðrita framtíðarinnar. Svo virðist sem nokkurt úrval hljóðnema sé á markaðinum, sem óhætt er talið að mæla með. Sjá t.d.

http://www.wildmountainechoes.com/equipment/audio-recording-with-a-smartphone/

Einn þeirra hljóðnema, sem fjallað er um í þessari samantekt, er frá Røde – lítill barmhljóðnemi sem kostar á milli 7-8.000 kr í Tónastöðinni. Hann var prófaður með Galaxy S III snjallsíma og pCM PRO hljóðrita, sem fæst ókeypis á netinu. Örstutt hljóðsýni fylgir þessum pistli. Hljóðgæðin eru nægileg til þess að óhætt sé að mæla með snjallsímum fyrir blaðamenn og þá sem þurfa ekki að vanda mjög til hljóritsins.


Um blinda snjallsímahljóðritara

Það kostar dálítið umstang fyrir blinda hljóðritara að nýta sér snjallsíma til hljóðritana. Ef notaðir eru hljóðnemar, sem stungið er í samband bið heyrnartóls-stunguna, verður að hefjast handa við hljóðritun áður, til þess að hægt sé að nýta talgervil símans. Þegar hljóðritun er lokið þarf að taka nemann úr sambandi.

Samsung S-III og S-IV ættu að geta notað gömlu útgáfuna af hljóðnemum fyrir iPhone, eftir því sem heimildir herma. Það hefur enn ekki verið reynt.

Athugasemdir eru vel þegnar.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband