Færsluflokkur: Reykjavík

36. Reykjavíkurmaraþonið - The 36. Reykjavik Marathon

Reykjavíkurmaraþonið var þreytt í 36. sinn í dag, 24. ágúst. Fyrsti klukkutíminn var hljóðritaður.
Takið eftir hvað Arnar Pétursson er langt á undan þeim sem næst koma.
Í hljóðritinu heyrist hvernig stöðugt fjölgar í hópi hlaupagarpa enda bættust við þátttakendur í 10 km hlaupinu.
Hljóðritað var með Zoom H6 og MS-hljóðnema.
heyra má í upphafi að einn og einn regndropi lendir á tækinu.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

IN ENGLISH

The 36. reykjavik Marathon was held in Reykjavik this morning
The winner was Arnar Pétursson.
Please note how far he was ahead of other runners.
In the beginning it can bi heard thas some raindrops hit the recorder.
Recorded with Zoom H6 in MS stereo.
Headphones recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþon 2018 - Reykjavik Marathon 2018

Reykjavíkurmaraþonið var þreytt í 23. sinn í dag, 18. ágúst. Þúsundir fólks tóku þátt í því, 10 km hlaupi o.s.frv.
Þetta hljóðrit er frá því kl. 09:55. Stemmingin heyrist vel og fótatak hlauparanna.
Hljóðritað var með Zoom H6 með áföstum víðómshljóðnema. Tækinu var komið fyrir í Blimp-vindhlíf.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var við Tjarnarból 14 Nesvegs-megin.

IN ENGLISH

The annual Reykjavik Marathon was held on August 18 2018. Thousands of people ran in support for various welfare-organisations.
The recording started at 09:55. The athmosphere     can be enjoyed as well as the sounds og the leaping masses.
Recorded with Zoom H6 with attached Stereo microphone. The device was in a Blimp windshield.
The recording was made at Seltjarnarnes, Iceland - in front of Tjarnarbol 14.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Yndisstund við Ægisíðu - A pleasant moment at a pedestrian path

Miðvikudaginn 25. október 2017 var gott veður á Reykjavíkursvæðinu.

Um kl. 15:30 settist ég á bekk við göngustíginn við Ægisíðu og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.

Zoom H6 hljóðritinn lá á bekknum hjá mér. Notaður var X/Y-víðómshljóðneminn sem stilltur var á 120°.

Það heyrist í flugvélum og umferðinni fyrir aftan mig, en hljóðneminn vísaði í átt að sjó. Þá heyrist í vatni sem drýpur niður, fuglum og vegfarendum. Sérstaklega er vakin athygli á fólki sem nálgaðist (um 5:30 mín.) en eiginmaðurinn gerði sér grein fyrir að verið væri að hljóðrita og fóru hjónin að hvíslast á.

Mælt er með góðum heyrnartólum og lokið augunum á meðan þið hlustið.

 

In English

The weather in the afternoon on October 25 2017 was wonderful in Rthe Reykjavik area.

The recording was made on the pedestrian path along ægisíða at the western south coast of Reykjavík. The trafic behind is heard as well as dripping water and birds as well as planes.

Recorded with Zoom H6 / X/Y mic, set on 120°.

Please close your eyes while listening to the planes, birds, the trafic behind and some birds as well as dripping water and the pedestrians.

Good headphones recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþon og flugeldasýning - Reykjavik Marathon and Fireworks

Reykjavíkurmaraþonið var haldið 19. ágúst í ár.

Eins og stundum áður var það hljóðritað. Meðfylgjandi hljóðrit hófst kl. 08:7 í þann mund sem fyrstu hlaupararnir nálguðust Tjarnarból 14 Nesvegsmegin.

Hljóðritað var með Zoom H6 og tveimur Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.

 

Þá er það flugeldasýningin um kvöldið. Hún var hljóðrituð við Hafnarsvæðið í Örfirisey.

Hljóðritað var með Zoom H6 með áföstum MS-hljóðnema.

 

Mælt er með góðum heyrnartólum. Varist að stilla þau á of háan styrk þar sem heyrnin gæti skaðast..

 

In English

 

The annual Reykjavik Marathon was held on August 19 this year. As usually the runners were recorded.

The first recording was started at 08:07 in the morning when the fore-runners were approaching Tjarnarból 14 at Nesvegur.

Recorded on Zoom H6 with Sennheiser ME-62 in an AB-setup.

 

The fireworks was recorded in the evening at Reykjavik harbour west of the concert house of Harpa.

Recorded on Zoom H6 with an attached MS-mike.

Good headphones recommended. Ton't set the volume too high as it might damage your hearing.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við Tjörnina - At the Lake in Reykjavík

Veðrið var einstaklega gott í Reykjavík í dag, föstudaginn 3. Mars.

Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og héldum niður að Tjörn. Þar var gargað, skrækt og skvaldrað sem aldrei fyrr.

Við hljóðrituðum á fjórum stöðum skammt frá Ráðhúsinu og enduðum við andapollinn þar sem heitt vatn streymir út í Tjöfnina

Hljóðritað var með Zoom H6. Notaður var áfestur víðómshljóðnemi stilltur á 120°.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Njótið vel.

 

In English

The weather today, Friday March 3, was sunny and just a gentle wind.

I and my wife went to the lake in the center of Reykjavik. There was a lot of screeming and shouting of the swans, ducks and geese as well as other urban sounds.

We made recordings at 4 spots close to the City hall of Reykavik and concluded where warm water runs into the lake to keep a small pool open for the birds, as the lake is now covered with ice.

Recorded with a Zoom H6 recorder with an attached stereomic set up as 120°.

Good headphones are recommended.

Enjoy the listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

10 km hlaupið - The 10 km run

Laugardaginn 20. ágúst var 10 km hlaupið háð að venju í aðdraganda Reykjavíkurnætur.

Þúsundir fólks þreyttu hlaupið.

Andrúmsloftið var þrungið gleði og þátttakendur voru óspart hvattir.

Hljóðritað var norðanmegin við Tjarnarból 14, þegar fólk hljóp framhjá eftir Nesveginum.

Nagra Ares BB+ var notaður.

Hljóðnemunum var komið fyrir í u.þ.b. 175 cm hæð. Eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vera neðar til þess að fanga betur fótaburð þátttakenda.

Sérstök athygli er vakin á lítilli flugvél sem heyrist í lokin (í kringum 26 mín). Glöggt heyrist hvernig hún kemur úr suðaustri og heldur í norðvestur.

Notaðir voru Røde NT2A, stilltur á áttu og NT55. Hljóðritað var í MS-stereo.

Mælt er eindregið með góðum heyrnartólum.

 

In English

The annual 10 km run was held in Reykjavik on August 20 in advance of The Reykjavik Marathon with thousands of participants. The atmosphere was quite vivid and the participant were stimulated by the audience.

Please pay attention to a episode close to the end of the recording, when a small aeroplane which is heard coming from the south-east flying to north-west (around 26 minutis).

A Nagra BB+ was used together with Røde NT-2A in an 8 setup and NT55 as the mid channel. The recording was made in MS-stereo.

The mics were located around 175 cm above the ground. Perhaps they should be kept a bit lower to record the foodsteps of the participants.

Good headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íhreytur um Reykjavík og aðra landshluta

Kvæðamannafélagið Iðunn efndi til haustferðar laugardaginn 6. september 2014. Margt var þar kveðið skemmtilegt.

Á leiðinni heim, þegar ekið var í áttina að Þrengslunum, kvað Þórarinn Már Baldursson, hagyrðingur og kvæðamaður, vísur þar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabæi hennar. Landsbyggðin fær einnig sinn skammt, enda er hann norðlenskur maðr.

Mælt er með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurhlaup 2014 - Reykjavik Running 2014

Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.

Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.

fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.

Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+

Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.

 

In English

This recording is best enjoyed by using headphones.

The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.

The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.

The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.

The runners pass by like a river of people.

Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.

Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldurnar gæla við grjótið - The Waves dallying with the stones



Skammt frá skolpdælustöðunni við eiðisgranda í Reykjavík
liggja þrep frá sjóvarnagarðinum niður í fjöru. Við Elín höfðum tekið eftir því
að þar er sælureitur og nokkurt hlé frá skarkala umferðarinnar. En skarkalinn
er þó yfir og allt um kring. Til samanburðar skal bent á hljóðrit
Magnúsar Bergssonar
frá 13. Maí. Laugardaginn 18. Maí var allhvass
austanvindur. Þótt garðurinn veitti nokkurt skjól rifu þó einstaka vindhviður í
hljóðnemana, en öldurnar virtust ekki kippa sér upp við vindinn og gældu við
grjótið. Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar með loðfeldi í
AB-uppsetningu. Bilið á milli þeirra var 40 cm. Skera þurfti af 100 riðum vegna
vindsins. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.


In English


The spring has been relatively cold and windy in Iceland. On
May 18 I and my wife went to the cycling path along the beech close to
Seltjarnarnes. There a wall has been built to protect the path and the coast.
We went down to the beech and recorded the small waves playing with the stones.
It was windy which can be heard. For comparison, see Magnus
Bergsson‘s recording
from May 13. Two Sennheiser ME-62 were used in an
AB-setup with 40 cm spacing.j the recorder was Nagra Ares BB+.



 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Friðargangan og Hamrahlíðarkórinn


Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.

Örlitlum hljóðnemum var komið fyrir í eyrunum og námu þeir

hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.


 Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.


Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.



Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik

The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as the

last 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.

The quire meandered by in a long procession. Sometimes we

walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.

Binaural microphones from Sound Professionals were used together

with A Nagra Ares BB+.

Headphones are recommended.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband