Færsluflokkur: China

Ekið norður í Kia Soul rafbíl - Driving to the north in a Kia Soul EV

Föstudaginn 13. október héldum við hjónin á Kia Soul rafmagnsreið norður á Hvammstanga að heimsækja systur Elínar.

Á Holtavörðuheiði var hvassviðri og úrhellisrigning.

Fyrsta hljóðritið er frá akstri okkar norður Hrútafjörð í hvassviðri og rigningu.

Annað hljóðritið er frá 14. október þegar við vorum á leið upp Holtavörðuheiði.

Í þriðja hljóðritinu heyrist þegar bílar koma aðvífandi. Þá var hljóðnemanum beint til vinstri.

Í 4. hljóðritinu er hljóðneminn í sömu stöðu og heyrist greinilega þegar bílar koma aðvífandi í Hvalfjarðargöngum.

Hljóðritað var með Zoom H6 hljóðrita. Notaður var áfastur kúluhljóðnemi.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

I and my wife, Elín, went on our Kea Soul EV north to the village of Hvammstangi in Northwest Iceland on Friday, October 13.

On the mountain of Holtavörðuheiði, which lies between southern and Northern Iceland, it was a strong headwind and rain.

The first recording is made on our way when we were heading to the north in Hrutafjordur. The reain and storm were quite hard.

The second recording is made the day after when we were heading up to the top of Holtavörðuheiði in a nice weather. We had to use the heater as it was a little cold outside. Notice the different surface of the road.

The 3. recording is catching the aproaching cars. The microphone was facing the left side in order to catch the sound of the cars.

The 4. recording depicts the sound in the tunnel of Hvalfjörður when cars are passing y.

 

Recording with Zoom H6 and an attached stereo microphone.

Good headphonese ar recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinsæl tónlist í Kína - Popular music in China (1973)

Fyrir skömmu fannst gamalt segulband með útvarpsþættinum Vinsæl tónlist í Kína sem útvarpað var 29. Desember 1973.

Þar fór undirritaður á kostum í hrifningu sinni á tónlistinni sem þá var vinsæl í landinu og fjallaði um föðurlandið, flokkinn og Mao formann. Upphafsstefið var fengið úr óperunni Shajiabang frá 1967.

Þessi þáttur ber glöggt merki þess hvað ritstjórnarstefna dagskrárstjóra var frjálslynd á þessum tíma.Hljóðskráin er í fullri upplausn og getur tekið nokkrar sekúndur að hala henni niður.

 

Njótið vel.

 

In English

Recently I found an old magnetic tape with a radioshow which was broadcast on Icelandic Radio at December 29 1973.

Ther I enjoyed myself introducing the most popular music of China at that time, mainly in praise of the motherland, the party and Chairman Maozedon.

The first one is taken from the modern revolutionary opera of Shajiabang (The East is red), and then songs like Sing of our Socialist Motherland, a song about the party, Long live Chairman Mao, The Train to Shaoshan etc.

This radioshow is a good example of the liberal policy of the Icelandic radio at that time.

Have a good time.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skroppið til shanghai - A short trip to Shanghai

Þann 4. September 2016 flaug ég áleiðis til Shanghai með viðkomu í París. Í Shanghai dvaldi ég til 8. Sept. Þá hélt ég til Íslands með viðkomu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam.

Hér eru þrjú hljóðskjöl:

Það fyrsta er örstutt hljóðmynd frá Putong-flugvelli í Shanghai. Þar er þjónusta til mikillar fyrirmyndar. Hljóðritið var gert eftir að ég hafði kvatt ágæta leiðsögukonu mína, Song Zhemin, sem reyndist mér einstök hjálparhella á meðan á dvöl minni stóð.

Annað hljóðskjalið er úr Boing 777 flugvél á leiðinni til Amsterdam.

Að lokum er brugðið upp stuttri kvöldhljóðmynd af erli starfsmanna á Schiphol-flugvelli.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

On September 4 I went to Shanghai via Paris. There I stayed until Sept. 8, when I went back to Iceland via Amsterdam.

There are 3 recordings attached to this report.

 

  1. A short sound immage from Putong airport, recorded after I had said goodbye to my guide, Miss Song Zhemin who was a wonderful helping hand during my stay in shanghai. At the airport I enjoyed an excellent service.
  2. On board a Boing 777 on the way to Schiphol airport.
  3. A short evening recording from Schiphol airport.

 

An Olympus LS-11 was used. Good headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útvarpsviðtal hljóðritað í boston og norður í Bitrufirði - A Radio Interview recorded simultaniously in Boston And Northwest Iceland

Mánudaginn 14. júlí síðastliðinn námum við Elín staðar norður í Bitrufirði á Ströndum til hvíldar frá akstrinum. Rétt eftir að við höfðum hallað okkur hringdi farsíminn og og á línunni var David Leveille, dagskrárgerðarmaður frá Boston, sem vinnur fyrir Public Radio International og BBC. Hann hafði eitt sinn haft samband við mig á póstlista áhugahljóðritara og óskað eftir að fá að nýta sér hljóðrit af hljóðblogginu.

Nú vildi hann fá viðtal. Ég taldi netsambandið varla uppfylla gæði fyrir

Skype. Spurði hann mig þá hvort ég væri ekki með hljóðrita meðferðis. Ég skyldi þá hljóðrita allt saman á meðan á samtalilnu stæði, senda sér síðan hljóðskrána og hann kæmi því svo saman.

Ég hafði heyrt af þessari aðferð og fannst hún athyglisverð, en aldrei reynt hana sjálfur. Afraksturinn fylgir hér. Tekið skal fram að ég var þessu algerlega óviðbúinn.

Ég sendi honum hljóðritið um leið og ég komst í sæmilegt netsamband.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

In English

On July 14 2014 I and my wife were driving en North-west Iceland heading south towards the Gauksmýri Lodge . As we had been travelling for some time we decided to take a rest in Bitrufjörður. We went to a side road and turned off tghe engine.Shortly afterwards the phone played The East is read and when I answered a producer from PRI

In Boston, David Leveille, was on the phone. I had caught his attention on a post list and he had contacted me earlier regarding some of my recordings. Now he wanted to make a Skype interview. As I was a little reluctant, due to the fact that the quality might not be satisfying, he asked if I did have a recorder with me. It would be possible to have the interview. I just needed to have my phone in on hand and the recorder in the other palm. I would record the whole conversation and my voice would later on be mixed together with his voice. As I had heard of this methode before and never used it in my broadcast work, I was eager to try it. The result is here below.

The interview is marked by the fact that I was not quite prepared. But the sound environment is quite interesting.

Recorded with an Olympus LS-11.

The interview was later broadcast on August 26 2014.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

 

 


Tvö íslensk lög í kínverskum búningi - Two Icelandic songs played on Chinese musical instruments

Nokkur umræða hefur orðið um hversu lengi efni varðveitist á geisladiskum. Fyrir nokkru tók ég fram disk sem ég hafði fengið frá tæknimanni Salarins í Kópavogi. Á diskinum voru hljómleikar sextetts úr Hinni þjóðlegu hljómsveit kvikmyndaversins í Beijing sem kom hingað til lands árið 2002 á vegum Utanríkisráðuneytisins og Kím. Diskurinn reyndist skemmdur.

Í dag tók ég hann fram og áttaði mig þá á því að miði með upplýsingum um efni hans var örlítið krumpaður. Nú gekk afritunin vel. Hugsanlega var það einnig vegna þess að nýtt drif var notað.

Á meðal þess sem Kínverjarnir fluttu voru lögin Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason og Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason.


In English

A lot of discussions has ben going on about how long materials will last on Cd-disks.

Some time ago I tried to copy a 10 years old cd with a concert given by a group of 6 musicians of The Traditional Music Ensemble of The Beijing Film Studio who gave a concert in Iceland in 2002. It was damaged.

Today I decided to try again. I found out that the piece of paper, containing som information about the contents, was a little uneven. After fixing this the disk could be copied. Maybe a new diskdrive made it also possible.

The musicians played 2 Icelandic melodies: I looked for blue flowers by Gylfi Þ. Gíslason and The Westman Islands by Arnthor Helgason



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðheimur Konfúsíusarhofsins í Qufu - The sounds of the Temple of Confucius in Qufu

Borgin Qufu í shandong-fylki í Kínverska alþýðulýðveldinu er eftirsóttur áfangastaður ferðamanna. Margt dregur þá að. Þar er Hof Konfúsíusar, heimspekings og stjórnvitrings, sem uppi var á árunum 551-476 fyrir Krists burð. Ótrúlegt er til þess að hugsa að fjölskylda Konfúsíusar bjó þar til ársins 1937, að Japanar hófust handa við að hernema Kína.

Kenningar Konfúsíusar hafa mótað kínverskt þjóðlíf umfram kenningar annarra heimspekinga. Á það jafnt við um viðhorf til vinnunnar, menntunar, foreldra, nágranna og ríkisins. Ragnar Baldursson hefur m.a. Bent á tengsl kenninga Maos við Konfúsíus.

Laugardaginn 17. maí síðastliðinn var sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins þar á ferð. Degi var tekið að halla og fjöldi fólks af öllum þjóðernum átti leið um. Þar sem ég hafði komið þarna áður fór ég þess á leit við leiðsögumann minn, Li Yanfeng, að við drægjumst öðru hverju aftur úr hópnum því að mig langaði að hljóðrita umhverfið. Hún var fundvís á hentuga staði og afraksturinn birtist hér í þessari hljóðmynd, sem endar við gröf Konfúsíusar. Hún er nokkurn spöl frá hofinu sjálfu og var okkur ekið þangað í rafbílum. Þar var mun meiri ys og þys en í hofinu sjálfu.

Loftið ómaði af fuglasöng og klið mannfjöldans.

Hljóðritað var með Olympus LS-11.


ENGLISH

The city of Qufu in Shandong Province, China, attracts many people as there is The Temple of Confucius (551-476 bc), the sage, who has made more influence on Chinese society than any other philosopher.

His family lived there until 1937 when the Japanese increased their occupation of China. It has even been stated than certain parts of Mao Zedong's theories, are influenced by Confucius.

On May 17 a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited the temple. I asked my guide, Li Yanfeng, to stay with me a little behind as I wanted to record the environment. She was very good at finding suitable places. This sound immage is made of 3 recordings, ending infront of Confuciu's tomb which is located a while from the temple itself. We were taken there with an el-car. The environment was a little more noisy there than in the temple itself.

The sounds of birds and people filled the air.

Recorded with an Olympus LS-11.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aría úr Liuqin-óperu - An aria from a Liuqin-opera

Í borginni Zaozhuang í Shandong-fylki hefur verið búið í 5.000 ár. Árið 1938 var háð um borgina grimmileg orrusta og tókst þá Kínverjum að hrinda árás Japana. Borgin var að mestu eyðilögð, en miðborgin hefur verið endurbyggð. Dregur hún að fjölda ferðamanna.

Nefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins átti þar leið um laugardaginn 17. maí síðastliðinn. Á rölti okkar um miðbæinn bárust okkur til eyrna tónar úr Liuqin-óperu, en ópera þessi var mjög vinsæl í Shandong fyrr á tímum. Leikið var atriði frá keisarahirðinni.

Nokkur hópur kínverskra ferðamanna fylgdist með sýningunni og skárum við Íslendingarnir okkur úr mannfjöldanum, en fátt var þarna um erlenda ferðamenn.

Í upphafi hljóðritsins heyrist í þeim Mengmeng, starfsmanni Kínversku vináttusamtakanna í Zaozhuang og Li Yanfeng, sem hafði komið til móts við okkur frá höfuðborg fylkisins, Jinan. Hún valdi mér heppilegan stað til hljóðritunar.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 og notaðir innbyggðir hljóðnemar tækisins.


IN ENGLISH

A delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited the Zaozhuang g-city in Shandong Province on May 16-18 2014. During our walk around the ancient center of the town, which has been rebuilt, we heard the music of Liuqin-ópera, sung in the local dialect.

In the beginning the voices of our excellent guides, Mengmeng from Zaozhuang and Li Yanfeng from Jinan, are heard. Li Yanfeng helped me to locate suitable spots for recording.

Recorded with an Olympus LS-11 with the built-in microphones.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vísur Bjarka Karlssonar um Afa og ömmu kveðnar við kínverska stemmu

Arnþór kveður vísur Bjarka Karlsssonar við kínverska stemmu. Ljósmynd: Þorgerður Anna BjörnsdóttirAð kvöldi fyrsta dagsins í ári hestsins efndu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska verslunarráðið til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Bambus. Þar sem komið hafði fram í blaðaviðtali við Unni Guðjónsdóttur, að um skemmtiatriði yrð að ræða, voru góð ráð dýr. Ákvað ég að kveða vísur Bjarka Karlssonar um hið grátlega kynjanna misrétti sem tíðkaðist áður fyrr og tíðkast jafnvel enn. Notaði ég kínverska stemmu, sem ég hafði kveðið fyrir zhang Boyu, þjóðfræðing, sem var hér á ferð fyrir tæpum tveimur árum að kynna sér íslenskar stemmur og þjóðlög.

 

IN ENGLISH

 

This is a Chinese folk song performed in an icelandic traditional way as the so-called "Rímur" are chanted. It was performed at at dinner which was held by The Icelandic Chinese Cultural Society and Trade Council to celebrate the year of the horse.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ying Manru, túlkur fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína 1952, segir frá

Ying Manru, túlkur sendinefndarinnar frá 1952, les ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta október, klökkvum rómi.Eins og mörgum er kunnugt voru dagbækur Jóhannesar úr Kötlum frá árinu 1952 gefnar út í Kína í kínverskri þýðingu nú í haust, en hann var formaður íslenskrar sendinefndar sem sótti Kínverska alþýðulýðveldið heim á því ári. Leiddi sú ferð m.a. til stofnunar Kím haustið eftir. Tilefnið var 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Í bókinni eru einnig ljóð sem Jóhannes orti í Kína.

 

Af þessu tilefni var haldin hátíð í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síðastliðinn. Mikla aðdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar árið 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku við Peking-háskóla. Hún er fædd árið 1928 og er því 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.

 

Formaður Kím, Arnþór Helgason, hljóðritaði við hana stutt viðtal. Þar greindi hún frá ánægjulegu samstarfi við íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annaðhovrt Þórbergur Þórðarson eða Zophonías Jónsson) hefði verið fiskimaður og risið árla úr rekkju. Sagðist hún einatt hafa hitt hann og hefði hann dáðst mjög að landslaginu þar sem hann var hverju sinni.

 

 

IN ENGLISH

 

In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing The Chime at the old railway station in Beijing

Hamingjusamur hljóðritariEnnþá hljómar Austrið er rautt

Þeir sem eru kunnugir Hljóðblogginu vita, að lagið Austrið er rautt er lag lífs míns.

Um tíma var þetta lag eins konar þjóðsöngur Kínverja, en árið 1942 var ort ljóð um Mao formann við þennan ástarsöng, sem áður hét "Ríðandi á hvítum fáki" og fjallaði um ungan mann, sem hugsaði til unnustu sinnar, sem hann mátti ekki vera að því að hitta, því að hann var genginn í andspyrnuher kommúnista gegn Japönum. Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing leikur ennþá þetta lag. Það hljóðritaði ég þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn kl. 17:00 að staðartíma. Notað var Olympus LS-11 tæki með vindhlíf frá Røde, en snarpur vindur var á þetta síðdegi.

THE CHIME OF THE OLD RAILWAY STATION IN BEIJING

The tune "The East is Red" is the song of my life as those, who have enjoyed this blog, know. First it was a lovesong which later was changed to a song in praise of Chairman Mao Zedong and was for some time a kind of a national anthem in China.

The chimes at the old railway station in Beijing still play this beautiful and magnificent tune. It was recorded on April 3 2012 at 17:00. An Olympus LS-11 was used with a windscreen as it was quite windy that afternoon.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband