Vatn drýpur gegnum svalagólf - Water dripping through the balcony

Láréttir fletir eru ævinlega til vandræða á Íslandi þótt sumir arkitektar tregðist til að viðurkenna það.

Nýlega var athygli mín vakin á leka af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi nokkru. Vatnið seytlar um einhverja sprungu af svölunum fyrir ofan og íbúðareigendur hafa komið fyrir fötu til að taka við því. Ekki verður hafist handa við steypuviðgerðir fyrr en spáð er 5 daga þurrki.
Ég fór á vettvang og hljóðritaði dropatalið.
Auk niðarins frá umferð heyrist í fuglum og í lokin gnauðar vindurinn við húshornið.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Røde NT-4 víðómshljóðnema.
Hljóðskjalið er í fullri upplausn, 24 bitum, 48 kHz og tekur því nokkrar sekúndur að hala það niður.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

IN ENGLISH
Flat surface is always a challenge for the water to drip through especially if it is made of concrete.
My attention was drown to the fact that the dripping through the balkony above an appartment produced a sharp, beeting sound. I went there for a recording.
Recorded on an Olympus LS-11 with a Røde NT-4 microphone.
Good headphones are recommended.
The file is recorded in 24 bits 48 kHz and takes around 10-15 seconds to download.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Pirruð kaffivél - An irritated coffeemachine

Það er eins og sum heimilistæki hafi tilfinningar.

Við hjónin keyptum kaffivél árið 2003 og gafst hún upp sumarið 2011.

Þá var keypt vél sömu tegundar. Hefur hún reynst þokkalega en virðist bæði taugaveikluð, kvartsár og einatt pirruð.

Ég ákvað að gefa hlustendum örlítið sýni af þessum hljóðum.

Í upphafi malar hún kaffi og kvartar undan því með skrækjum að hafa ekki verið hreinsuð.

Eftir það framleiðir hún heitt vatn og stynur svo í lokin af allri þessari áreynslu.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT4 víðómshljóðnema.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var á 24 bitum og 48 kílóriðum og getur því tekið nokkrar sekúndur að hala niður hljóðskránni.

 

IN ENGLISH

Sometimes one could think that home appliances have feelings.

I and my wife boght a coffee machine in 2003 which passed away 4 years ago.

Then we had another machine from the same maker. It has served us quite wll by granulating coffee and producing warm water.

The machine seems however to be both nervous, querulous and annoyed.

In this recording the machine granulates coffee and pours it into a small cup. It screems probably to protest that it has not been cleaned fecently.

Then it pours some warm water into a mug and sighs bacause of all this hardships.

Recorded with a Nagra Ares BB+ and Røde microphone.

Good headphones recommended.

The recording is in 24 bits and 48 kHz and not compressed. The download might take some seconds.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband