Fjölbýlishús leikur undir hjá söngvurum vornæturinnar

 

Þegar ég er einn heima berst ys og þys götunnar inn til mín þar sem ég sit við iðju mína. Húsið þegir, einkum þegar fáir eru heima. Endrum og eins heyrist þó æðasláttur þess.

Á næturnar er eins og húsið vakni til lífsins. Þá verður  hávaðinn að utan ekki til að yfirgnæfa æðaslátt þess. Þetta kom greinilega í ljós í fyrravetur, þegar ég reyndi að hljóðrita nóttina. Hún var að mestu þögul í miðri viku, en húsið hafði ótrúlega hátt.

Aðfaranótt 28. maí, sem var annar í hvítasunnu, setti ég hljóðnema út á svalir og lét þá eiga sig fram undir kl. 8:30 um morguninn. Um var að ræða Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Um kl. 3 um nóttina höfðu skógarþrestir og svartþröstur haldið uppi samræðum á milli bæjarhluta. Þá blandaði mávur sér í hópinn og köttur læddist um. Í hljóðritinu má heyra aðvörunarhljóð þrastarins sem er næst okkur.

Ekki var skorið af neinu tíðnisviði en styrkurinn hækkaður talsvert. Húsið söng undir. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

when I am at home sitting at my desk, the house seems to be silent and the distant sounds are heard from outside.

during the night something happens. The house seems to wake up and all kinds of sounds are heard. This was quite obvious when I tried to record the night last winter. It was mostly silent but the house was noisy.

during the night before Monday, May 28, I placed microphones on the balcony - a Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. Shortly after 3 in the morning, when some redwings and a blackbird had been entertaining themselves, a blackback came laughing and a cat was wondering around, causing some discomfort to the redwings. The vaskular system of the house seems noisy, as I increased the volume of the recording quite a bit, making an accompaniment to the birds singing. Headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband