Hljóðritað með snjallsímum

Ýmsir áhugahljóðritarar horfa nú spenntir til farsíma sem hentugra hljóðrita framtíðarinnar. Svo virðist sem nokkurt úrval hljóðnema sé á markaðinum, sem óhætt er talið að mæla með. Sjá t.d.

http://www.wildmountainechoes.com/equipment/audio-recording-with-a-smartphone/

Einn þeirra hljóðnema, sem fjallað er um í þessari samantekt, er frá Røde – lítill barmhljóðnemi sem kostar á milli 7-8.000 kr í Tónastöðinni. Hann var prófaður með Galaxy S III snjallsíma og pCM PRO hljóðrita, sem fæst ókeypis á netinu. Örstutt hljóðsýni fylgir þessum pistli. Hljóðgæðin eru nægileg til þess að óhætt sé að mæla með snjallsímum fyrir blaðamenn og þá sem þurfa ekki að vanda mjög til hljóritsins.


Um blinda snjallsímahljóðritara

Það kostar dálítið umstang fyrir blinda hljóðritara að nýta sér snjallsíma til hljóðritana. Ef notaðir eru hljóðnemar, sem stungið er í samband bið heyrnartóls-stunguna, verður að hefjast handa við hljóðritun áður, til þess að hægt sé að nýta talgervil símans. Þegar hljóðritun er lokið þarf að taka nemann úr sambandi.

Samsung S-III og S-IV ættu að geta notað gömlu útgáfuna af hljóðnemum fyrir iPhone, eftir því sem heimildir herma. Það hefur enn ekki verið reynt.

Athugasemdir eru vel þegnar.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

suðvestanhvellur á Stöðvarfirði - A storm froum southwest at Stöðvarfjörður, Iceland

Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.

Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.

Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.

Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.

1.      Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.

2.      2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.

3.       

In English.

In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.

The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.

 The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.

Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afbrýðisamur köttur - a green-eyed cat

Hjónin Anna María Sveinsdóttir og Hrafn Baldursson í Rjóðri á Stöðvarfirði hafa haldið heimilisketti áratugum saman. Sá, sem nú nýtur atlætis hjá þeim, kallast Moli.

Að kvöldi skírdags, sem bar upp á 17. Apríl í ár sátum við Hrafn í eldhúsinu og las Hrafn fyrir mig upp úr blaðagrein. Mola virtist ekki alls kostar falla við að einhver annar en hann nyti athygli húsbóndans. Kom hann aftur og aftur og mjálmaði. Við reyndum hvor í sínu lagi að hleypa honum út. Hann fór út í dyr, hnusaði að illviðrinu og sneri síðan inn aftur. Sami leikurinn endurtók sig þar til að lokum að honum þóknaðist að hverfa á braut.

Ég gerði nokkrar tilraunir til að hljóðrita hann, en Moli þagnaði yfirleitt ef hljóðritanum var beint að honum. Í eitt skipti hóf hann umkvartanir sínar frammi á gangi og kom nöldrandi inn í eldhúsið. Það hljóðrit heppnaðist og er hér birt án leyfi kattarins.

Hljóðritað var með Olympus LS-11.

 

In English.

Anna María Sveinsdóttir and Hrafn Baldursson in Rjóður at Stöðvarfjörður, Iceland, usually have a cat. The current one, Moli, didn‘t seem to like when Hrafn was reading some article for me in the kitchen of Rjóður in the evening of April 17 this year. He kept on complaining until at last he decided to leave the house.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fýllinn á Heyklifi - The Fulmars at Heyklif

Fýlaskvaldrið er glaðlegt og hrífandi.

Þriðjudaginn 15. Apríl 2014 héldum við Kristján Agnar Vágseið, 17 ára gamall fóstursonur Ástu Snædísar Guðmundsdóttur og Hrafn Baldursson, afi hans, út að Heyklifi að hljóðrita fýlinn, sem heldur sig í klettunum norðan við bæinn. Þeir Kristján og Hrafn hjálpuðu mér að setja upp hljóðnemana, en þá settum við sunnan við sólpallinn og nutu þeir skjóls fyrir hvassri suðvestanáttinni, sem bar að hljóðin frá fýlnum frá okkur. Ekki var mikið um fýl í klettunum, en því var haldið fram að refurinn ylli þar nokkru um.

Brimið og veðurgnýrinn settu sterkan svip á hljóðritið. Auk fýlsins heyrist í skógarþröstum og öðrum smáfuglum. Þegar 10 mínútur eru liðnar af fyrra hljóðritinu heyrist hópur grágæsa fljúga framhjá og í því síðara heyrist jafnframt í einni lóu.

Við Hrafn höfum verið vinir og félagar í rúma fjóra áratugi, en hann var í nokkur ár tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum þegar hlustað er á hljóðritið.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og 2 Røde Nt-2A hljóðnemar í AB uppsetningu. Vindhlífin var „dauður köttur“ og voru hljóðnemarnir í körfum..

 


In English

On April 15 2014 I went to the farm of Heyklif, which lies between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland, though closer to Stöðvarfjörður. In the cliffs north of the farm the fulmars are nesting. We set up the microphones close to the house which gave them a shelter from the strong southwestern wind.

The recording is quite descriptive for the sometimes stormy spring in Iceland. The deep sounds of the sea and the wind are heard as well as the fulmars, Redwings, some geeze, and other birds.

Headphones are recommended.

My assistants were Kristján Agnar Vágseið, a 17 years old boy together with his grandfather, Hrafn Baldursson.

Two Røde Microphones NT-2A were used in an AB setup. The mics were in baskets and „dead cats“ were also used.

 

In the first recording a flock og geeze is heard when 10 minutes have passed and a plower is heard in the second recording.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leiðsögn og hljóðrit í snjallsímum

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og sjónskertu fólki, sem vert er að hafa í huga:

 

  1. Í nýjustu uppfærslu Android 4.3 er hægt að kveikja og slökkva á Talkback forritinu án þess að fara í aðgengisvalmyndina. Það er gert með því að halda rofanum hægra megin inn í 2-3 sek. Þar er einnig hægt að kveikja aftur á Talkbadk. Þetta getur hentað þeim sem nota eingöngu Talkback, ef aðstoð sjáandi einstaklings þarf til þess að stilla atriði sem eru ekki aðgengileg eða ef síminn er lánaður óblindum einstaklingi. Blindur einstaklingur getur kveikt aftur á Talkback með því að endurræsa símann. Það er gert með því að halda rofanum á jaðrinum hægra megin inni í um 8-12 sek. Þegar síminn lætur vita að hann sé vaknaður eru tveir fingur lagðir á skjáinn þar til Talkback kveikir á sér.

 

  1. Rétt er að stilla aðgengislausnina þannig að hún birtist á skjá símans þegar stutt er á aflrofann og honum haldið inni í um 2 sekúndur. Það er mun fljótlegra að komast þannig inn í aðgengið en að fara gegnum allar stillingarnar. Ef þessi stilling er ekki fyrir hendi er farið í aðgengið og valin aðgerðin „nota aflrofa“.

 

  1. Í símanum er skemmtilegur hljóðriti sem kallast „Raddupptaka“. Hann var aðgengilegur í forritasafninu (atriði nr. 12 í Mobile Accessibility valmyndinni) síðast þegar vitað var. Þegar hnappurinn „Taka upp“ hefst hljóðritun og hægt er að gera hlé með því að styðja á „hlé“. Hljóðritið er vistað þegar stutt er á hnappinn „Stöðva“. Hægt er að nálgast hljóðritið með því að tengja símann við tölvu og fara í skrána „Sounds“. Þá birtast hljóðskjölin sem merkt eru Tal 001, Tal 002 o.s.frv. Hljóðsniðið er M4. Innbyggður hljóðnemi símans skilar furðumiklum gæðum. Hægt er að fá ódýra hljóðnema hjá Tónastöðinni og ef til vill víðar. Þeir eru tengdir við USB-tengi símans. Ef fólk hefur hljóðritað ýmislegt er hægt að spila hljóðritin með því að fara í raddupptöku, velja lista yfir hljóðritin og snerta skjáinn við hvert og eitt þeirra.

 

Á netinu eru fjölmörg hljóðritunarforrit sem gefa kost á mun fullkomnari stillingum en Raddleid. Sérstaklega er mælt með Audiolog hljóðritanum sem aðgengilegu forriti.

Sjá einnig meðfylgjandi hljóðrit: Leiðsögn í farsímum.

 

Góða skemmtun.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband