Á aðventunni - jólavísur eftir Pétur Stefánsson

Á jólafundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. Desember síðastliðinn, voru kveðnar vísur Péturs Stefánssonar um aðventuna. Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona og formaður rímnalaganefndar, stjórnaði samkveðskapnum.

Hljóðritið er birt með heimild höfundar og þátttakenda.

 

Á aðventunni

 

Á aðventu er segin saga

sem mig ávallt pirrar mjög,

í eyrum glymja alla daga

óþolandi jólalög.

Í desember ég fer á fætur

fjörlítill sem síld í dós.

Eyðir svefni allar nætur

óþolandi jólaljós.

Út og suður allir hlaupa.

Ærið marga þjakar stress.

Eiginkonur ýmsar kaupa

óþolandi jóladress.

Í ótal magni æ má heyra

auglýsingar fyrir jól.

Losar merginn oft úr eyra

óþolandi barnagól.

Húsmæðurnar hreinsa og sópa,

húsið skreyta og strauja dúk.

Íslensk þjóð er upp til hópa

óþolandi kaupasjúk.

Fennir úti, frostið stígur,

faðmar að sér dautt og kvikt.

Upp í nasir einnig smýgur

óþolandi skötulykt.

Margir finna fyrir streitu

og fá að launum hjartaslag.

Yfirbuguð er af þreytu

íslensk þjóð á jóladag.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Norðaustan stormur í desember - A northeast storm in December

Það hefur hent óþarflega oft að undirritaður er grasekkill einn heima hjá sér þegar óveður skellur á. Þannig var þetta í kvöld.

Hljóðnemar voru settir út á svalir sem vita mót suðvestri til þess að fanga gauragang vindsins. Verður það hljóðrit birt síðar.

Á göngum fjölbýlishússins var talsverður hávaði og undirtók í verstu vindhviðunum.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 og Rode NT4.

Seinna hljóðritið er af svölum hússins. Þar var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og tveimur Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.

Mælt er með góðum heyrnartólum og ekki of miklum styrk.

 

IN ENGLISH

We had a strong storm from northeast last night. The wind was from 18-30 m/sec or even more.

The first recording was made indoors at around 22:30. An Olympus recorder was used together with Rode NT4 microphone.

Recording no. 2 is made outdoors facine southwest, recorded on a Nagra Ares BB+ with 2 Sennheiser ME-62 in an AB-setup.

Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband