Færsluflokkur: Fuglar

Spóinn og fleiri fuglar við Nesjaskóla í essinu sínu

 

Suðaustur-land er griðastaður fjölmargra farfugla enda koma margir þeirra fyrst að landi þar. Þótt við Elín leituðum ekki í fuglafriðlandið nutum við samt návistar fuglanna við Edduhótelið í Nesjaskóla. Var þar einkar fróðleg hljóðmynd þar sem flettast saman ýmsar fuglategundir og hljóð sem fylgja manninum.

Í hljóðritinu má greina spóa, lóu, álftir, maríuerlu, jaðrakan, hundgá heyrist, jarmur og ýmislegt sýsl mannanna. Hljóðritun hófst upp úr kl. 22 og lauk um kl. 22:30 fimmtudaginn 7. júlí 2011. Einungis brot hljóðritsins er birt.

Hljóðritað var með Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum.

 

 

IN ENGLISH

 

The southeastern part of Iceland is known for its many species of birds which stay there during the summertime. We enjoyed the singing of many birds close to the Hotel Edda at Nesjaskóli quite close to Höfn in Hornafjordur.

http://hornafjordur.is/

In the recording sonds from whimbrels, plovers, snipes, godwits, wagtails, swans and other birds can be heard as well as sounds from sheep and a barking dog. Manmade sounds are also there.

The recording started on July 7 2011 at aroun 22:10.

A Nagra Ares BB+ recorder was used with Rode NT2A and NT-55 microphones in an MS-setup.

The recording will be best enjoyed in good headphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Af fuglum og sauðfé á Skjaldfönn í Skjaldfannardal

Indriði Aðalsteinsson, bóndi og refaskytta á Skjaldfönn í Skjaldfannardal, heimsótti okkur hjón í gærkvöld ásamt eiginkonu sinni, Kristbjörgu Lóu Árnadóttur og fleiri gestum. Eftir rösklega spilamennsku innti ég Indriða eftir tíðarfarinu að undanförnu og áhrifum þess á kvikfé og fugla.

Við sátum úti á svölum. Klukkan var nærri miðnætti. Notaður var Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvellur hrossagaukur

 

Föstudagsmorguninn 24. júní hafði ég verið við suðurbakka Hvaleyrarvatns og hljóðritað frá því kl. 05:20. Elín beið í bílnum nokkru fjær. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 7 ákvað ég að færa mig yfir í móana fjær vatninu og reyna að fanga þar hrossagauka í meiri nánd. Hringdi ég í Elínu, en símasambandið var svo slæmt að síminn hringdi einungis. Hún skildi hfyrr en skall í tönnum og kom von bráðar.

Á meðan við færðum okkur úr stað ropaði rjúpa nokkrum sinnum og alveg þar til við höfðum numið staðar.

Meðfylgjandi hljóðrit er frá því kl. 07:05. Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT-55. Mest ber á hrossagauknum í hljóðritinu. Ýmis smáflygildi koma einnig við sögu og geta hlustendur skemmt sér við að greina þau. Sérstök athygli er vakin á hreyfingunni í hljóðritinu og ítrekað að hljóðritið nýtur sín best í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

In the morning of June 24 I had been recording the sounds on the southern bank of the lake Hvaleyrarvatn. At 06:40 I wanted to move to another location and try to catch the sounds of the snipes. I phoned my wife who was waiting in the car some distance away. The communication was so poor that she could not hear my voice but understood that I neede her assistance so she came.

In this recording I used Røde Microphones NT-2A and NT-55 in an MS-stereo setup. They were kept in a Blimp windscreen.

The snipes are heard and sometimes quite close to the microphones as well as other birds which listeners can try to recognize. Please note the movements of the birds. This recording is best enjoyed by listening through good headphones or reasonable loudspeakers.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er ofan Hafnarfjarðar. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér aðstæður við vatnið, er bent á fjölmargar færslur á vefnum.

Í morgun, föstudaginn 24. júní, fórum við Elín á fætur kl 4 og héldum áleiðis að Hvaleyrrarvatni. Í farteskinu var Nagra Ares BB+ hljóðnemi, Blimp vindhlíf með Røde NT-2A og NT-55 í MS-stereó-uppsetningu, tveir Røde NT-1A ásamt ýmsum fylgihlutum.

Vindhlífinni varstillt upp rétt við suðurbakka vatnsins og hafist handa við hljóðritanir um kl. 05:20. Hljóðin voru afar lág og í raun gerðist fátt fyrstu hálfu klukkustundina.

Ég ákvað þá að beina hljóðnemunum ögn frá vatninu enda var meira líf í móunum fyrir ofan vatnið. Ég ákvað jafnframt að setja upp tvo NT-1A hljóðnema í NOS-uppsetningu og nota ekki MS-uppsetninguna enda var stafalogn. Árangurinn varð eins og til var stofnað eða næstum því. fjöldi fugla tók þátt í hljóðritinu. Á meðan ég var að bauka við hljóðnemana settust gæsir á vatnið og fleiri fugla dreif að, þar á meðal nokkra máva. Heyra má í hljóðritinu spjall gæsanna, mávagarg, söng auðnutitlinga, fjaðraþyt hrossagauks auk nokkurra annarra fuglategunda.

Vandinn við að hljóðrita íslensk náttúruhljóð er sá að þau eru yfirleitt fjarlæg og lág. Þo getur styrksviðið verið mikið eins og heyra má á 13. mín. hljóðritsins þear gæsirnar hefja sig til flugs.

Hljóðritið er rúmar 30 mínútur, upphaflega hljóðritað á 24 bitum og 44,1 kílóriðum. Það nýtur sín best ígóðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

ENGLISH The lake Hvaleyrarvatn is located south of Hafnarfjordur in Iceland. Some birds are there around. Seaguls, snipes, redwings, blackbirds, plovers, redpollsand many more are to be heard there.

This recording was made on June 24 around 6 o'clock in the morning. Two Røde NT-1A microphones were used and a Nagra Ares BB+. The recording is around 35 minutes. Around min. 13 it is heard when a flock of geeze flies up from the water.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur og umhverfið í Laugardalnum

Um hádegisleytið fórum við Elín í Laugardalinn að njóta návistar við gróður og fugla. Ég hafði með mér Røde NT-2A og NT-55 í blimp vindhlíf, setta upp í MS-uppsetningu. Í norðvestur-hluta Laugardalsins stillti ég ölu saman upp og hófst handa við að hljóðrita þrastasöng. Mest bar á skógarþröstum en svartþrestir héldu sig fjær.

Á 12. mínútu, u.þ.b. 11,50 mínútu, varð einhver árekstur milli svartþrastar og skógarþrastar. Nokkuð bar á loftræstingu, sennilega frá Laugardalshöllinni, en hún er hluti umhverfisins.

Seinna hljóðritið er gert skammt austan við kaffihúsið Flóru. Þar var svartþröstur nærri göngustígnum, en hann færði sig um set þegar ég birtist og hélt sig fjærri, flutti sig reyndar yfir gangstíginn. Í þessu hljóðriti ber mest á skógar- og svartþröstum, hani galar í fjarska og nokkrir smáfuglar koma við sögu auk vegfarenda. Hlustendur geta spreytt sig á að greina fuglategundirnar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunkyrrð

Mig hefur lengi langað til að hljóðrita morgunkyrrðina. Stundum berst ómur hafsins að eyrum mér þegar ég kem út á morgnana, en þá er yfirleitt of hvasst til þess að ná skemmtilegu hljóðriti.

Ég ber þær gyllivonir í brjósti að árla morguns mætti hljóðrita fugla af svölunum á Tjarnarbóli 14, en þetta vorið hafa þeir haldið sig fjarri. Það leynist þó ýmislegt í kyrrðinni.

Hljóðneminn greinir ýmislegt sem mannseyrað verður varla vart við. Ætli þyturinn, sem heyrist og virðist grunnur hljóðritsins, sé ekki í vatnskerfi íbúðarhússins? Rétt fyrir kl. 6 í morgun átti geitungur leið framhjá hljóðnemunum. Þá bar að göngugarp og í fjarska mátti heyra í nokkrum fuglum.

Skömmu áður heyrðist í fjarska hvar kona nokkur hélt til vinnu sinnar og síðan heyrðist fólk kallast á. Ekki heyrði ég betur en að um árrisula Taílendinga væri að ræða. Hljóðin berast langt í morgunkyrrðinni.

Hljóðritað var með Røde NT-1A sem stiltur var á áttu og Sennheiser ME-64.

Notaður var Nagra Ares BB+ og SD-302 formagnari.

sér leið


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar í Ætisleit - neðansjávarhljóðrit

 

Magnús Bergsson hefur fengist við neðansjávarhljóðritanir að undanförnu og uppgötvað ýmislegt bæði skemmtilegt og merkilegt.

Leggið eyrun við þessu hljóðriti. Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.

http://fieldrecording.net/2011/05/10/fuglar-i-aetisleit/

 


Þrastakliður á Stöðvarfirði

Sunnudaginn 8. maí voru fjórir drengir fermdir í kirkjunni á Stöðvarfirði og var því segin saga að íbúarnir voru önnum kafnir við að sækja fermingarveislur þann daginn.

Okkur hjónunum veittist sá heiður að vera boðið til einnar veislunnar og þegar hún stóð sem hæst vorum við kölluð í aðra. Það er ævinlega gott og gaman að heimsækja stöðvfirskt vinafólk og finna þann hýhug sem á móti okkur andar.

Í dag gengum við hjónakornin út með firðinum og upp í skógræktina sem er sunnan fjarðarins. Að sjálfsögðu bar þar mest á söng skógarþrasta, en mófugla heyrðum við í fjarska. Ekki komumst við í námunda við mófuglana til þess að hljóðrita kvak þeirra, en þrestirnir létu sitt ekki eftir liggja.

Í dældinni þar sem ég stóð var stafalogn og því var unnt að stilla Olympus LS-11 á mesta styrk. Í fjarska heyrist Ægir gamli gæla við gamla Frón.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fælnir fuglar

 

Á hljóðmyndasíðu Magnúsar Bergssonar er margvíslegt efni á boðstólnum. Nú síðast birti hann hljóðritið fælna Fugla þar sem er heldur betur handagangur í öskjunum.

Ástæða er til að benda á þetta snilldarhljóðrit og ýmislegt fleira sem er á síðunni.

http://fieldrecording.net/


Sunnudagsmorgunn

Hjá Gísla Halldórssyni, leikara, hófst sumarið 1. mars og veturinn gekk í garð 1. nóvember. Hvað um það, vorið er í nánd.

Í morgun setti ég Olympus LS-11 inn í svamphólk, kom á það þrífæti og setti út á svalir til þess að fanga fuglasönginn og fjarlægt brimhljóðið. Fjarlæg umferðin um Eiðisgrandann heyrðist einnig. Aðalhlutverk léku þrestir, starrar og einn tjaldur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband