Færsluflokkur: Sögur af sjó

Guðrúnarslysið 23. febrúar 1953

Hinn 23. Febrúar árið 1953 hvolfdi Guðrúnu VE 163 og fimm menn fórust. Fjórir komust af. Þeim vildi til happs að gúmíbjörgunarbátur var um borð og skolaði þeim á land skammt undan Hallgeirsey í Landeyjum.

Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.

Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.

Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband