Guðrúnarslysið 23. febrúar 1953

Hinn 23. Febrúar árið 1953 hvolfdi Guðrúnu VE 163 og fimm menn fórust. Fjórir komust af. Þeim vildi til happs að gúmíbjörgunarbátur var um borð og skolaði þeim á land skammt undan Hallgeirsey í Landeyjum.

Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.

Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.

Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þarna fórst eiginmaður frænku minnar Ástu. Hann var skipstjórinn.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu atburði.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.2.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Takk Arnþór. Svona lýsingar draga alltaf að sér alla mína athyggli. Hvenær var viðtalið tekið upp? Sveinbjörn er ótrúlega minnugur. Það dregur ekki úr áhuga að hlusat á þetta með því að skoða loftmynd af staðnum þar sem mönnunum skolaði á land:

http://ja.is/kort/#x=432645&y=345671&z=8

Magnús Bergsson, 21.2.2010 kl. 01:35

3 Smámynd: Arnþór Helgason

Samtalið var hljóðritað í júlí sumarið 1999. Við sátum við borðstofuborðið hjá Sveinbirni og notaður var Sennheiser ME-65 og Sony md-hljóðriti. Sumir héldu að Sveinbjörn hefði lesið frásögnina en svo var ekki. Ég skaut inn einstaka spurningu og svaraði hann þeim þannig að um beint framhald frásagnarinnar var að ræða.

Arnþór Helgason, 21.2.2010 kl. 12:00

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Arnþór þú átt heiður skilið fyrir að hafa tekið þetta viðtal við Sveinbjörn, hann er frábær sögumaður, en það er heldur ekki sama hvernig spurt er í svona viðtölum.

Það er líka merkileg saga hvað erfiðlega gekk að fá gúmmíbáta viðurkennda  sem björgunartæki. Þetta á reyndar við um flest ný björgunartæki sem komið hafa frá Vestmannaeyjum. Það væri verðugt verkefni að skrá þá sögu.

Með þökk fyrir þetta viðtal

Kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.2.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband