Færsluflokkur: Umhverfishljóð

Austan við ósinn

Brimið við Jökulsárlón á BreiðamerkursandiÉg hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
 Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.

EAST OLF THE RIVER MOUTH

I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn't dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Daginn eftir storminn

 

Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.

Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.

 

THE DAY AFTER THE STORM

 

Today, November 2, the storm has calmed a little bit.

I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce

A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Víðar tekist á en á Alþingi

 

Þegar gengið er meðfram Reykjavíkurtjörn virðist oftast nær allt með kyrrum kjörum. En þar er háð skefjalaus barátta um lífsins gæði.

Mánudaginn 2. júlí vorum við Elín þar á ferð ásamt barnabarni okkar, Birgi Þór Árnasyni, 7 ára. Skammt frá Ráðhúsinu var ákveðið að gefa fuglunum brauð og voru ýmsir um hituna: stokkendur, mávar, mávategundir og svanir.

Í bakgrunni heyrist maður safna saman tómum flöskum og fleira ber fyrir eyru. Í lokin verður nokkur hamagangur þegar svanur bítur í væng eins andarsteggsins sem hringsnýst og reynir að losa sig. Það er víðar barist hér á landi en á Alþingi.

 

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

 

IN ENGLISH

 

While walking along the shore of the Lake of Reykjavik, which is located in the center of town, everything seems mostly calm. But things can change rapidly.

 

On July 2 this year I and Elin were walking along with our 7 years old grandson and it was decided to feed the birds with som bread, even though they stay in „The largest bread soup of Iceland". We were on the east bank not far from the City hall.

 

There were ducks, several kinds of seaguls and swans struggling to get their share. At the end a swan bit one of the ducs in the wing and held her for a while, but the duck struggled to get itself free.

 

The recording was made with a Olympus LS-11 in 16 bits, 44,1 kHz.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tvíhljóða hrafn - ástarsöngur að hausti

 

Þegar við hjónin gengum meðfram KR-vellinum síðdegis í gal í allhvassri austangolunni, varð á vegi okkar hrafn, sennilega unglingur, sem sat efst á ljósastaur. Hann krunkaði ákaft, en lækkaði róminn um leið og við námum staðar og ég rétti að honum hljóðnema. Sumir hald því fram að þessi hljóð heyrist fyrst og fremst þegar hrafnar undirbúa hreiðurgerð, en sú virðist ekki raunin.

Eftir að hljóðritun lauk hófst hann handa að nýju, en vegna ákefðar missti ég af seinnihluta sönglistar hans. Örlítið heyrist í jakka vegfaranda sem stóð nærri.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritað var á 16 bitum, 44,1 riðum.

 

A raven with two sounds

 

When I and my wife were walking on the pedestrian road nearby the KR-sports stadium in western Reykjavik today we heard a raven, probably a youngster, croaking loudly. It hat placed itself on the top of a lamppost, but lovered his voice when we stopped and pointed the mics towards it. I have been told that these sounds are only heard when the ravens are preparing their nesting, but obviously this is not the case.

The wind disturbed a little and a little sound came from the jacket of a nearby person.

An Olympus LS-11 was used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2012

Gleðin er við völd. Ljósmynd: Elfa Hrönn Friðriksdóttir

Reykjavíkurhlaupið mikla var háð í dag, 18. ágúst. Um var að ræða Maraþon, hálf-Maraþon, 10 km hlaup og fleira. Um 13.000 manns skráðu sig til þátttöku.

Fyrra hljóðritið er frá Maraþon-hlaupinu. Því miður köfnuðu hlaup þeirra fyrstu í drunum frá bifreiðum.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Mælt er með að hlustað sé í góðum heyrnartólum. Ekkert var skorið af lægstu tíðninni.

 

 

 

the annual Reykjavik Marathon

 

Today the annual Reykjavik Marathon was held. More than 13.000 persons were registred for the Marathon, Half-Marathon, 10 km running etc.

the first recording is from the Marathon. Unfortunately the sounds from the first runners were drowned in the noise from cars.

the second recording is from the 10 km race.

The recorder was a Nagra Ares BB+ and the mics Røde NT-2A and NT-55.

Good headphones are recommended.

No sound filters were used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngur nokkurra sílamáva við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

 

Í morgun hélt ég ásamt Emeline Eudes, ungri konu frá París, sem vinnur við rannsóknir á ýmsum þáttum sjálfbærs samfélags, út á Seltjarnarnes að hljóðrita. Vorum við komin út að morgun upp úr kl. 5. Veðrið var undurblítt, hlýtt í veðri og stillilogn.

Ég hljóðritaði sitthvað og hún tók kvikmyndir. Upp úr kl. 6 Vaknaði borgin og hávaði tók að berast til okkar.

Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 7 hófst samsöngur nokkurra sílamáva.

 

The concert of some Lesserback gulls

 

this morning I went with Emeline Eudes To the southwestern part of Seltjarnarnes in Iceland. I recorded some sounds and she filmed.

We arrived there close to the Island of Grótta at 5 in the morning. The wind was almost still, it was warm and the brightness as beautiful as it can be early in the morning.

At around 6 o‘clock the city woke up and some noise was brought to us. At around 06:50 some lesser-back gulls started a concert.

 

Recorded in MS-stereo with Rode NT-1A and NT-55. The recorder was Nagra Ares BB+, recording in 24 bits, 44,1 kHz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Byggingaverkamenn að störfum austan Oddagötu í Reykjavík

 

Austan Oddagötu á svæði Háskóla Íslands eru nú reistar nýjar stúdentaíbúðir. Þegar við hjónin hjóluðum þar framhjá í fyrradag á tveggja manna hjólinu Orminum bláa, bar fyrir eyru hljóð, sem vart hafa heyrst á þessu svæði í nokkur ár - byggingarverkamenn voru að störfum. alls konar hljóð bar fyrir hlustir: negldir voru venjulegir naglar með hömrum, sagir hljómuðu, slípirokkar, sementshrærivélar o.s.frv. Þess vegna var farið á staðinn í gær og tekið hljóðsýni.

Mælt er með góðum heyrnartólum. Njótið hávaðans og fjölbreytni hans en gætið þess að skaða ekki heyrnina.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Blimp-vindhlíf var notuð.

 

A construction side in Reykjavik.

 

In Reykjavik, east of Oddagata, a street at the area of The University of Iceland, a team of construction workers is currently building an apartment house with flats for students. These sounds are not as frequently heard in Iceland as in the years before the financial crash in 2008 and the econonic recession, which followed., when I and my wife passed by on our tandem 2 days ago. all kinds of machinery and old fashioned hammers were heard and many things more.

We went there again yesterday and I collected some samples of sounds.

A Nagra Ares BB+ was used, recorded at 44,1 kHz and 24 bits. Røde NT-2A and NT-55 omnidirectional were used in a MS-setup, covered by a blimp.

Good headphones are recommended. Please enjoy the noise!Take care of your ears and enjoy the sounds.

comments are welcomed at

arnthor.helgason@gmail.com.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðlátt en fjölbreytilegt lífríki við Hreðavatn

Að ýmsu er að hyggja.

Miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn var einmuna blíða við Hreðavatn. Um kl. 11 árdegis kom ég mér fyrir með Nagra Ares BB+ og hljóðnema skammt frá norðurströnd vatnsins. Beindi ég hljóðnemunum að mýri sem var þar rétt hjá. Ef til vill gerði ég þar mistök, því að fuglar komu ekki nærri. En því meira var af alls kyns smáflygildum.

Þetta er hljóðlátt hljóðrit með flugnasuði, fjarlægum sauðajarmi, þresti og sandlóu ásamt fuglum í fjarska. Þá má heyra í fólki allfjarri og bifreið rennur eftir malarvegi skammt frá.

Notaðir voru tveir Røde NT-1A í AB-uppsetningu með u.þ.b. 40 cm bili. Hafður var yfir þeim „dauður köttur“ og skorið af 100 riðum vegna vindgnauðsins.

Hljóðritið hófst kl. 13:20. Áður hafði verið stynningshvass vindur úr norðri, en nokkuð lægði og er golan í raun hluti hljóðmyndarinnar.

Menn taki sérstaklega eftir daufum smellum, sem heyrast endrum og eins. Þar er lúpínan að opna fræbelgi sína.

Eindregið er mælt með að hlustað sé á hljóðritið með heyrnartólum.

Myndina tók eiginkona mín og hjálparhella, Elín Árnadóttir, þegar hljóðritun var undirbúin.

 

THE RICH WILDLIFE AT HREÐAVATN

 

On July 11 the sun was shining in the area around The lake of Hreðavatn . At around 11 in the morning my wife took me to the northern shore of the lake where I placed myself together with a Nagra Ares BB+ and some microphones about 100 m from the northern bank, where there is a swamp. I may have made a mistake by selecting this location as the birds where some distance away, mostly closer to the bank. But I decided to wait.

While listening through the headphones I discovered that the silence was filled with sounds. All kinds of insects were flying around and a lot of them visited the Røde NT-1A microphones, which were in an AB-setup with 40 cm spacing, facing to the swamp. Redwings and redshanks were also heard and a a ringed plover came quite close.

Some distant voices can also be heard as well as sheep calling the lambs. A car drives along a gravel road.

Please note the small cracks which are heard when the Lupinus nootkatensis   Lupin is opening its capsules. The wind was blowing from the north fiddling with the mics, which were covered with „dead cats“. Bot the sound of the wind and the grass is a part of the whole sound environment.

Headphones are recommended.

My wife, and helping hand, Elín Árnadóttir, took the photo while the recording was being prepared.

 

Please feel free to post comments to

arnthor.helgason@gmail.com or

arnthor.helgason@simnet.is

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarnóttin umhverfis sumarbústaðinn

Dagana 6.-13. júlí vorum við hjónin í sumarbústað skammt frá Háskólanum að Bifröst í Borgarfirði. Var þá ýmislegt hljóðritað og margvíslegar tilraunir gerðar.

Aðfaranótt fimmtudagsins 12. júlí setti ég tvo Røde NT-1A út á pallinn, sem er umhverfis húsið. Voru þeir í AB-uppsetningu með u.þ.b. 45 cm millibili.

Fuglasöngurinn var fjarlægur, en þessir næmu hljóðnemar námu hann ásamt braki í pallinum, vatnsrennsli í hitakerfi hússins. Sitthvað fleira námu hljóðnemarnir í sumarnóttinni, sem er aldrei hljóð, ef grannt er eftir hlustað.

Hljóðritið hófst þegar klukkan var 12 mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Um klukkustund síðar höfðu fuglarnir hætt sér nær, en þá brugðust hljóðnemarnir vegna raka eins og lýst er í síðustu færslu.

 

The summernight around the summerhouse

 

I and my wife rented a summerhouse in Borgarfjörður, Iceland, quite close to the University of Birföst. during our stay there from July 6-13, I made some experiments with different setups of microphones.

 

the night before July 12 I placed 2 Røde NT-1A on the veranda around the house facing to the south. They were about 8 m from the wooden house. I took my Nagra Ares BB+ outside at around 1:30 am. The temperature was around 5° and the dead cats, covering the mics, a little cold, but dry. The birds were quite distant, but at around 03:30 they came closer. Then the mics had stopped working normally due to the dew, as explained in my last blog.

 

The recording, which is attached to the blog, started at around 02:12. Some redwings and probably wagtails and wrens are heard as well as some other birds. In the beginning the special sound of the ptarmigan is quite clear.

 

The veranda and the wooden house is clattering and the running water of the central heating is also heard as well as other sounds, which are not explained. The summernight is not quiet, but mysterious.

    
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Birkið skýldi hljóðnemunum - The Birch protected the microphones

Gróðurinn veitti skjól gegn hvassri norðanáttinni (ljósmynd: Elín Árnadóttir)

Ef bæjarheitinu Dæli er flett upp í kortasafni Nokia koma upp sambærileg nöfn í Kína, á Balí og Noregi auk Dælis í Víðidal.

Á ferð okkar hjóna um Norðurland í júnílok gistum við að Dæli í Víðidal, en þar hefur verið starfrækt ferðaþjónusta frá árinu 1988. Síðast gistum við þar fyrir 15 árum og eigum mjög góðar minningar um dvölina.

fyrir framan gamla íbúðarhúsið, þar sem við gistum er garður með dálitlum birkilundi. Þar var hljóðnemunum komið fyrir í MS-uppsetningu í skjóli fyrir hvassri norðangolunni. Hafist var handa við að hljóðrita um morguninn.

Þetta hljóðrit er glöggt dæmi um þá erfiðleika sem menn stríða við, þegar íslensk náttúra er hljóðrituð. Mófuglar halda sig yfirleitt í hæfilegri fjarlægð, en fuglar eins og hrossagaukur og þrestir koma stundum býsna nærri. Þess vegna er talsvert ójafnvægi í hljóðritinu og svo virðist sem gjamm hrossagauksins sé yfirþyrmandi. Ýmsir fleiri fuglar koma fram. Vakin skal athygli á rjúpu, en að öðru leyti verður ekki fjölyrt um fuglana. Vindurinn leikur sér að greinum og laufi trjánna og þýtur einnig í grasinu.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðrit og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

when I looked up the location of the farm Dæli in Northwest-Iceland with my GPS-system of Nokia mobile phone, I found several names similar to the Icelandic one in Bali, China and Norway.

On our travel in Northern-Iceland in the end of June I and my wife stayed at Dæli in Víðidalur, Northwest-Iceland for one night. The old farmhouse has been used as a guesthouse since 1988 and we had stayed there once before (in 1997) and had very good memories of our staying there.

It was rather windy from the north and a lot of noise both from the wind, leaves and the grass. In front of the farmhouse is a grove of Birch trees. There I placed the microphones in a MS-setup, placed inside a blimp windshield. This recording is a typical example of the problems occurring when trying to record the natural sounds of Iceland. Some of the birds were quite distant while the Redwings and the Redshanks were quite close with their trident sounds. Please note the burping sound of the ptarmigan.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband