Hundsmorðið - örleikur í einum þætti

Í janúar 2006 fór ég að senda Pétri Halldórssyni pistla í þáttinn Vítt og breitt. Voru sumir þeirra eins konar hljóðmyndir. Um þetta leyti var tíminn einatt lengi að liða. Ég leitaði án árangurs að atvinnu og hafði ofan af fyrir mér með ýmiss konar grúski.

Ég hafði þá fyrir nokkru fengið lánaðan Sony SM-57 víðómshljóðnema og datt í hug að sjóða saman dálítinn leikþátt. Hófst ég handa við að búa til grunninn, sem gerður var úr hljóðm sem ég hafði hljóðritað sjálfur auk hljóðrits frá danska ríkisútvarpinu.

Einn góðan veðurdag, þegar tíminn silaðist áfram, hrinti ég framkvæmdum af stað og lauk við þáttinn samdægurs eða daginn eftir. Hér gefur á að hlýða. Fordómar sögumanns ríða vart við einteyming.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband