Tilraun

Í dag setti ég tvo örsmáa Sennheiser-hljóðnema á gleraugnaspangir. Þótt þeir séu víðir (omnidirectional) gáfu þeir allskemmtilega hljóðmynd.

Heyra má mismunandi umhverfishljóð á heimilinu, líkamshljóð og kaffidrykkju, umhverfishljóð frá svölunum og síðast en ekki síst margbreytileg hljóð í hröfnum.

Hljómurinn í talinu er ekki mjög skemmtilegur. Sjálfsagt valda loðsvampar því auk þess sem hljóðnemarnir vísuðu fram á við og voru fremst á spöngunum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Skemmtileg tilraun.

Það er kannski ekki marktækt, þínir eru keyrðir á "phantom power" á meðan mínir ganga á "plug in power". Það væri spennandi að bera þessa Sennheiser saman við MMaudio hljóðnemana mína.

Ég er svo óskaplega hrifin af mínum. Það gæti því verið spennandi að heyra hvort og hvar munurinn lægi.

Magnús Bergsson, 3.4.2010 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband