vindbelgirnir í Ráðhúsi Reykjavíkur 24. nóv. 2007

Harmonikan hefur verið vinsælt alþýðuhljóðfæri á Íslandi áratugum saman. Á síðustu árum hafa vinsældir hennar vaxið á ný og leika menn á hana hin fjölbreytilegustu tónverk.

Hljómsveitin Vindbelgirnir hefur fengist við að leika norræn danslög og fyrir nokkru gáfu þeir félagar út disk. Hinn 24. nóvember árið 2007 efndi Félag harmonikuunnenda til tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar stigu þeir Vindbelgirnir á svið og léku nokkur lög. Harmonikur þöndu Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartarson. Magnús Rúnar Jónsson lék undir á gítar.

Ég hljóðritaði utan úr sal, var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnema.

Hér er ekki um harðsoðna hljóðvershljóðritun að ræða heldur skemmtilegt hljómleikahljóðrit.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband