Stórdansleikur á Hrafnistu í Hafnarfirði

 

Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.

Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.

Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.

Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.

Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.

Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.

Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.

Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.

Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband