Færsluflokkur: Environmental sounds

Daginn eftir storminn

 

Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.

Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.

 

THE DAY AFTER THE STORM

 

Today, November 2, the storm has calmed a little bit.

I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce

A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stormasker - Stormy Iceland

 

Undanfarið hefur geysað stormur á landinu. Kl.15:00 í dag voru sagðir 14m að norðan á sekúndu, en úti á Seltjarnarnesi er hvassviðrið mun meira, sennilega fara hvössustu vindhviðurnar upp í 30m/sek.

Meðfylgjandi hljóðrit var gert á svölunum á Tjarnarbóli 14 rétt fyrir kl. 14 í dag. Notaðir voru Röde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Aðeins var skorið af 40 riðum, og njóta því djúpir tónar illviðrisins sín vel.

 

In English

 

the weather has been stormy all over Iceland for the past few days. At Seltjarnarnes the wind has reached at least 30 m/sek. This recording was made at the balkony facing southh-west. The wind was blowing from the north.

Røde Nt-2A and NT-45 were used in an MS-setup. No filters used. The deep tones of the weather are therefore quite audible.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2012

Gleðin er við völd. Ljósmynd: Elfa Hrönn Friðriksdóttir

Reykjavíkurhlaupið mikla var háð í dag, 18. ágúst. Um var að ræða Maraþon, hálf-Maraþon, 10 km hlaup og fleira. Um 13.000 manns skráðu sig til þátttöku.

Fyrra hljóðritið er frá Maraþon-hlaupinu. Því miður köfnuðu hlaup þeirra fyrstu í drunum frá bifreiðum.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Mælt er með að hlustað sé í góðum heyrnartólum. Ekkert var skorið af lægstu tíðninni.

 

 

 

the annual Reykjavik Marathon

 

Today the annual Reykjavik Marathon was held. More than 13.000 persons were registred for the Marathon, Half-Marathon, 10 km running etc.

the first recording is from the Marathon. Unfortunately the sounds from the first runners were drowned in the noise from cars.

the second recording is from the 10 km race.

The recorder was a Nagra Ares BB+ and the mics Røde NT-2A and NT-55.

Good headphones are recommended.

No sound filters were used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Byggingaverkamenn að störfum austan Oddagötu í Reykjavík

 

Austan Oddagötu á svæði Háskóla Íslands eru nú reistar nýjar stúdentaíbúðir. Þegar við hjónin hjóluðum þar framhjá í fyrradag á tveggja manna hjólinu Orminum bláa, bar fyrir eyru hljóð, sem vart hafa heyrst á þessu svæði í nokkur ár - byggingarverkamenn voru að störfum. alls konar hljóð bar fyrir hlustir: negldir voru venjulegir naglar með hömrum, sagir hljómuðu, slípirokkar, sementshrærivélar o.s.frv. Þess vegna var farið á staðinn í gær og tekið hljóðsýni.

Mælt er með góðum heyrnartólum. Njótið hávaðans og fjölbreytni hans en gætið þess að skaða ekki heyrnina.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Blimp-vindhlíf var notuð.

 

A construction side in Reykjavik.

 

In Reykjavik, east of Oddagata, a street at the area of The University of Iceland, a team of construction workers is currently building an apartment house with flats for students. These sounds are not as frequently heard in Iceland as in the years before the financial crash in 2008 and the econonic recession, which followed., when I and my wife passed by on our tandem 2 days ago. all kinds of machinery and old fashioned hammers were heard and many things more.

We went there again yesterday and I collected some samples of sounds.

A Nagra Ares BB+ was used, recorded at 44,1 kHz and 24 bits. Røde NT-2A and NT-55 omnidirectional were used in a MS-setup, covered by a blimp.

Good headphones are recommended. Please enjoy the noise!Take care of your ears and enjoy the sounds.

comments are welcomed at

arnthor.helgason@gmail.com.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðlátt en fjölbreytilegt lífríki við Hreðavatn

Að ýmsu er að hyggja.

Miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn var einmuna blíða við Hreðavatn. Um kl. 11 árdegis kom ég mér fyrir með Nagra Ares BB+ og hljóðnema skammt frá norðurströnd vatnsins. Beindi ég hljóðnemunum að mýri sem var þar rétt hjá. Ef til vill gerði ég þar mistök, því að fuglar komu ekki nærri. En því meira var af alls kyns smáflygildum.

Þetta er hljóðlátt hljóðrit með flugnasuði, fjarlægum sauðajarmi, þresti og sandlóu ásamt fuglum í fjarska. Þá má heyra í fólki allfjarri og bifreið rennur eftir malarvegi skammt frá.

Notaðir voru tveir Røde NT-1A í AB-uppsetningu með u.þ.b. 40 cm bili. Hafður var yfir þeim „dauður köttur“ og skorið af 100 riðum vegna vindgnauðsins.

Hljóðritið hófst kl. 13:20. Áður hafði verið stynningshvass vindur úr norðri, en nokkuð lægði og er golan í raun hluti hljóðmyndarinnar.

Menn taki sérstaklega eftir daufum smellum, sem heyrast endrum og eins. Þar er lúpínan að opna fræbelgi sína.

Eindregið er mælt með að hlustað sé á hljóðritið með heyrnartólum.

Myndina tók eiginkona mín og hjálparhella, Elín Árnadóttir, þegar hljóðritun var undirbúin.

 

THE RICH WILDLIFE AT HREÐAVATN

 

On July 11 the sun was shining in the area around The lake of Hreðavatn . At around 11 in the morning my wife took me to the northern shore of the lake where I placed myself together with a Nagra Ares BB+ and some microphones about 100 m from the northern bank, where there is a swamp. I may have made a mistake by selecting this location as the birds where some distance away, mostly closer to the bank. But I decided to wait.

While listening through the headphones I discovered that the silence was filled with sounds. All kinds of insects were flying around and a lot of them visited the Røde NT-1A microphones, which were in an AB-setup with 40 cm spacing, facing to the swamp. Redwings and redshanks were also heard and a a ringed plover came quite close.

Some distant voices can also be heard as well as sheep calling the lambs. A car drives along a gravel road.

Please note the small cracks which are heard when the Lupinus nootkatensis   Lupin is opening its capsules. The wind was blowing from the north fiddling with the mics, which were covered with „dead cats“. Bot the sound of the wind and the grass is a part of the whole sound environment.

Headphones are recommended.

My wife, and helping hand, Elín Árnadóttir, took the photo while the recording was being prepared.

 

Please feel free to post comments to

arnthor.helgason@gmail.com or

arnthor.helgason@simnet.is

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Birkið skýldi hljóðnemunum - The Birch protected the microphones

Gróðurinn veitti skjól gegn hvassri norðanáttinni (ljósmynd: Elín Árnadóttir)

Ef bæjarheitinu Dæli er flett upp í kortasafni Nokia koma upp sambærileg nöfn í Kína, á Balí og Noregi auk Dælis í Víðidal.

Á ferð okkar hjóna um Norðurland í júnílok gistum við að Dæli í Víðidal, en þar hefur verið starfrækt ferðaþjónusta frá árinu 1988. Síðast gistum við þar fyrir 15 árum og eigum mjög góðar minningar um dvölina.

fyrir framan gamla íbúðarhúsið, þar sem við gistum er garður með dálitlum birkilundi. Þar var hljóðnemunum komið fyrir í MS-uppsetningu í skjóli fyrir hvassri norðangolunni. Hafist var handa við að hljóðrita um morguninn.

Þetta hljóðrit er glöggt dæmi um þá erfiðleika sem menn stríða við, þegar íslensk náttúra er hljóðrituð. Mófuglar halda sig yfirleitt í hæfilegri fjarlægð, en fuglar eins og hrossagaukur og þrestir koma stundum býsna nærri. Þess vegna er talsvert ójafnvægi í hljóðritinu og svo virðist sem gjamm hrossagauksins sé yfirþyrmandi. Ýmsir fleiri fuglar koma fram. Vakin skal athygli á rjúpu, en að öðru leyti verður ekki fjölyrt um fuglana. Vindurinn leikur sér að greinum og laufi trjánna og þýtur einnig í grasinu.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðrit og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

when I looked up the location of the farm Dæli in Northwest-Iceland with my GPS-system of Nokia mobile phone, I found several names similar to the Icelandic one in Bali, China and Norway.

On our travel in Northern-Iceland in the end of June I and my wife stayed at Dæli in Víðidalur, Northwest-Iceland for one night. The old farmhouse has been used as a guesthouse since 1988 and we had stayed there once before (in 1997) and had very good memories of our staying there.

It was rather windy from the north and a lot of noise both from the wind, leaves and the grass. In front of the farmhouse is a grove of Birch trees. There I placed the microphones in a MS-setup, placed inside a blimp windshield. This recording is a typical example of the problems occurring when trying to record the natural sounds of Iceland. Some of the birds were quite distant while the Redwings and the Redshanks were quite close with their trident sounds. Please note the burping sound of the ptarmigan.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljómkviða fyrir raflínur, bassa, vind og fugla

Enn eitt meistaraverkið er nú komið úr hljóðsmiðju Magnúsar Bergssonar. Að þessu sinni varð hann vitni að náttúrutónverki,  eða réttar sagt hljómkviðu, sem raflínur, vindur, bassi og fuglar skópu vestur í Krossholti á Barðaströnd. Mælt er með því að fólk hlusti á hljómkviðuna með góðum heyrnartækjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á færsluna.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 

In English

 

Yet another masterpiece has come from the great recordist, Magnús Bergsson. At this time he recorded a composition made by someone playing music loudly in the distance, powerlines, the wind and various kinds of birds. Good headphones are recommended.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 


Unaðsstund í elliðaárhólmum

 

Á annan í hvítasunnu, skömmu fyrir hádegi, héldum við Elín hjólandi út í elliðaárhólma. Þar námum við staðar, þar sem okkur þótti vænlegt að hljóðrita fugla. Við komum Nagra-tækinu fyrir ásamt Røde NT-2A og NT-55 í Ms-uppsetningu og héldum síðan á brott.

Að eyrum okkar barst ys og þys borgarinnar, en fuglarnir létu minna heyra í sér. Þarna voru þó skógarþrestir ásamt maríuerlu og músarrindli, sem fóru aldrei svo nærri að þeir yfirgnæfðu hljóðið frá ánni. Einnig heyrðist í mávi.

Þótt hljóðmyndin sé fremur kyrr, er hún samt seiðandi og færir hlustandanum ró. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

On Monday May 28, I and my wife, Elín, took our tandem and rode it to the deltas at elliðaárhólmi in the eastern part of Reykjavik, where there is a nice park with lanes and a tiny forrest. We found a clearing space where we put the Nafra Ares BB+ together with Røde NT-2A and an NT-55 in an MS-Setup and left it there for 30 minutes.

 

The sound from the city is heard as well as the water flowing some 40-50 metres away. Redwings, Waggtails and Wrens are also heard, but their sounds are quite low. Even though this recording is rather still and little happens, it is relaxing for one‘s mind. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús leikur undir hjá söngvurum vornæturinnar

 

Þegar ég er einn heima berst ys og þys götunnar inn til mín þar sem ég sit við iðju mína. Húsið þegir, einkum þegar fáir eru heima. Endrum og eins heyrist þó æðasláttur þess.

Á næturnar er eins og húsið vakni til lífsins. Þá verður  hávaðinn að utan ekki til að yfirgnæfa æðaslátt þess. Þetta kom greinilega í ljós í fyrravetur, þegar ég reyndi að hljóðrita nóttina. Hún var að mestu þögul í miðri viku, en húsið hafði ótrúlega hátt.

Aðfaranótt 28. maí, sem var annar í hvítasunnu, setti ég hljóðnema út á svalir og lét þá eiga sig fram undir kl. 8:30 um morguninn. Um var að ræða Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Um kl. 3 um nóttina höfðu skógarþrestir og svartþröstur haldið uppi samræðum á milli bæjarhluta. Þá blandaði mávur sér í hópinn og köttur læddist um. Í hljóðritinu má heyra aðvörunarhljóð þrastarins sem er næst okkur.

Ekki var skorið af neinu tíðnisviði en styrkurinn hækkaður talsvert. Húsið söng undir. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

when I am at home sitting at my desk, the house seems to be silent and the distant sounds are heard from outside.

during the night something happens. The house seems to wake up and all kinds of sounds are heard. This was quite obvious when I tried to record the night last winter. It was mostly silent but the house was noisy.

during the night before Monday, May 28, I placed microphones on the balcony - a Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. Shortly after 3 in the morning, when some redwings and a blackbird had been entertaining themselves, a blackback came laughing and a cat was wondering around, causing some discomfort to the redwings. The vaskular system of the house seems noisy, as I increased the volume of the recording quite a bit, making an accompaniment to the birds singing. Headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaffivélarskrölt

Árið 2002 keyptum við hjónin okkur kaffivél frá Saeco. Varð hún til þess að kaffidrykkja ritstjóra þessarar hljóðsíðu stórjókst.

Þessi vél gaf upp andann í vor. Að minnsta kosti var ekki talið borga sig að gera við hana og þess vegna er svona til orða tekið. Okkur Elínu kom saman um að kaupa nýja vél og varð fyrir valinu Saeco Black Plus.

Þessi vél malar kaffibaunir eins og hin. Kaffihólfið er minna. Því er haldið fram að vatnsgeymirinn taki hálfan annan lítra. Vélin er heldur vandmeðfarnari en gamli jálkurinn, en venst ágætlega.

Huga þarf að ýmsu þegar vélin er notuð. Allt þarf að falla hvað að öðru eins og flís við rass. Hvorki má vera of mikill korgur í hólfinu né of mikið vatn í hreinsunarbakkanum. Þá þarf að bíða eftir að vélin skoli sig, hafi hún ekki verið notuð í klukkustund. Þrátt fyrir þessa sérvisku vélarinnar teljum við hana hinn vænsta grip.

Það hefur áður verið vikið að því á þessum síðum að ýmis heimilistæki gefi frá sér talsverðan hávaða. Nýja kaffivélin er nokkru lágværari en sú fyrri. Í morgun möluðu þær hvor við aðra, kaffivélin og uppþvottavélin. Skrafið var numið með Røde NT-2A og NT55. Gætið þess að hafa heyrnartólin ekki of hátt stillt. Uppþvottavélin er í raun lágvær en heldur hærra lætur í kaffivélinni.

 

In English

 

Recently I and Elín bought a new Coffee-machine, Saeco Black Plus (see link above). The machine together with the dish-washer make some noise in the kitchen and this morning I decided to record their chat. Be careful, when you listen with good headphones, not to set the volume too high. The dishwasher is rather quiet, but the coffee machine makes a lot more noise.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband