Færsluflokkur: Environmental sounds

Raforkuvindmyllur - Wind Turbines

Hljóðið í einni vindmyllu er notalegt. En hver verða áhrifin er 80 myllur verða settar upp? Ljósmynd: Elín ÁrnadóttirNorðan við Búrfellsvirkjun eru tvær vindmyllur. Þegar okkur bar að garði 26. þessa mánaðar var vindur um 5-10 m/sek og raforkuframleiðsla einungis um 75 kW. Nokkru norðar er önnur vindmylla, sem ekki var opin, en þar sem enginn var við hana var hún valin til hljóðritunar.

Um það leyti sem hljóðritun hófst jókst vindurinn nokkuð. Það má heyra á hljóðritinu hvernig hljóðið breytist með mismunandi vindstyrk.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.


Á síðu landsvirkjunar segir m.a.:

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.

Lokið var við uppsetningu vindmyllanna í desember 2012 og á næstu misserum safnast upplýsingar um það hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Rannsóknirnar snúast ekki síst um rekstur vindmylla við séríslenskar aðstæður, ísingu, skafrenning, ösku- og sandfok. Ef vel gengur er markmiðið að vindorkuframleiðsla verði í framtíðinni mikilvæg viðbót við framleiðslu raforku með vatnsafli og jarðvarma.

Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu vindmylla til nota á landi. Um 60% vindmylla í Þýskalandi eru frá Enercon og um 7% vindmylla í heiminum.

Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð myllunnar 77 metrar. Frekari upplýsingar eru á

http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/throunarverkefni/vindmyllur


In english


Will the wind finally do some good?

In December, Landsvirkjun erected two wind turbines, in an area known as Hafið, within the construction area of Búrfell Power Station, in the south of Iceland. The turbines have a total of 2 MW of installed power. The project is part of Landsvirkjun’s research and development project on the advantageous of wind power in Iceland. There are a number of areas in Iceland that show great potential for the successful utilisation of wind energy.

The wind turbines each have a 900 kW capacity and together their generating capacity could be up to 5.4 GWh per year. The masts is 55 metres heigh and each spade measures 22 metres in length. When the spades are at their highest position the unit is 77 metres of height. Wind turbines developed for further energy production will in all likelihood be larger than the most powerful turbines presently operating in Iceland today, reaching 7.5MW.


When we were there on July 26 the wind was only 5-10 mYsec and the average power only about 75kW for each turbine. We went to the turbine further north as there were no tourists. There we captured the sound. It can be heard during the recording that the sound of the spades changes according to the wind.

Good headphones recommended.

For further information, see http://www.landsvirkjun.com/ResearchDevelopment/Research/WindPower/



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gott í Vestmannaeyjum - Goot - an excellent restaurant on The Westman Islands

Maturinn var einstakur og skammtarnir hæfilegir.

Þann 22. júlí héldum við hjónin ásamt vinkonu okkar, Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, til Vestmannaeyja. Tilgangurinn var að heimsækja skyldulið auk þess að kanna nýjan veitingastað sem nefnist Gott og er að Bárustíg 11. Matseðillinn er að hætti Berglindar Sigmarsdóttur, hollur og ljúffengur. Eindregið er mælt með staðnum.

Meðfylgjandi hljóðrit er úr Herjólfi. Olympus LS-11 var haldið út fyrir borðstokkinn og numið hvernig sjórinn freyddi meðfram skipinu. Mælt er með heyrnartólum.


In English


On July 22 I and my wife together with our friend, Unnur St. Alfreðsdóttir, went to the Westman Islands to visit some friends and relatives. We also dined at a newly established restaurant, Gott, at Bárustígur nr. 11. The menu is made according to Berglind Sigmarsdóttir's prescriptions. This restaurant is recommended for it's excellent and healthy food.

The attached recording was made onboard the ferry, Herjólfur, while steaming to the Westman Islands. An Olympus LS-11 was held outside the gunnel on the larbourd side capturing the sound of the froathing sea. Headphones are recommended.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Dulúðug sumarnótt - A Mysterious Summer Night

Fuglalífið við Kirkjuból er fjölskrúðugt.

Hjónin Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli I fyrir sunnan Hólmavík hafa komið upp myndarlegri gistiaðstöðu ásamt ýmsu, sem tengist sögu og menningu Strandamanna.

Við Elín gistum þar aðfaranótt 14. júlí í sumar. Um kl. Hálftvö um nóttina blés hann dálítið upp, en lægði síðan. Upp úr kl. 5 um morguninn fór að rigna og jókst rigningin framundir kl. 8:00.

Við Elín settum upp tvo Sennheiser ME-62 hljóðnema í AB-uppsetningu s.s. 12 metra frá íbúðarhúsinu. Sneru þeir upp í holtið og voru klæddir Rycode vindhlífum. Eins gott miðað við það sem á eftir fór.

Með þessari færslu fylgir 15 mínútna hljóðsýni frá því um kl. 01:23-01:38. Þá héldu fuglar sig fremur fjærri. Flóð var og heyrðist því vel öldugjálfrið frá fjörunni auk lækjarniðar.

Styrkur hljóðritsins hefur verið aukinn mjög mikið. Sum náttúruhljóðin eru svo lág a þau eru vart greinanleg með öðrum hætti. Þeir sem vilja lifa sig inn í hljóðritið ættu að nota góð heyrnartól ef þau eru fyrir hendi. Þá er eins og við heyrum hjal álfanna og annarra landsins vætta.

Þessa nótt voru hljóðritaðar með Nagra Ares BB+um 7 klst af efni. Meira verður birt á næstunni.


In English

At Kirkjubol south of the village of Hólmavík in North-west Iceland is a guesthous run by Jón Jónsson and his Wife, Ester Sigfúsdóttir. I and Elin stayed there the night before July 14 this summer. We set up 2 Sennheiser ME-62 mics in an AB-setup 12-14 m from the house, facing towards the hills. This sample of 15 minutes is from 01:23-01:38.

Just after the recording starts the wind increases. The tide is high and therefore the sound of the waves is heard as well as the klinging sounds of a small stream nearby. Most of the birds were so far away that some of them were hardly audible with human ears. As there are not much contrasts in this recording it was possible to increase the volume greatly.

Those who want to live themselve into the mysterious sounds of the Icelandic summer night can try to listen, if they can hear the sounds of the elfs and other supernatural beings of Iceland.

About 7 hours were recorded during this night with my excellent Nagra Ares BB+. More recordings are to be released later.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjöruborðið við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar - The Seaside at the Art Museum of Sigurjón Ólafsson

Laugarnestangi er eins konar griðastaður. Þar er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og þar er Hrafn Gunnlaugsson.

Við Elín settum upp tvo Senheiser ME-62 hljóðnema í fjöruborðinu rétt vestan við listasafnið. Þegar hljóðritið hófst var hvalaskoðunarbátur á leið í höfn og sigldi til vesturs. Þegar 14 mínútur eru liðnar af hljóðritinu heyrist glöggt að annar bátur stefnir að hljóðnemunum en beygir til norðurs.

Notuð var AB-uppsetning. Einungis voru 16 cm milli hljóðnemanna, en það virðist ekki koma að sök.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.

Hljóðritið kann einhverjum að finnast heldur lágt. Að ásettu ráði var ákveðið að auka ekki styrkinn. Ekkert hefur verið átt við hljóðstillingar.

 

In english

The Laugarnes in Reykjavik is in a way a quiet place. There is the Art Museum of the sculpture, Sigurjón Ólafsson and there is the world famous filmdirector, Hrafn Gunnlaugsson.

I and my wife, Elin, set up 2 Senheiser ME-62 mics close to the sea a little west from the art museum At the beginning of the recording a sight-seeing ship pas.ses by towards the harbour. Later in the recording (about 14 min) a ships can be heard heading towards the mics, but it turns to the north instead of sailing to the east.

The mics were in an AB-setup with only 16cm between them. S <Nagra Ares BB+ was used.

The recording may seem to be a little low. The volume was not increased to to some hight contrasts. The frequencies have not been cut.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

suðvestanhvellur á Stöðvarfirði - A storm froum southwest at Stöðvarfjörður, Iceland

Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.

Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.

Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.

Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.

1.      Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.

2.      2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.

3.       

In English.

In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.

The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.

 The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.

Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fýllinn á Heyklifi - The Fulmars at Heyklif

Fýlaskvaldrið er glaðlegt og hrífandi.

Þriðjudaginn 15. Apríl 2014 héldum við Kristján Agnar Vágseið, 17 ára gamall fóstursonur Ástu Snædísar Guðmundsdóttur og Hrafn Baldursson, afi hans, út að Heyklifi að hljóðrita fýlinn, sem heldur sig í klettunum norðan við bæinn. Þeir Kristján og Hrafn hjálpuðu mér að setja upp hljóðnemana, en þá settum við sunnan við sólpallinn og nutu þeir skjóls fyrir hvassri suðvestanáttinni, sem bar að hljóðin frá fýlnum frá okkur. Ekki var mikið um fýl í klettunum, en því var haldið fram að refurinn ylli þar nokkru um.

Brimið og veðurgnýrinn settu sterkan svip á hljóðritið. Auk fýlsins heyrist í skógarþröstum og öðrum smáfuglum. Þegar 10 mínútur eru liðnar af fyrra hljóðritinu heyrist hópur grágæsa fljúga framhjá og í því síðara heyrist jafnframt í einni lóu.

Við Hrafn höfum verið vinir og félagar í rúma fjóra áratugi, en hann var í nokkur ár tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum þegar hlustað er á hljóðritið.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og 2 Røde Nt-2A hljóðnemar í AB uppsetningu. Vindhlífin var „dauður köttur“ og voru hljóðnemarnir í körfum..

 


In English

On April 15 2014 I went to the farm of Heyklif, which lies between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland, though closer to Stöðvarfjörður. In the cliffs north of the farm the fulmars are nesting. We set up the microphones close to the house which gave them a shelter from the strong southwestern wind.

The recording is quite descriptive for the sometimes stormy spring in Iceland. The deep sounds of the sea and the wind are heard as well as the fulmars, Redwings, some geeze, and other birds.

Headphones are recommended.

My assistants were Kristján Agnar Vágseið, a 17 years old boy together with his grandfather, Hrafn Baldursson.

Two Røde Microphones NT-2A were used in an AB setup. The mics were in baskets and „dead cats“ were also used.

 

In the first recording a flock og geeze is heard when 10 minutes have passed and a plower is heard in the second recording.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljólreiðakeppni - andstæð hljóð

Arnþór yljar sér á kaffi. Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Alvogen Trial hjólreiðakeppnin var haldin í fyrsta sinni að kvöldi 4. Júlí. Norðurhluta Sæbrautarinnar var breytt í leikvang hjólreiðafólks. Slóðin á keppnina er http://hjolamot.is. Við Elín fórum á staðin og komum okkur fyrir milli göngu- og hjólreiðastígsins og akbrautarinnar skammt vestan við Sólfarið. Reynt var að fanga reiðhjólakliðinn og hófst hljóðritun skömmu áður en kapparnir hófust handa. Óneitanlega truflaði hávaðinn frá umferðinni, en þegar keppnin hófst færðist umferðin á suður-akreinarnar og nokkru fjær hljóðnemunum. Notaðir voru tveir Røde NT-2 hljóðnemar í AB-uppsetningu og voru hafðir í 2,5 m hæð. Eindregið er mælt með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum. Hljóðnemarnir voru stilltir á víða uppsetningu og skorið var af 80 riðum. Þeir voru klæddir í loðfeldi vegna golu og skúraleiðinga.

The Alvogen Trial Cyclingrace was held in Reykjavik in the evening of July 4, see link above. The northern lanes of Sæbraut, one of the mainstreets along the coast were closed for motor-trafic. The recording started a little before the contest. Røde NT-2A mics were used in an AB-setup with apr. 55 cm spacing. The mics were set up as omnidirectional and covered with fur as there was some breeze and showers. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Austan við ósinn

Brimið við Jökulsárlón á BreiðamerkursandiÉg hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
 Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.

EAST OLF THE RIVER MOUTH

I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn&#39;t dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Of ísabrot

Jakabrot í fjörunniDrók eik á flot
of ísabrot
(hratt ég knerrinum á flot um vorið),
segir í Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar, en þar merkir ísabrot vor.
Laugardaginn 23. febrúar 2013 vorum við hjónin á ferð um Austur-Skaftafellssýslu. Við námum staðar við jökullónið á Breiðamerkursandi og hljóðrituðum ósköpin sem á gengu. Stríður straumur var um ósinn og mætti hann yfirgangi Ægis konungs, sem hefur sér það til dundurs að eyða landinu. Virðist hann stefna að því að rjúfa þar hringveginn.
Ekki var dregið úr lágtíðninni og koma því andstæður hljóðanna vel í ljós. Heyra má jakana molna sundur í hamaganginum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ ogb Røde NT-2a hljóðnema ásamt Sennheiser ME-64 í MS-uppsetningu. Inngangsstyrkur síðarnefnda hljóðnemans var lækkaður um 6 db til þess að ná meiri hljóðdreifingu.
Ljósmyndina tók Elín árnadóttir.

 

The Breiðamerkursandur, Southeast-Iceland, is a magnificient place with the glaciers to the north and the Atlantic Ocean to the south. On February 23 Elin and I recorded the sounds of the streaming water from the lagoon to the sea, with the noise of the ocean to the left and the water with breaking ice infront.
A Nagra Ares BB+ was used together with a Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an MS-setup.
The photographer was my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband